Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 41

Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 41
Girðingar á umferðareyjum móti gerir prílurum auðveldara fyrir. Þéttleiki lóðréttu teinanna hefur mun meira með það að gera hversu erfitt er að klifra yfir, þar sem ekki er hægt að ná fótfestu á þeim. Kröfur um að geta séð í gegnum girðinguna gera þó að verkum að passa þarf að hafa lóðrétta byrgðið ekki of þétt. Láréttu teinarnir eru yfirleitt þykkari en lóðréttu teinar girðinganna sem eru einnig þéttir, eða með 20 cm millibili. Þegar bifreið lendir á girðingu við útafakstur, undir ákveðnu horni, lendir hún á stöppli girðingar sem gefur eftir og þá losna endar láréttu teinanna í sundur. Er það alls ekki æskilegt af fyrrnefndum ástæðum. Hættan sem skapast vegna skerðingar á útsýni ökumanns er ekki takmörkuð við gangandi vegfarendur, heldur eru hjólreiðafólk, vélhjólafólk og aðrir ökumenn einnig í hættu. Girðingar hafa verið settar nálægt gatnamótum þar sem ökumenn þurfa að taka vinstri beygjur. Ef ökumaður sér ekld farartæki sem koma á móti vegna girðingarinnar skapast hætta. Okumaður þarf nánast að beygja í veg fyrir umferð til að sjá hvort að öllu sé óhætt. Staðlar í notkun á íslandi Staðlaráð Evrópu hefur sett fram staðla fyrir vegbúnað. Eiga staðlarnir að tryggja að allur búnaður sem settur er meðfram vegum uppfylli öryggiskröfur, lágmarks endingartíma og sé árekstraprófaður. Með þessu á að fækka alvarlegum umferðarslysum í Evrópu, hvort heldur það eru slys á akandi eða gangandi vegfarendum. Hefur Staðlaráð Islands einnig tekið upp þessa staðla en þeir eru (Haraldur Sigþórsson o.fl. 2010) : ÍST-EN 1317 (1, 2, 3, 4 og 5) „Road restraint systems“ og prEN 1317-6 „Pedestrian road restraint system". En prEN í nafni skjalsins þýðir að staðallinn sé enn tillaga eða uppkast að staðli. Getur sú tillaga breyst áður en endanleg ákvörðun er tekin um hvort þetta verði Evrópustaðall eða ekki. IST-EN 12767 „Passive safety of support structures for road equipment - Requirements and test methods“ Þegar IST-EN 12767 var skoðaður fannst aðeins ein stutt grein um girðingar ætlaðar gangandi vegfarendum, eða grein 4.3.6 „Pedestrian restraint systems”. Kemur fram í henni að ef girðingar ætlaðar fótgangandi vegfarendum eru hannaðar eftir þessum staðli, þá skal að minnsta kosti vera prófuð áhættan á að hlutir geti stungist inn í farþegarými ökutækis við árekstur, í lárétta stefnu kerfisins, og fyrir allar aðrar staðsetningar og horn sem geta verið talin hættuleg.Einnig er tekið slcýrt fram í IST- EN 1317-3 að við árekstur má engin hlutur úr vegbúnaði sem vegur yfir 2 kg losna í prófunum, svo eklci skapist hætta fyrir aðra umferð út af braki úr vegbúnaði (ÍST-EN 1317-3, 2000). Staðall ÍST-EN 12676 gefur þannig nokkur hönnunarskilyrði fyrir girðingar á umferðareyjum. Sést fljótt ef skoðuð eru gögn um gömul slys að girðingarnar sem nú eru til staðar uppfylla ekki þessa staðla. Það þekkist vel að hætta á stungu járnteina inn í farþegarými er til staðar og það er nokkuð algengt að girðingarstólpar losni frá undirstöðu og skapi þannig hættu fyrir aðra umferð. Ályktun Eftir þessar athuganir og niðurstöður er ályktað að núverandi girðingar séu hættulegar umferð á vegum höfuðborgarsvæðisins, hvort sem umferð er akandi, hjólandi eða gangandi. En þar sem þörf er fyrir girðingar þá yrði það til bóta ef fundin yrði öruggari girðing. Leitað var að lausnum bæði hér heima og erlendis til að minnka þá hættu sem girðingar á umferðareyjum skapa. Voru allar lausnir skoðaðar með því sjónarmiði að hafa þær sem ódýrastar og einfaldar í framkvæmd. Þannig yrðu lausnirnar raunhæfari kostur og líklegri til að verða teknar í notkun. Rætt var við fjölda sérfræðinga á sviðinu, bæði munnlega og í gegnum tölvupóst. Margar mismunandi lausnir skoðaðar en fæstar voru taldar nógu góðar sökum kostnaðar eða skorts á rými meðfram vegum (Arnar Þór Stefánsson o.fl., 2010). Um allar lausnir þarf að gilda að þær standist árekstrarprófin sem Evrópustaðlarnir kveða á um. Einnig þarf eftir fremsta megni að uppfylla lágmarks sjónvegalengd ökumanna. Aðeins ---••••- -••--- -•••---••••- -••••---•••- -•••••---••- _••••---•••- _•••--- -••---•••••- SKATTUR& BÓKHALD þar sem hlutirnir gerast 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.