Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 16

Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 16
VIRKJUN JÖKULSÁNNA Virkjun jökulsánna norðan Vatna- jökuls og helstu umhverfisþættir, sem tengjast hagnýtingu þeirra Á árunum 1986-1988 hófst á vegum Landsvirkjunar athugun á möguleikum á útflutningi raforku um sæstreng til Skotlands. Þær áætlanir, sem gerðar hafa verið benda eindregið til þess að við núverandi tækni væru engin vandkvæði á að framleiða og leggja sæstreng í þessu skyni og útflutningur á raforku til Skotlands gæti orðið vel samkeppnisfær við ný kola- og olíuorkuver innan fárra ára. Við mat á orkuþörf við hugsanlega sölu um sæstreng er eðlilegast að miða við raforkuframleiðslu frá stórum virkjunum, sem staðsettar eru eins nærri landtökustað sæstrengs og kostur er. Kostnaður við uppbygg- ingu línukerfis innanlands væri þá minnstur og hagkvæmni stórvirkjana yrði mikil vegna fullnýtingar strax í upphafi. Þau vatnsföll, sem einkum hefur verið rætt um að nýta til raforku- framleiðslu í tengslum við hugsanlegan útflutning um sæstreng eru Jökulsá á Brú og Jökulsá á Fjöllum, en að auki kemur að einhverju marki til álita að nýta stórvirkjanir í öðrum landshlutum. Eftir að íýrstu athuganir bentu til þess að hugmyndir um sölu raforku um sæstreng gætu orðið raunhæfar á íýrsta áratug næstu aldar var ákveðið af hálfu Landsvirkjunar í samvinnu við Orkustofnun að íýrirtækin myndu beina auknum rannsóknum að möguleikum á virkjunum í jökulsánum tveim- ur, en þær voru þá skammt á veg komnar. Jafnframt voru fýrirliggjandi hugmyndir um virkjanatilhaganir kynntar í samstarfsnefnd Iðnaðar- ráðuneytis og Náttúruverndarráðs um orkumál (SINO), en á þeim vettvangi hafa frá þeim tíma verið lagðar meginlínur í stefnumörkun og rannsóknum. Á árinu 1991 var ákveðið að yfirfara og bera lauslega saman aliar fýrri hugmyndir um tilhögun virkjana á vatnasviði Jökulsár á Brú og Jökulsár á Fjöllum. Var það gert til að fá gleggri mynd af hagkvæmni einstakra tilhagana ásamt nauðsynlegri miðlunarstærð og helstu umhverfis- áhrifum. Fyrstu rannsóknir í þessum fallvötnum hófust reyndar strax í upphafi aldarinnar, þegar áform voru um að virkja Jökulsá á Fjöllum við Dettifoss, aftur voru áætlanir uppi um virkjun árinnar á fjórða áratugnum og loks upp úr 1970. Tilhögun virkjana í þessum vatnsföllum má í aðalatriðum skipta í þrennt: 1) Virkjun ánna í eigin farvegi. 2) Virkjun Jökulsár á Fjöllum í eigin farvegi, en Jökulsá á Brú veitt til Fljótsdals 3) Veita og virkjun Jökulsár á Fjöllum til Jökulsdals og Fljótsdals, og Jökulsá á Brú virkjuð til Fljótsdals. Lausleg kostnaðaráætlun þessara virkjunarleiða leiddi í ljós, að leið 3 er hagkvæmust og leið 1 er langóhagkvæmust og auk þess eru margir tæknilegir annmarkar á þeirri leið. Allar áætlanir um virkjun ánna fram til ársins 1978 byggðust á virkjunum í eigin farvegi, en engar teljandi rannsóknir hafa verið gerðar á þeim virkjunarmöguleikum í tvo áratugi. 