Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 29

Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 29
STORABELTI OG EYRARSUN D L 1 t 0 N =f= Vu '\ CJ rSP=Eh Þversniö botnganganna í Drogden vió Amager Austurállinn er annars vegar brúaður fyrir bílaumferð með 6,8 km hengibrú, þeirri stærstu sinnar tegundar, sem fer yfir saltan sjó, og fer umferðin um hana á fjórum akreinum. Stærsta haf sem spennt er yfir er 1.624 m. Brúargólfið er rúma 60 metra yfir hafifletin- um þar sem hæst er og stögin ná hæst í meira en 250 metra, og er það töluvert hærra en hæsta fjall Danmerkur. Járnbrautin milli Halsskov og Sprogo er aftur á móti lögð í 8 km löng jarðgöng, þar af 7,4 km boruð berg- göng, en að öðru leyti byggð á landi beggja vegna. Gegnum göngin komust bormenn Danmerkur 15. október 1994. Göngin eru tvöföld og eru 31 þvergöng milli þeirra, m.a. til nota sem flóttaleið. Heildarkostnaður við Stórabeltistenginguna er áætlaður 27 milljarðar danskra ltróna á verð- lagi ársins 1995, en það eru nálægt sextíu Hvalfjarðargöngum. Til að greiða niður þessa geypilegu fjárfestingu er reiknað með vegtoll- um af 14.000 ökutækjum fyrsta árið, sem tengingin er í notkun, og síðan 1% aukningu umferðar á ári. Með þessu mun veghluti teng- ingarinnar greiðast á 14 árum. Eyrarsund Ríkisstjórnir Danmerkur og Svíþjóðar und- irrituðu 23. mars 1993 samkomulag um að koma á föstu sambandi milli landanna um Eyrarsund, með fyrirvara um samþykki þjóð- þinga landanna. Samningurinn var síðan stað- festur 14. ágúst í Danmörku og 24. sama mán- aðar í Svíþjóð. Áður en kom að samningum milli ríkjanna hafði staðið yfir undirbúningur í mörg ár og margir komið að málinu. Sérstak- lega voru uppi áhyggjur um að umhverfi staf- aði veruleg hætta af framkvæmdinni, mun meiri en forsvarsmenn þeirra vildu vera láta. Af þeim sökum var efnt til mikilla umhverfis- rannsókna og mjög vel staðið að áhrifamati. Samt var það svo að litlu munaði að hætt yrði Skipurit um stjórnun Stórabeltis- og Eyrarsundstenginganna. við allt saman vegna efasemda Svía um að endurnýjun sjávar í Eystrasalti yrði nóg eftir að tengingin hefði verið byggð. Árið 1993 hófust framkvæmdir við þessa mestu tengingu milli landa síðan Ermasunds- göngin voru gerð. Er fyrirhugað að þær standi yfir í 7 ár og Ijúki árið 2000. Þó er reiknað með að framkvæmdum á landi Danmerkur- megin verði lokið 1998, en byrjað var á þeim nokkru fyrr. Heildarlengd milli landa er 16 km, og er frá Lernacken Svíþjóðarmegin til Amagereyju við Sjátand, rétt norðan við Kastrupflugvöll og iiggur leiðin framhjá flug- stöðinni. Fyrstu hugmyndir um tengingu voru að fara yfir á svonefndum Salthólma, sem liggur í sundinu milli landanna. Eyjarnar Amager og Saltholm hafa verið nefndar landtuðrur í ís- lenskum bókum, enda lágar og landslag elcki rismikið. Dönum og Svíum þótd þó svo vænt um Salthólminn og það dýralíf sem þar fyrir- finnst, að ákveðið var að þyrma honum og þess í stað að gera nýja eyju sunnan hólmans. Skiptist tengingin um þessa tilbúnu eyju og er brú austanmegin en göng vestanmegin. Brúin yfir Flinterenden, sem er austurállinn, er alls 7,5 km, og samanstendur af tveim stöplabrúm, 2.650 m vesturbrú og 3.740 m austurbrú, en milli þeirra er hábrú, ríflega