Upp í vindinn - 01.05.2011, Síða 27

Upp í vindinn - 01.05.2011, Síða 27
Mat á orkutapi eftir aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar Mynd 1 - A Ijósmyndinni vinscra megin er basalcyfírborð aðrennslisganga Kárahnjúkavikjunar skannað. A Ijósmynd hægra megin má sjá innra borð pípa sem prófaðar voru í Lagnakerfamiðscöð Islands Grein þessi er stutt kynning á smáskalatilraunum þar sem þrýstifall eftir löngum, mishrjúfum pípum við fullkomið iðustreymi var mælt. Tilraunirnar voru unnar á Lagnakerfamiðstöð Islands sumar og haust 2010. Nýsköpunarsjóður námsmanna styrkti Gísli Stein Pétursson, B.Sc. í umhverfis- og byggingaverkræði til þess að setja tilraunirnar upp og hanna þær sumarið 2010. Haustið 2010 nýttu Anna Kasprzyk og Katarzina Filipek sér þá vinnu í meistaraverkefni sitt og keyrðu nokkur tilraunasett í viðbót ásamt þvt' að vinna úr niðurstöðunum. Þær útskrifuðust af vatnsaflsbraut RES-skólans á Akureyri í febrúar 2011. Bakgrunnur verkefnis I tengslum við hönnun Kárahnjúkavirkjunar var sett á laggirnar rannsóknarverkefni til þess að leggja mat á straumfræðilegt hrýfi aðrennslisganga virkjunarinnar. Göngin eru 40 km löng, boruð að mestu í gegnum basalt en einnig setberg. Þau eru að stærstum hluta ófóðruð (77 %). Við hönnun virkjunarinnar var reiknað með því að um 80 m af 600 m heildarfallhæð virkjunarinnar töpuðust vegna viðnáms við gangaveggi, við hönnunarrennslið 144 m3s-l. Ovissa var áætluð 10 - 15 % af heildarfallhæð. Orkutapið var reiknað út frá fremur grófu mati á straumfræðilegu hrýfi gangaveggjanna, þar sem slík þekking var eltki til staðar í heiminum. Því þróuðu straumfræðihönnuðir virkjunarinnar aðferðafræði til þess að meta hrýfið nákvæmar og þar með orkugetu virkjunarinnar (Kristín Martha Hákonardóttir o.fl., 2009a). Utreikningunum var fylgt eftir með beinum mælingum á falltapi eftir göngunum eftir að virkjunin var gangsett og frekari rannsóknum á orkutapi eftir hrjúfum pípum við fullkomið iðustreymi með smáskalatilraunum á tilraunastofu. Fræði Aðferðafræðin sem þróuð var við endurmat á hrýfi aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar tvinnaði saman kerfisbundna, sjónræna flokkun gangaveggjanna og hárnákvæm- ar lasermælingar af hluta sjónrænt flokkuðu svæðanna (nákvæmni mælinga var 0.1 mm, sjá mynd 1). Um 1 m löngum, laserskönnuðum sniðum af gangayfirborðum var 1) varpað yfir í eina kennistærð sem var lýsandi fyrir hrjúfleika sniðsins og 2) þeirri kennistærð varpað yfir á sandkornahrýfi Nikuradses (straumfræðilegt hrýfi). Þar með fékkst endurbætt mat á orkutapi eftir göngunum og hrýfisstuðlum þeirra. Vinnan fór fram samhliða borun ganganna og reiknaðist falltap eftir göngunum um 70 m. Þessi aðferðafræði byggir að hluta til á vinnu vísindamanna við háskólann í Natal í Suður Afríku við að meta straumfræðilegt hrýfi fyrir sandstein, granít og sprautusteypu í vélborðum göngum Lesotho virkjunarinnar (G.G.S. Pegram og M.S. Pennington, 1996). Það mat hefur nú verið sannreynt út frá mælingum á raunverulegu orkutapi (falltapi) á sex stöðum niður eftir göngunum. Sá samanburður hefur leitt í ljós að orkutap var lítillega ofmetið og virðist ónákvæmni vera mest eftir hrjúfasta hluta ganganna (Kristín Martha Hákonardóttir o.fl., 2009b). Veikasti hluti þeirrar aðferðafræði sem notuð www.rennsli.is iwiK$t (20 óx RENNSLh I pípulagnir • sími 565 8830 ■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.