Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 20

Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 20
við Háskóla íslands Edvarð Júlíus Sólnes Stúdentspróf frá MA 1955 Fyrrihlutapróf í verkfræði frá H.f. 1958 MS próf í byggingarverkfræði frá DTU 1961 Nám í jarðskjálftaverkfræði við International Institute of Seismology and Earthquake Engineering, Tokyo, Japan 1963-64. PhD í byggingarverkfræöi frá DTU 1966. Lektor við DTU 1970-1973 Prófessor við verfræðideild H.í. 1972-2007 Gistiprófessor við fjölmarga erlenda háskóla svo sem CALTECH, MIT og fleiri. (UNAM í Mexíkó, Universidad de Chile í Santiago, Universidad de Sevilla í Sevilla á Spáni, Technische Universitaet Karlsruhe, DTU, Fredricks Technical University i Nikósia á Kýpur.) Ráðgjafarverkfræðingur ( Reykjavík frá 1965 til nú. Verkefni viða um heim, m.a. í Mexikó, Florida, Puerto Rico og Jamaika. í bæjarstjórn Seltjarnarness 1978-82 og alþingismaður 1987-91. Fyrsti umhverfisráöherra landsins 1990-1991. Formlegt verkfræðinám við Háskóla fslands hófst haustið 1940. Leiðir námsmanna til Danmerkur og Þýzkalands höfðu lokazt vegna heimstyrjaldarinnar, en þangað höfðu íslenzkir stúdentar aðallega leitað tæknimenntunar fyrir stríð. Reyndar höfðu ekki ýkja margir íslendingar lokið verkfræðinámi fram að stríði. Fyrstur íslenzkra verkfræðinga var Sigurður Thoroddsen, en hann lauk prófi frá danska fjöllistaháskólanum (Polyteknisk læreanstalt, nú Danmarks tekniske universitet (DTU)) í Kaupmannahöfn 1891. Tuttugasta öldin með lagningu símans, rafvæðingu landsins og viðamiklum samgöngubótum kallaði á fleiri verkfræðinga. Allmargir stúdentar lögðu því leið sína til Þýzkalands á þessum árum og sóttu menntun í hina stóru tækniháskóla þar, en flestir fóru til Danmerkur. Aðeins fjórir verkfræðingar höfðu sótt nám til enskumælandi landa, þegar hér var komið sögu. A árunum fyrir stríð var enskukunnátta okkar fslendinga ekl<i mikil og áhugi á námi í Englandi og Bandaríkjunum því lítill. Tækniþekking okkar jókst hægt og rólega fram að seinni heimstyrjöldinni, og íslenzkir verkfræðingar náðu öruggri fótfestu í landinu. Verkfræðideild Háskóla fslands verður til Milli 1930 og 1940 var oft fjallað um verkfræðinám á fslandi og talið skynsamlegt, að undirstöðunám í verkfræði færi hér fram en framhaldsnám við erlenda háskóla. Voru margar ályktanir þessa eðlis samþykktar á félagsfundum Verkfræðingafélags Islands og sendar yfirvöldum og Háskóla fslands til athugunar. Undirtektir voru frekar dræmar og áhugi háskólans nær enginn. Þar voru hugvísindamenn í fararbroddi og skólanum fyrst og fremst ætlað að mennta verðandi embættismenn, presta, lögfræðinga og lækna. Verkfræði var talin óæðra nám sem ekki ætti heima í háskóla. Þegar til stóð að byggja svokallað atvinnudeildarhús á háskólalóðinni (gamla húsið fyrir ofan Gamla garð), var mikil andstaða gegn því í háskólaráði. Menn vildu eltki fá „illa þefjandi“ starfsemi inn á háskólalóðina. Alexander Jóhannesson rektor háskólans mætti á fund Verkfræðingafélagsins haustið 1940, þar sem verkfræðinám á íslandi var til umræðu. Hann var maður víðsýnn og mjög framfarasinnaður. Fór svo að háskólinn tók málið að sér og efndi til kennslu í fyrrihluta verkfræði strax um haustið. Var námið sniðið eftir námsskrá verkfræðiháskólans í Kaupmannahöfn, DTU, og Finnbogi Rútur Þorvaldsson byggingarverkfræðingur skipaður forstöðumaður 20 ...upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.