Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Síða 12

Upp í vindinn - 01.05.1996, Síða 12
SENDIRÁÐ í BERLÍN Samnorræna sendi- ráðsverkefnið í Berlín Norrænu sendiráðin á samnorrænu sendiráðslóðinni eiga að vera tilbúin til innflutnings sumarið 1999. Sendiráðslóðin er staðsett miðsvæðis í Berlin og er í næstu nálægð við Tiergarten garðinn. I göngufjarlægð frá sendiráðslóðinni er Brandenburger Tor, verslunargatan Kurfurstendamm og hin þekkta Gedáchniskirche. Sendiráðslóðin sjálf, Klingelhöfer Dreieck Nord, er um 7200 m2 að stærð og er mörkuð af götunum Klingerhöferstrasse, Rauchstrasse og Stiilerstrasse. Fyrir stríð stóðu finnska sendiráðið og sænska sendiráðið á þessari sömu lóð. A lóðinni verða byggðar sex byggingar. Hvert sendiráð Norðurland- anna fimm fær eigin sendiráðsbyggingu, ein byggingin er sameiginleg og hefur verið nefnd "Felleshuset". I þessari byggingu mun öryggis- eftirlit fara fram og öll móttaka á bílaumferð og gangandi umferð inn á sendiráðssvæðið. I byggingunni er biðrými, skrifstofa hvers sendiráðs, mötuneyti, fyrirlestrasalur, fundaraðstaða og sýningarsalir. Danmörk og Svíþjóð munu hafa 50 starfsmenn hvert, Finnland 44, Noregur 30 og ísland 11 starfsmenn. Aðdragandi þeirrar hugmyndar að Norðurlöndin byggðu sendiráð sín á sameiginlegri lóð er sú að ákveðið var eftir fall múrsins og sam- einingu Austur- og Vestur-Þýskalands að flytja höfuðstöðvar þýska sambandsþingsins, stærsta hluta þingsins og ríkisstjórnina til Berlínar, nýrrar höfuðborgar Þýskalands. I kjölfarið á þessum atburði ákváðu Norðurlöndin að flytja aðsetur sín til Berlínar. Tillögu fulltrúa Berlínar- borgar að Norðurlöndin myndu byggja sameiginlegt sendiráðssvæði var vel tekið og hófst undirbúningur að lóðarkaupunum og gerð samnings um samvinnu Norðurlandanna strax. Steindór Guðmundsson var byggingar- verkfræðingur frá Edinborgarháskóla i Skotlandi árið 1974. Hann var eftirlits- verkfræðingur við Sigölduvirkjun, staðar- verkfræðingur við byggingu járnblendis- verksmiðjunnar, gerð Vesturlandsvegar i Kjós og við byggingu sjúkrahúss á Grænlandi. Hann var einnig fram- kvæmdastjóri Verkfræðistofu Stanleys Pálssonar frá 1982 en starfar nú sem 'orstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Eftir að gengið hafði verið frá lóðarkauptinum í júní 1995, var í ágúst sama ár efnt til opinnar arkitektasamkeppni. Utanríkisráðuneyti Dan- merkur og Finnlands, Statsbygg í Noregi, Statens Fastighetsverk í Sví- þjóð og Framkvæmdasýsla ríkisins f.h. utanríkisráðuneytisins buðu til keppninnar. Verkefni samkeppninnar var að gera tillögu að heildarskipulagi svæði- sins þar sem byggingarlist væri látin endurspegla norrænt samstarf, auk þess sem keppendum var ætlað að gera tillögu að aðalbyggingu (Felles- huset) fyrir sameiginlega starfsemi sendiráðanna. Vinningstillögunni var ætlað að ráða innbyrðis afstöðu sendiráðsbygginganna og móta heildar- yfirbragð á húsagerðarlist svæðisins. Meira en 400 arkitektar frá allri Evrópu sóttu samkeppnisgögnin en alls bárust 222 tillögur. Rétt til þátt- töku höfðu ríkisborgarar Norðurlandanna og aðildaríkja EES-samn- ingsins. Vinningshafar samkeppninnar eru austurísku arkitektarnir Alfred Berger og Tiina Parkkinen. Hugmynd þeirra er að mynda borg inni í borg og standa byggingarnar allar við "götur". Vatnsband liggur þvert í gegnum borgina og snerta öll sendiráðin vatnið. Grænn koparveggur tengir allar byggingarnar saman og túlkar sérstöðu og samstöðu Norður- landanna. Jafnframt brúar koparveggurinn tengslin rnilli borgarinnar og hins gróðurmikla Tiergarten. Fulltrúar Islands í dómnefndinni voru Steindór Guðmundsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Sigurður Einarsson, arkitekt FAI. I tengslum við verðlaunaafhendinguna undirrituðu fulltrúar Norður- landanna samning sem felur í sér samvinnu vegna framkvæmda. Nú er í undirbúningi samkeppni um sendiráðsbyggingarnar sjálfar. Sú samkeppni er haldin í viðkomandi landi. Sameiginlegur grunnur í forsögn samkeppnislýsingarinnar er byggður á vinningstillögu fyrri samkeppni, en hvert land fyrir sig setur fram sínar óskir varðandi sitt sendiráð. Lögð verður áhersla á að draga fram einkenni viðkomandi lands í sendiráðsbyggingunum, hvort sem er í skipulagi, útliti, efnisvali eða notkun ljóss svo eitthvað sé nefnt. Flérlendis var ákveðið að efna til opinnar samkeppni sem fólst í hönnun nýbyggingar fyrir starfsemi sendiráðs Islands í Berlín. Keppnin hófst í byrjun mars 1996. 12 ...upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.