Upp í vindinn - 01.05.2011, Page 7

Upp í vindinn - 01.05.2011, Page 7
Steyptur biti brotinn í VR-III ínámskeiðinum Steinsteypuvirki 1 og Greining Burðarvirkja 2 (Ljósmynd: Vilhjálmur Sigurjónsson) erlendum stofnunum og háskólum. Greinar sem birtar hafa verið úr doktorsrannsóknunum má finna á heimasíðu deildarinnar. Raj esh Rupakhety varði á árinu doktorsri tgerð sína, Contemporary issues in earthquake engineering research: processing of accelerometric data, modelling of inelastic structural response, and quantification of near-fault effects. Ritgerðin fjallar um þrjú viðfangsefni sem eru ofarlega á baugi á sviði jarðskjálftaverkfræði: (1) úrvinnsla hröðunarmæligagna og ákvörðun varanlegrar færslu yfirborðs, (2) gerð stærðfræðilíkana af svörunarrófi ólínulegra kerfa og (3) ákvörðun nærsviðsáhrifa sem skipta máli fyrir mannvirkjagerð. Leiðbeinandi Rajesh var prófessor Ragnar Sigbjörnsson og í doktorsnefndinni voru prófessor Apostolos S. Papageorgiou, University of Patras, Grikldandi, og Prófessor Athol J. Carr, University of Canterbury, Nýja Sjálandi. Rajesh starfar nú við Rannsóknarmiðstöð Háskóla Islands í jarðskjálftaverkfræði við rannsóknir auk þess sem hann sinnir kennslu við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild. Rannsóknir Deildarfólk leiðir og tekur þátt í mörgum rannsólcnarverkefnum í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. Niðurstöður rannsókna eru birtar í alþjóðlegum tímaritsgreinum og má finna lista af greinum á heimasíðu deildarinnar (von.hi.is/ub). A heimasíðum deildarfólks er að finna frekari upplýsingar um vísindagreinar og annað útgefið efni, ráðstefnukynningar, rannsóknarverkefni og kennslu. Meistaranemarnir eru: Asta Ósk Hlöðversdóttir (Impacts of Climate Change on Wastewater Systems in Reykjavík), unnið í samstarfi við Veðurstofu Islands og Mannvit; Ldrus Rúnar Astvaldsson (Blý í neysluvatni í húsum. Könnun á þremur vatnsveitusvæðum á SV-Islandi), unnið í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur; Oskar Gísli Sveinsson (Implementation of the Earned Value and Earned Schedule methods for project cost and schedule control in the Icelandic construction industry), unnið í samstarfi við Atafl ehf.; Mario A. Rodas (Preliminary Environmental Impact Assessment for the Geothermal Field Chachimbiro in Ecuador. A Case Comparison with Bjarnarflag Geothermal Field in Iceland), unnið í samstarfi við Mannvit; Guðbjörg Esther G. Vollertsen (Removal of heavy metals in a wet detention pond in Reykjavik), unnið í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur; Jakub Ziótkowski (Use of Heat Pumps in Passive Solar Houses), unnið í samstarfi við Isor og Nýsköpunarmiðstöð Islands; Jón Guðni Guðmundsson (Jarðskjálfta- greining á samverkandi stálbitabrú: Nærsviðsáhrif við Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008) unnið í samstarfi við Vegagerðina; Trausti Hannesson (Seismic Analysis and Design of a Concrete Arch Bridge) unnið í samstarfi við Tækniháskólann í Danmörku; (Trausti útskrifaðist frá DTU); Ólína Kristín Sigurgeirsdóttir (Stagbrú yfir Ölfusá, Hönnun og athuganir á mismunafærslum) unnið í samstarfi við Verkfræðistofuna Eflu; og Elisabet Björney Ldrusdóttir (Fuel Usage of Selected Road Vehicles Operating on Common and Alternative Fuels in Iceland 2009-2010. Incorporating Driving Behavior and Vehicle Characteristics) unnið í samstarfi við íslenska Nýorku og SAGAsystem. 7

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.