Upp í vindinn - 01.05.2011, Síða 52

Upp í vindinn - 01.05.2011, Síða 52
Metró Þorsteinn Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla íslands 1974 og hefur veriö í framaldsnámi í Þýskalandi og Noregi. Hann hefur áður unnið á verkfræðistofu í Reykjavík, hjá Kópavogsbæ, á Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, við Verkfræðistofnun Háskóla Islands auk þess að reka eigin verkfræðiþjónustu. Þá hefur höfundur kennt nokkur námskeið við Háskóla íslands frá 1985 til þessa dags. Forsagan á heimsvísu Líklega voru trjábolir og annað slíkt fyrstu samgöngutækin sem menn notuðu til að komast yfir straumvötn og stöðuvötn eða meðfram ströndum. Fyrstu prammarnir og síðar bátar þróuðust út frá þessu en hvenær það gerðist er lítt þekkt. Sleðar voru aftur á móti fyrstu samgöngutækin á landi og til eru sleðar sem varðveist hafa í dönskum mýrum í 8.000 ár. Hjólið kom síðan til sögunnar tvö þúsund árum síðar, um 4.000 fyrir Krists burð, einhvers staðar í Mesópótamíu, en breiddist fljótt út um nær- liggjandi lönd. Þó er talið að sleðar og/eða trjá- bolir hafi verið notaðir til að flytja þunga hluti á landi lengi vel, en elcki vagnar á hjólum. Til léttari flutninga og fyrir fólksflutninga reyndist hjólið ágætlega fallið. Gerðir voru vegir og vagnar urðu algengir og náðu hámarki þróunar meðal Rómverja (Anthony Ridley, 1969). Eftir hinar myrku miðaldir tóku menn við sér á ný og fundu upp ýmsa merka hluti og þar á meðal í samgöngutækni. A fimmtándu öld var í Þýskalandi farið að nota vagna á hjólum sem dregnir voru eftir brautum, einkum í námum. Hjól þessara fyrstu sporvagna sem og brautirnar voru úr tré og entust því lítið (Bill Gunston 1972). Fljótlega var farið að nota málma í hjólin til að styrkja þau og jafnframt urðu brautirnar gerðar úr málmteinum. Hross eða menn voru notuð til að draga þessi samgöngutæki. Málmteinar náðu samt ekki yfirhöndinni fyrr en langt var liðið á átjándu öldina. Vegirnir voru engu að síður enn afar slæmir og vagnar ekki nema í meðallagi þægilegir. Þróunin leiddi til þess að framsýnir einstaldingar fóru að líta á járnbrautir sem mögulegan kost í lengri þungaflutningum, ekki síst að koma kolum úr námum til þeirra vinnslustaða þar sem gufuaflið var farið að láta til sín taka. Þetta var að sjálfsögðu í upphafi iðnbyltingarinnar sem hófst um 1800 á Stóra Bretlandi og breiddist út um álfuna á næstu áratugum. Nítjánda öldin var ótrúlegur framfaratími á öllum sviðum, ekki síst í samgöngumálum, og þar telst til fyrsta jarðlestin í London, sem tók til starfa árið 1863. (Ridley og Gunston). Fyrsta jarðlestin í heiminum var tekin í notk- un í London árið 1863, rúmlega sex kílómetra leið milli Paddington og Farrington Road. Kerfið stækkaði ört á fystu árunum og var lengi vel það stærsta í heiminum. Næstu jarðlestakerfi tóku ekki til starfa fyrr en um aldamótin 1900, í New York og Búdapest. Almennt urðu mikil umskipti um aldamótin 1900 í almenningssamgöngum á heimsvísu. Bifreiðar komu fram á sjónarsviðið, sporvagnasamgöngur í borgum náðu sér á strik og æ fleiri jarðlestakerfi tóku til starfa (Transport for London, History). Samkeppnin milli þessarra samgöngumáta varð hörð og þegar líða tók á öldina má segja að einkabílarnir hefðu sigrað í baráttunni við almenningssamgöngurnar. Sporvagnar hurfu víða af götum borganna og í þeirra stað komu strætisvagnar, sums staðar meira að segja rafknúnir. En almenningssamgöngur áttu eftir að dragast enn meira saman og jafnvel strætisvagnarnir voru orðnir óhagkvæmir þar sem þeir voru ekki fullnýttir nema hluta þess tíma sem þeir voru reknir. Með tíð og tíma fóru sveitarfélög og í sumum tilfellum ríkisstjórnir að styrkja almenningssamgöngur, e.t.v. sem þátt í þeirri viðleitni að minnka umferðarálagið af götunum á annatímum í stað þess að leggja sífellt breiðari götur með fleiri akreinum til að afkasta fleiri bílum. Samgönguyfirvöld í borgum voru í verulegri klípu víða um heim, einnig hér á landi. Borgir urðu stærri, fólksflutningar meiri og gatnakefi borganna réðu ekki við alla þessa umferð. Tvær leiðir voru algengastar við þessu, annars vegar að láta allt dankast og vona að fólk léti af óhentugri notkun einkabíla og ferðaðist frekar með almenningsfarartækjum sem fyrir voru eða þá hins vegar að meðvitað bæta úr framboði á góðri þjónustu í almenningsflutningum og fá fólk til að sjá kosti þess að nota slík kerfi í stað þess að ferðast í einkabílum. Á vesturlöndum leiddi þetta til endurmats á jarðlestakerfum, sem voru hlutfallslega í mestri notkun á millistríðsárunum þegar einkabílar voru á fárra færi að eignast. Ný viðhorf varðandi þéttingu byggðar auk yfirvof- andi eldsneytisskorts og loftmengunar samfara brennslu jarðefnaeldsneytis gerðu jarðlestir álitlegan kost í þéttbýli. Og það þrátt fyrir að slík kerfi væru afar kostnaðarsöm í byggingu og tæki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.