Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 33
Verkfraeðistofnun Háskóla Íslands
Vet'kfuebi (tfM UíetiM fmfélaý
OT
II
rkfræðistofn
■RK£1
■MQMHU
lilElnmiiap
VERKFRÆÐISTOFNUN Háskóla íslands
er vettvangur rannsókna háskólakennara og
sérfræðinga í verkfræði við Háskólann.
Starfseminni má skipta í þrjá meginflokka: I)
Undirstöðurannsóknir, II) samningsbundnar
þjónusturannsóknir og III) rannsóknir og
uppbyggingu aðstöðu í tengslum við kennslu
í verkfræði. Stofnuninni tengjast um 60
stöðugildi. Rannsóknir eru stundaðará sviði
aflfræði, kerfisverkfræði, upplýsinga- og
merkjafræði, varma- og straumfræði, vatna-
verkfræði, efnistækni o.fl. Verkfræðistúdent-
ar vinna að sérverkefnum og lokaverkefnum
á vettvangi stofnunarinnar. Með tilkomu
náms til meistaraprófs við verkfræðideild HÍ
hefur stofnunin í æ ríkari mæli orðið vett-
vangur margvíslegra rannsókna stúdenta.
Velta VHÍ var á síðasta ári 89 milljónir. Þar
af komu 5.8 milljónir sem ríkisframlag til
stofnunarinnar. Verkfræðistofnun er eini
vettvangur grunnrannsókna í verkfræði hér á
landi. Stofnunin verður 20 ára 1997.
Stjórnarformaður verkfræðistofnunar er
Ragnar Sigbjörnsson prófessor. Aðrir í
stjórn eru prófessorarnir Anna Soffía
Hauksdóttir, Björn Kristinsson, Jónas Elías-
son, Sigfús Björnsson, Valdimar K. Jónsson
og Sæmundur Þorsteinsson sérfræðingur.
Framkvæmdastjóri Verkfræðistofnunar er
Þorsteinn I. Sigfússon prófessor.
Hér á eftir verða nefndar helstu stofur stofnun-
arinnar og viðfangsefni þeirra.