Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 59

Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 59
Vistbyggðarráð /^énstHCnn th^ HSORKA HF könnun á því hve margir hjá verkfræðistofunum vinna nú um þessar mundir við verkefni á sviði raforkuöflunar, raforkudreifingar, nýtingar jarðhita til upphitunar og fyrir iðjuverin í landinu leiðir í ljós að fjöldi þeirra er umtalsverður og kemur nrörgum á óvart. Um þessar mundir þjóna um 300 manns hjá ráðgjafarfyrirtækjum í verkfræði og jarðvísindum íslenskum orkufyrirtækjum og dreifiveitum. Því til viðbótar vinna um 200 manns hjá verkfræðistofunum fyrir orkufreka iðnaðinn. Að sjálfsögðu vinnur einnig fjöldi tæknimanna og vísindamanna hjá orkufyrirtækjunum og iðnfyrirtækjunum sjálfum og hjá verktökum og margs konar framleiðendum sem þeinr þjóna. Með öðrum orðum eru á fyrri hluta ársins 2011 yfir þriðjungur sérfræðinga verkfræðistofanna við störf fyrir orkugeirann og orkufrekan iðnað. Þetta er afrakstur meira en hálfrar aldar stefnu stjórnvalda um að nýta orkulindirnar til verðmætasköpunar, atvinnu og annarra hagsbóta fyrir þjóðfélagið. Nú þegar þrengt hefur að eftir efnahagshrunið munar svo sannarlega um minna. Þessi þróun í íslenska orku- og iðnaðargeiranum hefur leitt til þess að íslensk fyrirtælci hafa nú alvöru forsendur til þess að markaðssetja nýjustu og bestu þeldtingu á þessum sviðum á alþjóðlegum vettvangi. Öflugur grunnur að þessari starfsemi er nú til staðar hér heima. Að þessu er víða unnið og árið 2009 er talið að erlendar tekjur af slíkri starfsemi hafi numið um 1,5 milljarði króna. Betur má ef duga skal og gert er ráð fyrir að þessi útflutningsstarfsemi aukist smám saman með aukinni markaðssókn. Markaðsstarf stofanna hefur aukist verulega eftir að síðasta þenslutímabili hér á landi lauk. Ef horft er til lengri framtíðar mun tæknileg ráðgjöf gegna miklu hlutverld við áframhaldandi uppbyggingu í landinu og frekari nýsköpun á mörgum sviðum. Hagsæld, velferð og atvinnustig mun byggja á því að áfram séu sköpuð margs konar verðmæti á grunni tæknilegrar þekkingar til innlendra þarfa og ekki sxst til útflutnings. En þarna skýtur einu skökku við. I háskólunum á Islandi er hlutfall nemenda í verkfræði, raunvísindum og tengdum greinum umtalsvert lægra en í framsæknum löndum í okkar heimshluta. Hlutfallið hér er samanlagt um 16% í þessum greinum, þar af aðeins um 9% í verkfræði og tengdum greinum. Tilsvarandi samtala er 36% í Finnlandi og 31% í Þýskalandi og 25% í Svíþjóð. Þetta er verulegt áhyggjuefni og við því þarf að bregðast því það er alþekkt að öflug tæknileg undirstaða skapar ný tækifæri. Þá slóð hafa margar þjóðir fetað með góðum árangri. Við þurfum því að spýta í lófana, efla tæknideildir háskólanna og stuðla að því að unga fólkið leiti inn á þessar námsbrautir. Þannig byggjum við upp öflugra ísland. Þekkingarfyrirtæki í málmiðnaði og véltækni = HÉÐINN = Sími 569 2100 • hedinn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.