Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 47

Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 47
Öryggisáhættugreiningar - sprengitæknilegir útreikningar öðrura tilvikum þarf að gera ráð fyrir líkindalegri dreifingu, með fleiri útreikningum sem meta áhrif mismunandi staðsetninga. Slíkt er þá teldð inn í sprengitæknilega áhættugreiningu. Slíkar greiningar eru t.d. notaðar við mat á áhættu fyrir skipulag byggðar, vegna vega þar sem flutningur á hættulegum efnum fer fram. Þá þarf að greina líkur á slysi í flutningum m.v. mismunandi vegakafla og meta mögulegar afleiðingar þessara slysa. Til að greina afleiðingar sprengingarinnar er í flestum tilvikum nauðsynlegt að nota sprengitæknilega útreikninga og tölvulíkön, þar sem umhverfið sfyrir miklu um hver áhrifin verða lengra frá sprengingunni. Þá er einnig mögulegt að taka tillit til efniseiginleika og útfærslu mannvirkja og hanna varnir þeirra til að minnka áhrifin. Með slíkum tölvulíkönum má einnig greina afleiðingar fyrir fólk, sem statt er inni í byggingum eða einhvers staðar á áhrifasvæði sprengingarinnar. Dæmi um hönnun EFLA hefur framkvæmt útreikninga fyrir flestar sprengiefnageymslur á Islandi, sem og framkvæmt útreikninga og áhættugreiningar vegna flutnings á sprengiefnum. I slíkum greiningum er metin áhættan af áhrifum sprenginga á umhverfi, eignir og öryggi fólks. Greining á afleiðingum slíkra sprenginga er framkvæmd með því að gera líkan af svæðinu sem um ræðir, þar sem tekið er tillit til umhverfislegra þátta og staðsetningu varna. A mynd 3 má sjá dæmi um áhrif sprengingar í flutningum á sprengiefni. Fyrir dyrum stendur endurbygging á Slussen svæðinu í miðborg Stokkhólms, þar sem hugmyndin er að byggja yfir eða framlengja jarðgöng og byggja hús þar ofan á. EFLU hefur verið falið að gera umfangsmilda greiningu vegna flutninga á sprengiefni eftir þessum göngum. Á mynd 4 má sjá fyrirhugaðar byggingar og á mynd 5 gefur að líta líkan með greiningu á afleiðingum sprengingar á mannvirki í kring. Gerðar voru margar samanburðargreiningar á mismunandi útfærslum til að meta áhrif fyrir og eftir breytingar og finna ásættanlega lausn. Sprengitæknilegar greiningar í iðnaði geta veitt mikilvægar upplýsingar um hættu fyrir starfsmenn og starfsemi. Oft eru slíkar greiningar hluti af stærri áhættugreiningu fyrir starfsemina, sem taka þá tillit til margvíslegrar áhættu, sem ISLOFT BLIKK OG STÁLSMIÐJA EHF. Bíldshöföa 12. 112 Reykjavlk - Slmi 587 6666 ■ Fax 567 3624 isloft@isloft.is - www.isloft.is SJUKRAÞJALFUN KÓPAVOGS EHF HAMRABORG 12 - 200 KÓPAVOGUR S. 564 1766 & 554 5488 ■ FAX 564 1799 framhald..

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.