Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 28

Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 28
STÓRABELTI OG EYRARSUND Stórabelti og Eyrarsund Nýlega voru undirritaðir samningar um mestu jarðgöng og dýr- ustu einstaka framkvæmd í samgöngumálum, sem Islendingar hafa staðið að, a.m.k. frá byggingu Reykjavikurhafnar á árunum 1913 - 17, en það eru Hvalfjarðargöngin margumtöluðu. Það mannvirki, sem oft hefur verið fjallað um, er að vísu stórt á ís- lcnskan mælikvarða og verðugt allrar athygli en er þó harla smátt í sniðum miðað við þau stórvirki i samgönguframkvæmdum sem frændur vorir Danir hafa fengist við á undanfornum árum. Verð- ur hér reynt að segja lítillega frá tveim þeirra, Stórabeltistenging- unni og Eyrarsundstengingunni, en vinna við þessi mannvirki stendur yfir um þessar mundir. Til að sjá um þessar stóru framkvæmdir stofnaði danska ríkið sér- stakt eignarhaldsfélag til að sjá um framkvæmdir og rekstur, SUND og BÆLT Holding A/S. Stórabeltisframkvæmdin er að öllu leyti dönsk og því var stofnað hlutafélagið Stórabelti hf. (A/S Storebælts- forbindelsen), en allar ábyrgðir eru tryggðar af danska ríkinu. Eignar- hald á Eyrarsundstengingunni er nokkru flóknara. Bæði voru stofn- uð sérstök hlutafélög í Svíþjóð og Danmörku til að hafa umsjón með framkvæmdum og rekstri mannvirkjanna, sem mynda hina eiginlegu tengingu milli landanna. I Svíþjóð voru það sænska vegagerðin og sænsku járnbrautirnar, sem saman stofnuðu SVEDAB, Svensk- Danska Broförbindelsen AB, en það hlutafélag er helmingshluthafi í 0resundskonsortiet á móti hinu danska hlutafélagi A/S 0resunds- forbindelsen. Danska félagið hefur að sínu leyti með að gera allar framkvæmdir á landi Danmerkurmegin og SVEDAB stendur fýrir framkvæmdum á landi í Svíþjóð. Nánar má sjá um þetta á meðfýlgj- andi skipuriti. Stórabelti Undanfarin ár hafa Danir lagt út í tvö stórvirki í samgöngumann- virkjum, sem næst koma Ermasundsgöngunum að stærð og dýrleika og er fýrst að nefna Stórabeltistenginguna, en hún hefur verið í smíðum um næstum sjö ára skeið eða frá 1988. Enn mun nokkur tími Iíða þar til mannvirkið verður tekið í notkun, járnbrautartengingin um næstu áramót og vegtengingin í byrjun árs 1998. G R E A T B E L T East Tunnel Sprogo Halsski fast Bridge Jjfj X Zí West Brídge Knudshoved Stórabeltistengingin milli Fjóns og Sjálands Þorsteinn Þorsteínsson, stúdent MH 1970, verkfræðipróf HÍ 1974, fram- haldsnám í Þýskalandi og Noregi. Verkfræðingur hjá Verkfræðiþjónustu Guðmundar Óskarssonar, Kópavogs- bæ, Skipulagsstofu höfuðborgarsvæð- isins og á eigin vegum. Kennsla við Verkfræðideild HÍ síðan 1986, m.a. í samgöngutækni og vega- og flug- brautagerð. Hugmyndir um brú eða göng á þessum stað eru ekki nýjar af nál- inni, því það mun hafa verið 1934 að fýrstu tillögurnar um tenginguna komu fram. Fjarlægðin milli eyjanna Sjálands og Fjóns er alls u.þ.b. 18 km löng. Mitt á milli eyjanna tveggja, þar sem styst er, er lítil eyja, Sprogo, sem er rétt innan við 40 hektarar að stærð. Var búið á henni fram um miðja þessa öld og voru þar þá 15 manns til heimilis þegar flest var. Vegna fýrirhugaðrar brúargerðar keypti danska rílcið eyna og lagðist búseta þar af. Sprogo er eðlilegur viðkomustaður fýrir veg- og járnbrautartengingu milli Sjálands og Fjóns. Margar nefndir hafa á undanförnum árum fjallað um þessa tengingu og má segja að með henni væri rekið smiðshöggið á þvertengingu Dan- merkur eða að ljúka lárétta hlutanum í litla h-inu, sbr. meðfýlgjandi mynd, en þvertenging þessi hefur lengi verið draumur margra Dana frá því Litlabelti var brúað á sínum tíma. Stórabeltistengingin er á milli Knudshoved á Fjóni og Halsskov á Sjá- landi og fer um Sproga, eins og áður sagði. Vestari állinn er brúaður með 6,6 km langri brú, sem gerð er úr forsteyptum einingum, steyptum í landi, og dregnum út á brúarstæðið með hjálp gríðarstórs flotkrana, sem nefndur er Svanurinn. Á brúnni eru fjórar akreinar fýrir bílaum- ferð og tvær járnbrautarlínur, ein í hvora átt. Brúin er stærsta veg- og járnbrautarbrú í Evrópu. 28 ...upp l vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.