Upp í vindinn - 01.05.2011, Page 11

Upp í vindinn - 01.05.2011, Page 11
Hlutverk verkfræðinga í umhverfismálum tíðkuðust víða á árunum 2005-2007 hafa hins vegar sett svolítið bakslag í þessa þróun og gæði margra húsa sem byggð voru á þessu tímabili eru ekki eins og við vildum helst hafa þau. Eins má segja að margar af þeim erlendu aðferðunt sem hér hafa rutt sér til rúms á undanförnum 10-15 árum henti illa fyrir íslenskar aðstæður. Dæmi um þetta eru aðferðir sem stytta framkvæmdatímann, t.d. notkun forsteyptra eininga, plastkubba og bjálka. Stundum er um útlitsleg atriði að ræða, t.d. flöt þök. I vistvænum lausnum er lögð áhersla á að tryggja gæði þeirra aðferða og vinnubragða sem notuð eru, bæði við hönnun og í framkvæmdinni sjálfri. Til þess að færa þróunina áfram er nauðsynlegt að fara út fyrir ramma „hefðbundinnar" hönnunar og finna svigrúm og tækifæri til að þróa nýjar og vistvænni lausnir. Vegna tímaskorts íslendingar, eyða meirihluta ævinnar innandyra og því er mikilvægt að þar fari vel um fólk. Vistvænar áherslur eiga að ná utan um þennan þátt og tryggja að vellíðan notenda sé höfð að leiðarljósi við hönnun og byggingu húsa. Enn þann dag í dag er algengt að lágmörkun framkvæmdakostnaðar sé eini hagræni þátturinn sem litið er til við hönnun bygginga. I vistvænni hönnun er ávallt lögð áhersla á langtímahugsun. Þegar að hagrænum þáttum kemur er það líftímakostnaður sem horft er til, þ.e. kostaður á öllum líftíma byggingarinnar og leitast er við að lágmarka heildarkostnað fremur en einungis framkvæmdakostnað. Enn eitt sem skiptir ekki minna máli eru vönduð vinnubrögð, notkun aðferða sem henta fyrir aðstæður á hverjum stað og gæðatrygging. Það er auðvitað deginum ljósara að byggingar á Islandi eru í dag margfalt vandaðri en þær voru fyrir 100 árum. Hraðinn og vinnubrögðin sem “mhver * 'ekstr. Nýsköpun ^stjórnun ku- o% nanot.kur' Stuöla aö veUíöan f Hámarka notagildi byggingarinnar Velja rétt byggingarefni Dæmi um vistvænar áherslur MAKING MODERN LIVING POSSIBLE Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfið Ofnhitastillar • Gólfhitastýringar • Þrýstistillar Hitastillar • Mótorlokar • Stjórnstöðvar Varmaskiptar soðnir og boltaðir Úrval tengigrinda á lager Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Danfosshf. • Skútuvogiö • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is f

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.