Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 62

Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 62
Landeyjahöfn Gísli Viggósson lauk fyrrihlutaprófi í byggingarverkfræði frá Háskóla islands 1967 og meistaragráðu frá Tækniháskólanum í Þrándheimi, NTH, 1970. Starfaði á hafnadeild NTH - háskólans árið 1970 og á verkfræöistofu Stefáns Ólafssonar árið 1971. Hóf störf hjá Vita- og hafnamálastofnun um áramótin 1971/1972, sem síðar varð Siglingastofnun Islands, sem forstöðumaður rannsókna og þróunar frá 1986. SIGLINGASTOFNUN Sigurður Áss Grétarsson lauk byggingaverkfræði frá Háskóla islands 1989 og meistaragráðu frá DTU í Lyngby 1991. Starfaði á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen frá 1991 til 1993. Hóf störf hjá Vita- og hafnamálastofnun 1993, sem síðar varð Siglingastofnun islands, til 1998, Verkfræðistofunni Burði frá 1998-2003 og hjá Siglingastofnun íslands frá 2003 sem forstöðumaður hafnasviðs. X þessari grein er ætlunin að fara stuttlega yfir forsendur þess að ráðist var í byggingu Landeyjahafnar, rannsóknir, forsendur hönnunar, framkvæmd, kostnað og tímaáætlanir. Einnig verður fjallað um erfiðleikana sem hafa orðið við halda höfninni opinni og skýringar á þeim. Fáar verklegar framkvæmdir hafa verið jafn umdeildar síðustu ár og eftir erfiðleikana í vetur hefur Landeyjahöfn sætt mikilli gagnrýni. Bættar samgöngur til Vestmannaeyja Upp úr 2000 var mikil gerjun í gangi um að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Skipaðar voru nefndir, samþykktar þingsályktunartillögur og einkaaðilar komu með tillögur. Það voru íýrst og fremst skoðaðir þrír valkostir; að útvega hraðskreiðari og öflugri ferju, grafa jarðgöng og gerð ferjuhafnar á Bakkafjöru. Hugmyndir um nýja Vestmannaeyjaferju gengu út á að fá stærri og hraðskreiðari ferju sem væri innan við 2 klst. að sigla milli Þorlákshafnar og Eyja. Ihugað var að fá háhraðaferju sem gæti siglt leiðina á innan við klukkustund. Kostnaður við slíkar ferjur var metinn á bilinu 7-16 milljarðar króna á verðlagi í janúar 2011. Rekstrarkostnaður slíkrar ferju yrði talsvert meiri en á Herjólfi. Ferðatíminn milli Eyja og Reykjavíkur myndi verða innan við 3 ldst. háð gerð og búnaði ferjunnar. Sá annmarki fylgir notkun slíkrar ferju að einungis væri unnt að sigla hratt í takmarkaðan tíma vegna þess að það þarf að slá af siglingahraðanum ef ölduhæð er meiri en 2,5-4 m, eftir því hvaða ferja yrði fyrir valinu. Því tækist ekki að stytta ferðatímann nema í hluta ferða. Jarðgöng voru að áliti margra fýsilegur kostur en að mati annarra óraunhæfur kostur þar sem jarðgöngin væru á eldvirku svæði. Kostnaðaráætlanir við göngin spönnuðu ansi breitt svið, eða frá 30-120 milljarðar kr. á verðlagi í janúar 2011. Ferðatíminn yrði 2-2,5 klst. milli Eyja og Reykjavíkur. Ahættan við framlcvæmdina var talin mikil. Arið 2000 var samþykkt þingsályktunartillaga um að fela Siglingastofnun að skoða möguleika á byggingu ferjuhafnar á Bakkafjöru. I byrjun tók Siglingastofnun fálega í að skoða þetta þar sem þetta var talið óráðlegt. Suðurströndin liggur að hafsvæði sem talið er það þriðja ölduhæsta í heimi og sandburður meðfram suðurströndinni er mikill. Það var ekld fyrr en fjárveitingar voru eyrnamerktar viðkomandi rannsóknum að vinna fór af stað. Aform um byggingu ferjuhafnar á Bakkafjöru mæltust misvel fyrir. Margir sjómenn og þeir sem þekktu til höfðu efasemdir um að gerlegt væri að byggja höfn á suðurströnd landsins. Eftir öldufarsrannsóknir á árunum 2003-2004 62 ...upp í vindinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.