1 febrúar 1992 ákvað samstarfsnefnd Iðnaðarráðuneytis og Náttúru- verndarráðs um orkumál (SINO) ásamt Landsvirkjun og Orkustofnun að gera samanburð á umhverfisáhrifum 6 mismunandi virkjunartilhagana Helgi lauk fyrrihlutaprófi í byggingat- verkfræði frá H,í. 1970 og lokaprófi frá Tækniháskólanum í Lundi 1973. Hann stundaði framhaldsnám í Stokk- hólmi 1978-1979 á sviði áætlana- gerðar og skipulags. Helgi hefur unnið á verkfræðideild Landsvirkjunar frá 1984 og er nú deildarstjóri umhverfisdeildar á verkfræði- og framkvæmdásviði Landsvirkjunár. Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú þar sem ánum var veitt til Fljótsdals. Voru fengnir til verksins menn, sem best þekkja til þessara málaflokka á svæðinu. I skýrslu þeirra var íjallað um landslag og jarðfræði, gróðurfar og landgreiningu, fuglalíf, áhrif á hreindýr og ferðamennsku. Niðurstaða þessarar úttektar var sú að æskilegra var talið, út frá umhverfissjónar- miðum, að veita Jökulsá á Fjöllum til Jökuldals um Arnardal fremur en um Fagradal, eins og fýrri áætlanir miðuðust við, ef ákveðið verður að veita Jökulsá á Fjöllum yfir til Fljótsdals. Rannsóknir síðustu ára benda til þess að miðlun í Arnardal er ekki síður hagkvæmur kostur en miðlun og veita frá Fagradal þannig, að hagkvæmni og umhverfissjónarmið fari þar saman, ef áin verður virkjuð til Fljótsdals. Yrði ánni þá veitt um göng frá Arnardalslóni niður að Efra-Jökuldal og virkjun reist þar (Arnardals- virkjun), þaðan yrði henni veitt um göng yfir til Fljótsdals með virkjun þar (Brúarvirkjun). Sjá yfirlitskort. I öllum þeim virkjunartilhögunum, sem verið hafa til skoðunar undanfarin ár hefur verið gert ráð fýrir miðlun og virkjun Jökulsár á Brú frá Hálslóni, sem myndast sunnan við stíflu við Kárahnúka. Er miðlun þar raunar forsenda fýrir hagkvæmri virkjun Jökulsár á Brú. Unnt er að virkja ána á tvennan hátt með veitu til Fljótsdals. Annars vegar yrði um að ræða ein veitugöng frá Hálslóni til Fljótsdals með stöðvarhúsi þar (Kárahnúkavirkjun) til Fljótsdals. Hinn möguleikinn væri að virkja ána í tveimur áföngum frá Hálslóni, þ.e. með göngum að Efri-Jökuldal og stöðvarhúsi þar (Hafrahvammavirkjun) og þaðan með göngum að stöðvarhúsi við Fljótsdal. Sjá meðfýlgjandi yfirlitskort af þessum tilhögunum. Umhverfisrannsóknir á samanburðarstigi áætlana og rannsókna virkjunarkosta hafa að verulegu leyti mótast af landþörf og röskun vegna miðlunarlóna, enda eru vatnsvegir og stöðvarhús allra tilhagana með virkjun ánna til Fljótsdals neðanjarðarmannvirki. Einnig hafa rannsóknir síðustu ára beinst að þeim áhrifum, sem breytt rennsli mun líklega hafa í för með sér í Lagarfljóti og við ósa ánna. Rannsóknir sl. þrjú ár hafa einkum beinst að virkjun Jökulsár á Brú, sem líklegt er að verði virkjuð fýrr. Áhersla hefur verið lögð á vatnamælingar og gerð rennslislíkans fýrir ána og á síðasta ári hófust fýrstu vettvangsrannsóknir vegna jarðganga- og stíflugerðar. Hér að neðan mun ég fjalla nánar um helstu umhverfisþætti, sem menn munu beina sjónum sínum að á 16 ...upp l vindinn

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.