kílómetralöng stagbrú. Stagbrúin hefur mest haf 490 m og hæð yfir sjó um 60 metrar. Sjálf siglingarennan, sem er 370 metra breið, er undir lengsta hafi hábrúarinnar. Hin tilbúna eyja sunnan Salthólmans er sér- kennileg, um 2 km á lengd en um 100 m á breidd. Fyllingarmassar eru áætlaðir um 4 millj- ónir rúmmetra, þar af 0,7 milljón rúmmetra grjótvörn. Á austanverðri eynni kemur brúin í land og á henni vestanverðri koma botngöngin upp frá vesturálnum, Drogden. Botngöngin eru 3.750 metra löng og verða steypt í einingum á landi. Þær verða síðan dregnar út á sundið og sökkt í þar til gerða rennu á botninum og tengdar saman. Eining- arnar verða lokaðar í endana og ekki opnað á milli þeirra fyrr en allar eru komnar á sinn stað. Einingarnar eru 26 talsins og er hver þeirra 135 metrar á lengd. Þversnið ganganna má sjá á meðfylgjandi mynd. Þegar göngun- um hefur verið komið fyrir eins og fyrirskrifað er verður lögð ofan á þau 1,5 metra grjótvörn. Göngin koma svo á land á Amager í mikilli gjá og tekur stefnuna á vegi sem gerðir eru sér- staklega vegna Eyrarsundstengingarinnar. Jafn- framt er hér um að ræða að hluta endurbygg- ingar vega- og járnbrautarnetsins á Kaup- mannahafnarsvæðinu og færa það í nútíma- legra horf. Við það batnar aðgengi að flugvell- inum við Kastrup, sem nú heitir reyndar Kaupmannahafnarflugvöllur. Alls eru nýjar stofnbrautir Sjálands vegna tengingarinnar um 18 km og nýjar járnbrautir um 9 km. Austanmegin sundsins í Svíþjóð munu verða byggðir 10 km af nýjurn stofnbrautum og nýjar járnbrautir verða 20 km. Innheimta vegtollsins verður í Lernacken í Svíþjóð og verða byggð allmikil mannvirki þess vegna. Kostnaður við þann hluta framkvæmdanna sem telst tenging milli landa er áætlaður um 21 milljarður danskra króna á verðlagi 1995. Gert er ráð fyrir að ríkisjárnbrautir þjóðanna tveggja borgi 300 milljónir DKK á ári og með umferð, sem áætluð er 10.000 ökutæki strax á fyrsta ári með 1,7% árlegri aukningu, er þess vænst að það taki 24 ár að greiða niður lánin af framkvæmdunum. Lengri tíma tekur að end- urgreiða fyrir allar landframkvæmdirnar Dan- merkurmegin, eða um 30 ár, en þeim mun fyrr Svíþjóðarmegin. Þessi tvö stórvirki, sem stuttlega hefur verið sagt frá hér, verður gaman að kynnast þegar þau hafa verið tekin í notkun. Þeir sem ekki geta beðið eftir því er bent á að í Korsor og Kaupmannahöfn í Danmörku og í Málmey í Svíþjóð hafa verið opnaðar sérstakar sýningar tileinkaðar þessum framkvæmdum. Hver veit nema við Islendingar gætum lært af frændþjóð- um okkar um gerð stórra samgöngumannvirkja og ef til vill einnig um vönduð vinnubrögð við umhverfis- og áhrifamat. Víst er að danskir og sænskir verkfræðingar geta verið ánægðir með vel unnið verk um næstu aldamót þegar þess- um stórframkvæmdum lýkur. Heimildir: 1.0resundskonsortiet, Miljo 0resundsforbindel- sen kyst til kyst anlægget 1993, Kaupmannahöfn 1993. 2. 0resundskonsortiet, Den faste forbindelse over 0resund, Kaupmannahöfn 1994. 3. 0resundskonsortiet, 0resundsforbindelsen - Rapport til Vattendomstolen, Kaupmannahöfn, 1994. Þýtt úr sænsku. 4. A/S Storebæltsforbindelsen o.fl., World Bridges in Denmark, Kaupmannahötn 1995. ...upp í vindinn 29

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.