Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 13
SENDIRÁÐ í BERLÍN
Þó að samkeppnirnar um sendiráðsbyggingarnar sjálfar séu ekki
haldnar sameiginlega af Norðurlöndunum, eru þær í nánu samstarfi
þjóðanna á milli og eru haldnar samtímis í löndunum. Danir, Svíar og
Norðmenn eru með lokaða samkeppni að undangengnu forvali, Finnar
og Islendingar, eins og áður sagði, halda opnar samkeppnir.
Verkefni keppenda er ekki einfalt þar sem leitað er að sjálfstæðri og
hagkvæmri byggingu sem dregur fram íslensk einkenni og hæfir þeirri
starfsemi sem þar mun fara fram en fellur jafnframt vel að
heildarskipulagi svæðisins.
Dómnefndarstörf munu að hluta til fara fram hér á landi og að hluta
til í Berlín. Dómnefndin mun velja 5 tillögur sem til greina koma til
verðlauna eða innkaupa. Þær tillögur sem valdar verða, verða síðan
skoðaðar nánar af dómnefnd og ráðgjöfum hennar á samnorrænum
dómnefndarfundi sem haldinn verður í Berlín.
Skarphéðinn Berg Steinarsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu er
formaður dómnefndar. Með honum í nefndinni sitja Sigríður Sigurðar-
dóttir, arkitekt Framkvæmdasýslu ríkisins og Sigurður Einarsson,
arkitekt FAÍ.
Áætlað er að byggingaframkvæmdir hefjist í desember á þessu ári. Þá
verður fýrsta skóflustungan tekin, með þeim fyrirvara að öll skilyrði
fyrir byggingarleyfi hafi verið fengin. 011 stjórnun og samræming bæði
hvað varðar hönnun og framkvæmdir á sameiginlegu byggingunni og á
sendiráðunum fimm verður stjórnað af einum aðila, þ.e. Statens
Fastighetsverk, systrastofnun Framkvæmdasýslu ríkisins í Svíþjóð.
Statens Fastighetsverk til aðstoðar verður ráðið þýskt ráðgjafarfyrirtæki
til að auðvelda samskipti við þarlenda aðila og tryggja að þýskum
reglugerðum verði framfylgt. Stjórnunarhópur sem í sitja fulltrúar allra
Norðurlandanna mun síðan fylgjast með að óskum verkkaupa verði
uppfyllt.
Mótorvindingar
og aðrar rafvélaviðgerðir
á vel búnu verkstæði
Raflagnaþjónusta
í skipum, verksmiðjum
og hjá einstaklingum
Vatnagörðum 10 • Reykjavík
S 568-5854/568-5855 • Fax: 568-9974
...upp í vindinn
13