Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 23

Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 23
ÚTSKRIFTARFERÐ The University of Hong Kong er elsti há- skólinn í Hong Kong og er á Hong Kong Is- land. Byggingarverkfræðideild skólans er skip- uð 25 kennurum sem eru allt Hong Kong búar nema þeir þrír sem við hittum, sem voru frá Sri Lanka, Ástralíu og Austurríki. I deild- inni eru 300 stúdentar og eru þeir mjög æstir í að fá fólk í meistaranám að skólanum. Margt fleira bar fyrir augu en segja má að fátt af því hafi verið ókunnugt oldtur. Eftir rölt um skól- ann var þreyttum og þyrstum hópi nemenda og kennara boðið upp á „öllara“ í sérstöku at- hvarfi kennara og starfsfólks, þar sem hægt var að hittast að afloknum erfiðum en árangurs- ríkum starfsdegi. Einnar terakrónu (=1000 millj- arða) framkvæmdir Miðvikudagurinn 17. mai og fimmtudagur- inn 18. maí: Eins og kom fram í upphafi er Hong Kong mjög ríkt svæði og bresku nýlenduherrarnir vilja gjarnan eyða eins miklum peningum og þeir geta áður en Kínverjar eignast þá 1. júlí 1997. Hrikalegt er að fljúga inn yfir Hong Kong til lendingar. Það liggur við að flugvél- arnar taki þvottinn af snúrunum á háhýsun- um. 25 milljónir manna fara um flugvöllinn Kai Tak á Hong Kong eyju árlega en hann er hannaður fyrir 24 milljónir. Ekki var hægt að stækka hann frekar auk þess, sem land hans er mjög verðmætt (leiga á tveggja herbergja íbúð í Hong Kong er um kr. 500.000 á mánuði. Þetta er ekki prentvilla). Því var gripið til þess ráðs að búa til stóra eyju fyrir utan Hong Kong, Chek Lap Kok og tengja hana við mið- borgina með miklum samgöngumannvirkjum. Nýja flugvallarsvæðið þekur nær 1248 hekt- ara sem er um það bil fjórum sinnum stærra svæði en Kai Tak. Eyjan Chek Lap Kok var 302 hektarar og nýi flugvöllurinn er rnyndað- ur með því að jafna út bæði Chak Lap Kok og aðra minni eyju skammt frá, Lam Chau (eftir að búið var að ákveða flugvallarsvæðið upp- götvaðist allt í einu að nokkuð há eyja var fyr- ir aðfluginu. Dæmigerðri Hong Kong lausn (where money is no object) var beitt: eyjan var flött út), að viðbættri 938 hektara landfyllingu. Flugvöllurinn verður opinn allan sólarhring- inn og mun anna 35 millj. farþega og 1,3 millj. tonna af flugfrakt á ári. Samkvæmt áætl- un mun flugvöllurinn anna 45 milljónum far- þega árið 2010 og 87 milljónum árið 2040. Samgöngukerfið að flugvellinum sam- anstendur af: (1) Tveimur hengibrúm og tengibrú sem hafa þrjár akreinar í hvora átt á efra dekki og tvö lestarspor og einfalda akrein í hvora átt, sem nota á í neyðartilvikum eða slæmu veðri, á neðra dekki. Tsing Ma hengibrúin verður ein stærsta héngibrú í heimi, 1377 m löng, með tvær tvö- faldar 206 m háar burðarsúlur og 62 m yfir sjávarmáli þannig að skip geti siglt undir hana. Kap Shui Mun hengibrúin verður 441 m löng og 54 m yfir sjávarmáli. Ma Wan tengi- brúin verður 550 m löng og tengir hengi- brýrnar tvær saman yfir Ma Wan eyju. (2) Tvennum lestarsporum sem fara um eigin neðansjávargöng á kafla. (3) Neðansjávargöngum (1,36 krn með þrjár akreinar í hvora átt), sem munu halda uppi samgöngum á milli nýja flugvallarins og miðborgarinnar á Hong Kong eyju. (4) Fjölda annarra stórra og smárra mann- virkja. Rétt við Chek Lap Kok er lítið þorp Tung Chung með 1000 íbúum. Samkvæmt áætlun mun þorp þetta vera eins konar þjónustumið- stöð fyrir flugvöllinn. Áætlað er að íbúafjöld- inn verði 20.000 manns 1997 þegar flugvöll- urinn opnar en gert er ráð fyrir að 35.000 manns muni starfa á vellinum. Mikið er lagt upp úr umhverfisvernd við byggingu nýja bæj- arins og nýtist sú reynsla sem hlotist hefur við byggingu annarra nýrra bæja á Hong Kong svæðinu eftir 1970 vel í þessu sambandi. I framtíðinni er gert ráð fyrir að íbúafjöldi Tung Chung verði 60.000 árið 1999 og 120.000 árið 2006. Hönnun bæjarins gerir ráð fyrir 260.000 hámarks íbúafjölda. Til að kynnast þessu sigldum við bæði á mjög góðum bát (þar sem flestir í hópnum brunnu þrátt fyrir mistur) meðfram öllum þessum framkvæmdum og í kringum eyjuna auk þess sem við heimsóttum aðalstöðvar fyr- irtækisins, sem hafði umsjón með fram- kvæmdunum. Tveir