Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 49

Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 49
HVALFJARÐARGÖNG UO.hiU/t Eusrawr- Jókubungt Stórairík i tðhamar Kastali X® Háimelui Mi&húsasel Yik-urhóli fimelur Unnn-Timjstaðif) 'rústir ■ 'tandhóll Hnefi Melahnúkur 'AVABM 208 Dýjadalshpúkur G+afar Bjarg* la'sor Ðurqfoss lÝ^tyelg«ri >fóragróf xArtún) Snfitáinaak/efK/t Af hverju djúp göng, en ekki falleg brú? Algengasta tenging vegar yfir á eða fjörð er með brú. Unnt væri að gera brú yfir Hvalfjörð. Margir halda því fram að hentugra yrði að gera brú; tæknin við hönnun og smíði þrautprófuð og gerð mannvirkis algeng og vel þekkt. Þá megi vænta þess að fleiri færu yfir fallega brú en fengjust til þess að fara um djúp göng. Allt orkar tvímælis þá gert er. Benda má á kosti og galla við báðar aðferðir: Brú kynni að hafa sjónrænt gildi sem fagurt mannvirki. Jafnframt yrði brúin áberandi í landslaginu og hætt við að það yrði ekki léttur leikur að ná samstöðu um brúna og samþykki réttra aðila. Göngin hverfa hins vegar ofan í jörðina og breyta því hvorki landslagi né lífríki. Síðast en ekki síst er þess að geta að við núverandi tæknistig má ætla að berggöngin séu ódýrasti kosturinn. Sá gamli brúarsmiður, sem er höfundur þessa máls, getur raunar fúslega upplýst að honum hefði þótt brú á Hvalfjörð áhugavert verkefni. Er gangagerðin ekki áhættusöm framkvæmd? Það er von að spurt sé hvort jarðgöng undir Hvalfjörð, sem fara 160 metra ofan í jörðina, séu eltki áhættusöm framkvæmd. I Vestfjarða- göngum, sem eru hátt uppi í fjöllum, varð mikið vatnsinnstreymi. Er ekki mikil hætta á fleirum, áttu einnig samstarf við Hrauneyja- foss- og Blönduvirkjanir, auk Vestfjarðaganga. Við Hvalfjarðargöng er áætlað að starfi milli 60 og 80 manns og um eða yfir 90% af þeim verði Islendingar. að það endurtaki sig þegar komið er langt undir sjávarmál og allt Atlantshafið er fyrir ofan? Eftirfarandi skýringar eiga hér heima: Veggöng sem gerð hafa verið áður hér á landi eru öll svonefnd „drenuð“ göng, en í því felst það að bergið umhverfis göngin er ekki þéttað á kerfisbundinn hátt, en þess í stað er því vatni, sem kemur úr berginu í göngin, veitt út úr þeim í ræsum. Þetta á meðal annars við um Vestfjarðagöngin. Breiðadalsheiðin er mikill fjallgarður. Inni í fjallinu liggur grunnvatnsborðið 300 m ofan við jarðgöngin eða tvöfalt hærra en yfirborð hafsins er yfir Hvalfjarðargöngum. Við þessar aðstæður reyndist vatnsagi meiri en við yrði ráðið með framræslu, (,,dreneringu“) og þurfti því að nota þéttingu með sementsgraut í nokkrum mæli við framkvæmdina á sama hátt og gert verður kerfisbundið í Hvalfjarðar- göngum. Hvernig fer slík þétting fram? Boraðar eru holur sem mynda svonefnda „grouting fan“. Um er að ræða 25 m langar holur í keilufleti út á við fram fyrir bergstálið. Ef vatnsleki úr holum verður yfir ákveðnu hámarki, er dælt í þær sementsgraut, sem lokar og þéttir opnar sprungur í berginu. Að þessu loknu er borað og sprengt á hefðbundinn hátt. I Vestfjarðagöngum reyndist unnt að hafa stjórn á vatnsinnstreyminu með ofangreindri aðferð. Upplýsingar, sem fyrir liggja um berg- lögin undir Hvalfirði, benda ekki til annars en að þessi aðferð muni einnig heppnast þar. Öryggi vegfarenda. Hvað gerist ef slys verður í göngunum, t.d. ef kviknar í bíl? Ymsar ráðstafanir verða gerðar til þess að tryggja öryggi vegfarenda. Komið verður fyrir lýsingu, loftræsibúnaði og neyðarsímum. Tölfræðireikningar sýna að minni hætta steðjar að bíl sem fer um göngin, en öðrum sem fer fýrir fjörðinn. Erlendis víða eru veggöng orðin algeng og komin reynsla af notkun þeirra, sem stuðst er við. I Noregi eru t.d. nærri 600 km. af veg- göngum. Lengd Hvalfjarðarganga verður 5,8 km. og tekur 6 mínútur að fara gegnum þau, miðað við 60 km/klst hraða. Vegurinn verður ýmist tvær eða þrjár akreinar á breidd eins og vegur- inn yfir Hellisheiði. Það er skoðun undirritaðs að þegar til kemur verði það ökumönnum kærkomin tilbreyting að skjótast gegnum göngin. Loks má geta þess að stórviðri, snjór, hálka og skafrenningur munu ekki spilla færð í göngunum. Þýðing Hvalfjarðarganga. Fyrirhuguð Hvalfjarðargöng stytta vega- lengdina milli Reykjavíkur og Akraness um 60 km. Leiðin norður í land styttist um 45 km. Þegar vegur verður lagður yfir Leirárvog norð- an Akraness, styttist leiðin norður svipað og á Akranes. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar hafi hvetjandi áhrif á uppbyggingu iðnaðar og atvinnulífs. Þegar göngin eru komin verður Akranes í svipaðri ökufjarlægð frá Reykjavík og þéttbýliskjarnarnir á Suðurnesjum og austan við fjall. Verður því unnt að tala um verulega stækkun á sameiginlegu atvinnusvæði á þessum landshluta og þess að vænta að ýmiss konar ávinningur fylgi í kjölfarið. Hin nýja leið eykur væntanlega straum ferðamanna, en þjónusta tengd ferðamennsku verður stöðugt þýðingarmeiri þáttur atvinnulífsins. ...upp í vindinn 49

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.