Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 16

Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 16
Verkfræðingar frá Venus Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir Sviðsstjóri byggingarsviðs tækni-og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík IVenus STARFA,læra ogleika sér verkfræð- ingar, verkfræðinemar, tæknifræðinemar, tölvunarfræðingar, stærðfræðingar, eðlis- fræðingar og fleiri góðir. Venus er ein álman í byggingu Háskólans í Reykjavík, en út frá miðrými byggingarinnar, Sólinni, ganga álmur sem sækja nöfn sín í sólkerfið og reikistjörnur þess. Tækni- og verkfræðideild skólans er í Venus, næsta álma er Mars og á milli þeirra er Jörðin. Lítum inn í Venus einn góðan veðurdag í janúar 2011 og könnum hvað nokkrir verð- andi verkfræðingar eru að bauka, beinum sjónum okkar sérstaklega að byggingar- verkfræðinemum. Hefjum leiðangurinn á fyrstu hæð í Venus á rannsóknarstofu byggingarsviðsins. Þar er meistaranemi í Mannvirkjahönnun að kanna brotþol súlu sem umvafin er basalttrefjamottu. Súlan er í hrömmum Eiríks rauða sem þrýsta henni miskunnarlaust saman (Eiríkur rauði er brotpressa). V ið súluna eru tengdir streitunemar til að fylgjast með áhrifum álagsins á súluna og basalttreijarnar og á tölvuskjám má fylgjast með þróuninni. A gólfinu standa í röð súlur sem lent hafa í hrömmum Eiríks rauða, gefið eftir og brotnað. Markmiðið er að kanna hvort og hvernig brotþol súlnanna eykst við það að basalttreíjamottum sé vafið um þær. Til samanburðar hafa verið brotnar súlur með lágmarksbendingu samkvæmt Evrópustaðli (EC-2). Þessar súlur brotnuðu stökku broti með miklum hvelli. Steypusprenging með steypubrotahríð. Hvað skyldi gerast nú þegar súlan er vafin basalttrefjamottum? Eykst brotþolið? Hvernig verður brotið? Otal spurningar hljóta að þjóta um hug áhugasamra áhorfenda, sem auk meistaranemans eru starfsmenn og nemendur úr nærliggjandi kennslustofum. Spenna og eftirvænting liggur í loftinu. Lágvært en stöðugt suðið í brotpressunni magnar spennuna. Það er sem Eiríkur rauði rymji og roðni við áreynsluna. SMELLUR. Eitthvað gefur sig. Línurit á tölvuskjám sýna fall í streitu og álagi. Ahorfendur halda niður í sér andanum - en nei, Eiríkur rauði verður að gera betur. Starfsmaður hættir sér nær súlunni og bankar í hana með hamri. Hljóðið er gjallandi sem slegið sé í stál en ekki steinsteypu. Eiríkur rauði rymur og herðir takið á súlunni. Spennan er gífurleg. A tölvuskjá sést hvernig álagið frá hrömmum Eiríks rauða eykst, hægt og sígandi, nær fyrri álagstoppi og þokast upp fyrir hann. Eiríkur rauði öskrar af reiði. Hann skal brjóta súluna. Hann skal. Áhorfendur stíga eitt skref aftur á bak. Eiríkur rauði öskrar enn meðan basalttrefjarnar rifna, og enn öskrar hann i • -r ■ 1 'E k 'i r ' íj ^wfgw^'jí' 1 í •1 1 i 1 |W;v | | . 1 Súlubroc undirbúið. Eiríkur rauði klár í slaginn. 16 . upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.