Upp í vindinn - 01.05.2011, Síða 53

Upp í vindinn - 01.05.2011, Síða 53
Vinna við gerð fyrstu Jarðgangna fyrír jarðlesrír, sem voru reyndar gröftur og fylling (cut-and-cover). Myndin, sem sýnir framkvæmdir nærri Kings Cross stöðinni, birtist í febrúar í The Illustrated London News 1861. Tveimur árum síðar, í janúar 1863, tók jarðlestin til starfa. langan tíma að greiða upp jafnvel þótt notkun væri mikil. Annars staðar í heiminum, einkum í Kína, var vart um annað að ræða en að leggja afar afkastamikil almenningssamgöngukerfi, ekkert pláss var fyrir einkabílaumferð, ef þróunin yrði með svipuðum hætti og á vesturlöndum. Það er því ekki að undra að stærsta jarðlestakerfi (metró) heims er í Shanghai í Kína. Víða í Evrópu tóku og samgönguyfirvöld borga að endurmeta stöðuna í umferðarmálum þegar líða tók á síðustu öld. Það leit nefnilega út fyrir að einkabílum myndi fjölga verulega og elta þróunina í Bandaríkjunum, þar sem stefndi í að yfir 700 bílar væru á hverja 1000 íbúa, sem þýddi að hugsanlega yrðu fleiri bílar á götunum en einstaklingar sem hefðu leyfi til að aka þessum bílum. Menn litu sem sagt til Ameríku og líkaði ekki það sem þeir sáu. Það sem einnig vakti athygli var að ekki eingöngu í milljónaborgum fóru menn að hugsa til jarðlesta eða einhvers konar metró kerfis þar sem jarðlestir væru kjarninn í heildar- framboði almenningssamgangna, a.m.k. í þéttasta hlutanum í miðborginni, en e.t.v ofanjarðar þar utan við. Margs konar lausnir voru reyndar, allt frá því að fara með gömlu sporvagnana undir yfirborðið og gera sérstakar neðanjarðar sporvagnaskiptistöðvar upp í full- gerð jarðlestakerfi í sama anda og gerð voru í New York, Moskvu og París. Langur tími fór í undirbúning því næstum alls staðar var hefðbundin arðsemi ekki til staðar vegna hins gífurlega stofnkostnaðar. Árið 1992 hófu yfirvöld í Kaupmanna- höfn vinnu við gerð skipulags Eyrarstaðar (Orestad) á Amager, sem nýja byggð með nýjum hugmyndum, þ.m.t. metró sem tengjast skyldi miðborg Kaupmannahafnar og flughöfninni í Kastrúp. Eftir mikla yfirlegu þeirra þriggja kosta sem voru í stöðunni var valinn sá dýrasti í stofnkostnaði, þar sem hann kom samt sem áður út sem sá arðsamasti (Morten Sondergaard (án ártals)). Hér var um að ræða sambland jarðlesta og lesta á yfirborði og á lofti, þ.e. á súlum yfir aðra umferð á landi. Helsti munurinn á þessu kerfi og öðrum metró lausnum var að lestunum var stjórnað frá miðstöð og enginn lestarstjóri fylgdi þeim. Þessi staðreynd gerði það að verkum að arðsemin varð ásættanleg og meiri en fyrir aðra kosti. Reiknaðir innri vextir fyrir hina völdu lausn var 2,4%, sem gerðu það að verkum að fjárfestarnir, danska ríkið og sveitarfélögin tvö, Kaupmannahöfn og Friðriksberg, mátu annan ábata af framkvæmdinni en beinlínis reiknaðist með hefðbundinni arðsemisgreiningu. Auðvitað eru lestirnar betri en gömlu strætisvagnarnir. Ein helsta ástæða þess að fólk getur hugsað sér að nota almenningsvagna er að þægindi og kostnaður séu sambærileg við einkabíl svo og að ferðatími sé jafn eða minni en með einkabílnum. Almenningssamgöngur á fslandi Fyrir einni öld voru samgöngur hér á landi í stór- um dráttum eins og verið hafði frá landnámi, nema að síðustu áratugi nítjándu aldarinnar og í byrjun þeirrar tuttugustu var farið að framhald.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.