Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 30

Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 30
Grunntíðnin var fengin með því að rispa pípurnar að innan með pússningarhaus sem festur var á langt skaft á borvél, skaftinu var stungið inní enda rörana og rörin rispuð að innan. Dýpri rispur voru gerðar í rennibekk með sérsmíðuðum borhaus sem hægt var að stilla fyrir misdjúpar rispur. Niðurstöður Með tilraununum gefst kostur á að draga ályktanir um nákvæmni mismunandi aðferða við útreikninga á straumfræðilegu hrýfi út frá mælingum á yfirborðshrjúfleika. Þannig má einnig draga ályktanir um áreiðanleika reiknaðra hrýfisstuðla í vélboruðum vatnsrásum í gosbergi, sem sett var fram í tengslum við mat á orkutapi eftir aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar (sjá mynd 3) og þar með renna styrkari stoðum undir aðferðir við útreikninga á hrýfl út frá beinum mælingum á hrjúfleika gangaveggja í framtíðinni. Þakkir Orkusjóður Landsvirkjunar og Nýsköpunarsjóður námsmanna, verkfræðistofan Verkís og Pöyry Infra Ltd. (Sviss styrktu verkefnið fjárhagslega. Fjölmargir hafa komið að verkefninu á ýmsum stigum þess. Þakka höfundar Pálma Ragnari Pálmasyni, verkfræðingi á Verkís fyrir aðstoð við tilraunir, yfirlestur og góð ráð; Vilhjálmi í. Sigurjónssyni og Sigurði Magnúsi Garðarssyni við Háskóla íslands fyrir lán á mælitækjum og ráðleggingar; og Tækniskóla (slands, Nýsköpunarmiðstöð (slands, Vélsmiðjunni Sveini, Renniverkstæði Jóns Þorgrímssonar, Umbúðamiðlun ehf, Palla Hnífi og Landvélum. Tilvitnanir Kristín Martha Hákonardóttir, Gunnar Guðni Tómasson og Björn Stefansson. 2009a. The hydraulic roughness of unlined and shotcreted TBM-bored tunnels in volcanic rock: In-situ observations and measurements at Kárahnjúkar lceland. Tunnelling and Underground Space Technology 24, bls. 706-715, doi:10.1016/j.tust.2009.07.007. Kristín Martha Hákonardóttir; Gunnar Guðni Tómasson og Björn Stefansson. 2009b. The hydraulic roughness of TBM tunnels in basaltic and sedimentary rock: Measurements of headlosses in the Kárahnjúkar HEflceland. The International Journal on Hydropower & Dams, Hydro 2009, Lyon, Frakkland. Nikuradse, J. 1933. Laws of flow in rough pipes. Washington: NACA. Pegram, G.G.S. og Pennington, M.S. 1996. A method for estimating the hydraulic roughness of unlined bored tunnels. Skýrsla: WRC Nr. 579/1/96. Water Research Commission by the Department of Civil Engineering, University of Natal. ISBN No. 1 86845 219 0. EYJABLIKK ehf. Blikk og stál er okkar mál Deloitte. HEGGUR innréttingar Gylfi Skúlason Húsasmíöameistari gsm: 862 1524 Alhliða byggingaverktakar Bíldshöfða 18 110 Reykjavík Öll sérsmíði sími: 577 1424 Fax: 577 1425 Fagmennska í fyrirrúmi Netfang: heggur@simnet.is Gluggasmiðjan ehf.

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.