Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 10

Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 10
Hlutverk verkfræðinga í umhverfismálum Kristveig Sigurðardóttir Varö stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1996. Hún lauk burtfararprófi, DipABRSM, frá Söngskólanum í Reykjavík 2001 og B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla íslands 2004. Kristveig lauk Civ.lng. prófi með áherslu á umhverfis- og skipulagsmál frá Kungliga Tekniska Högskolan i Stokkhólmi 2007. Hún hlaut 2009 réttindi til að vera matsaðili fyrir BREEAM International umhverfisvottunarkerfið. Kristveig hefur meðal annars starfað við stærðfræðikennslu við Menntaskólann á Egilsstöðum, landvörslu í Jökulsárgljúfrum, skipulagningu námskeiðs við KTH í Stokkhólmi og söng í Kór íslensku óperunnar. Krístveig er stjórnarformaður bæði Vistbyggðarráðs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún hefur frá hausti 2007 starfað hjá Almennu verkfræðistofunni. VERKFRÆÐINGAR HAFA AFGERANDI þýðingu á vegferð mannfólksins í átt að sjálfbærum lifnaðarháttum. Mörg af okkar stærstu umhverfis- vandamálum má leysa með góðri blöndu af viðhorfsbreytingum í samfélaginu og þróunar nýrrar tækni og hönnunarlausna. Ljóst er að strax á hönnunarstigi er grunnurinn lagður að mjög stórum hluta umhverfisáhrifa mannvirkis eða vöru og verkfræðingar geta því með hönnun sinni haft gríðarleg áhrif á um- hverfið bæði í nútíð og framtíð. Aherslan í umhverfismálum hefur að undan- förnu verið að færast í auknum mæli yfir í fýrirbyggjandi aðgerðir í stað þess að vandamálin séu leyst eftir á. Víða er verið að vinna að því að bæta vinnu- og framleiðsluferli, afurðir og hönnun með því að endurhugsa málin frá grunni út frá umhverfissjónarmiðum. Það er einmitt hlutverk okkar verkfræðinga að vinna að slíkri þróun og takast þannig á við þá ábyrgð sem á okkur hvílir. Sjálfbær þróun í byggingariðnaði Sjálfbær þróun er hugtak sem var sett fram í svokallaðri Brundtlandskýrslu árið i 987 en þar er hún skilgreind sem þróun sem fullnægir þörfurn samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum. I hugum margra snýst sjálfbær þróun nánast eingöngu um að vernda náttúruna en í rauninni tekur sjálfbær þróun í grundvallaratriðum á þremur jafn mikilvægum þáttum; vistfræðilegum, félags- og menningarlegum og efnahagslegum. Þegar fjallað er um vistvæna hönnun bygg- inga og sjálfbæra þróun í byggingariðnaði er vissulega hugað að vistfræðilegum þáttum eins og notkun auðlinda, mengun og úrgangsstýr- ingu. Hins vegar er ekki síður litið til lausna sem eru hagkvæmar og lausna sem eru þannig úr garði gerðar að þær séu þægilegar og hentugar fyrir notendur byggingarinnar. Umhverfislausnir sem eru allt of dýrar eða henta illa fýrir notkun hússins eru ekki það sem leitað er eftir. Það hefur til að mynda lítið gildi að hanna byggingu sem fólki líður ekki vel í og slík bygging myndi ekki flokkast sem vistvæn. Askorunin felst í því að fínna lausnir sem samþætta framangreinda þrjá þætti sjálfbærrar þróunar. Vistvæn hönnun bygginga Hvatar til að hanna og byggja með vistvænum áherslum eru margir og snerta meðal annars lágmörkun á auðlindanotkun og kostnaði, vellíðan fólks í byggingum og vönduð vinnubrögð. Auðlindir heimsins eru ekki óþrjótandi og í Evrópu er til dæmis talið að um 40 % af orku- og hráefnanotkun samfélagsins fari í byggingariðnað. Með betri hönnun og vali á efnum, með tilliti til líftíma þeirra frá framleiðslu til niðurrifs, má minnka þessa auðlindanotkun verulega. Vel menntaðar þjóðir í norðri, eins og við 10 ...upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.