dagar dugðu varla. Neðanjarðar skólphreinsistöð Föstudagurinn 19. maí: Vegna mikils skorts á landsvæði í Hong Kong var neðanjarðarstöð nauðsyn á Stan- leyskaganum. Að mörgu þarf að hyggja við byggingu skólpdælustöðvar og er umhverfisþátturinn þar stór. Þar sem stöðin er staðsett neðanjarð- ar er hægt að stjórna allri loftræstingu og lykt er því ekki vandamál. Góð loftræsting er einnig nauðsynleg til þess að gefa þessum meðhöndlunarferlum sjálfum loft. Hávaði vegna endurkasts hljóðs frá stöðinni er lág- markaður með því að staðsetja hávaðamestu stöðvarnar á sérstökum hljóðdeyfandi svæð- um. Vatnshávaði er einnig hafður í lágmarki. Það eina sem er sýnilegt er aðalinngangur að stöðinni. Þetta verk hefur vakið mikla athygli í Hong Kong þar sem menn sjá nú fram á betri nýtingu á því litla landsvæði sem þeir hafa til umráða. Næsti viðkomustaður:Thailand Helgin 20. og 21. maí: Farið frá Hong Kong til Bangkok. Sunnudagurinn var notað- ur til afslöppunar enda höfðu heimsóknirnar verið stífar. Mánudagurinn 22. maí: Fyrsta heimsóknin í Thailandi var til thailensku rafmagnsveitunn- ar EGAT (Elecetricity Generating Authority ofThailand) Ferðin hófst árla morguns kl. 6:00 á því að ekið var í Kanchanaburi héraðið sem er um 200 km í norðvestur frá Bangkok. I Bangkok fær orðið umferðarteppa nýja merkingu en þar er umferðaröngþveiti allan sólarhringinn. Al- gengt er að fólk verji um fjórum til fimm tím- um í bíl á leið í og úr vinnu. Tilgangurinn var að heimsækja Srinagarind stífluna og raforku- verið við ána Quae Yai. Orkuverið er það stærsta í Thailandi og framleiðir 720 MW auk þess sem svæðið er mjög fallegt og dregur til sín fjölda ferðamanna á ári hverju. Jarðstífla með þéttum kjarna myndar uppi- stöðulón, sem getur geymt 17.745 milljón rúmmetra vatns. Um 200 fjölskyldur þurftu að flytja búferlum til að nægilegt rými fengist fyr- ir uppistöðulónið. I stöðvarhúsinu eru fimm túrbínur og tvær þeirra geta dælt vatni til baka upp í lónið. Á fimm kluklcustunda tímabili á nóttunni, þegar þörfin fyrir rafmagn minnkar, dæla þessar tvær túrbínur um 5 milljón rúmmetrum af vatni til baka upp í lónið. Þetta var okkur fslendingun- um framandi, en Thailendingar hafa elcki úr nógu vatni að spila allt árið, svo að mikilvægt er að geta nýtt það sem best. Menning allrar Asíu í einum skóla Þriðjudagur 23. maí: Það var lagt snemma af stað og eftir tveggja kuklaistunda barning í tælenskri umferðarmenn- ingu vorum við komin á áfangastað. Skólinn AIT (Asian Institute ofTechnology) var stofnað- ur árið 1959 og er einungis fyrir meistara- og doktorsnám. Þeir sem stunda nám við skólann eru skyldugir til að búa á stúdentagörðunum, en það er gert til þess að fólkið kynnist betur. Skól- inn er sóttur af námsmönnum víðsvegar að úr heiminum, en þó mest af íbúum suðaustur Asíu og er takmarkaður fjöldinn frá hverju svæði. Fé- lagslíf virtist vera noklcuð öflugt og reglulega haldin skemmtilcvöld þar sem stúdentar frá mis- munandi þjóðum cru fengnir til að kynna menn- ingu sína fyrir hinum. Á svæðinu er bíó, þannig að það er fátt sem nemendur þurfa að sækja út fyrir skólalóðina. Þetta er gert vegna þess að um- ferð í Bangkok er með því versta sem gerist í heiminum og verður ekki of off sagt frá því. Skólinn sjálfur er hinn glæsilegasti og aðstæður fyrir verklegar æfingar og rannsóknir stórfengleg- ar enda taka þeir að sér rannsóknir fyrir aðila úti á vinnumarkaðnum. Næsta stopp var Sino-Thai Engineering & Construction Public Company Limited, STECON, sem eru leiðandi í öllum meiriháttar byggingarframkvæmdum. Þeir starfrækja eina stærstu stálverksmiðjuna í suðaustur-Asíu, Sino- Thai Pressure Vessel and Iron Works Co. og af- kasta í kringum 2500 tonnum af stáli á mánuði. Sérsvið verksmiðjunnar er stálvirki og kadar. Frá og með miðvikudeginum 24. maí var heimsóknum í fyrirtæki lokið. Sigurður og Björn kvöddu og héldu heim á leið á meðan við hin héldum til thailensku Paradísareyjunnar Phuket. Þar teygðum við úr okkur og nutum lífsins í nokkra daga í þessum heimshluta, sem áður var svo fjarlægur. ...upp í vindinn 23

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.