Upp í vindinn - 01.05.2011, Síða 64

Upp í vindinn - 01.05.2011, Síða 64
704ÍWO 7WS0C0 70470C0 7O4O0CO 704WCO 70440CO 7043OCO 70420CO Mynd 2. Sýnir 1/kanið og siglingu líkanferju yfír rifíð inní höfnina. Þorlákshöfn og til Grindavíkur. Þegar hugmyndavinnan við fyrirhugaða ferjuhöfn var fullmótuð haustið 2005 var byggt líkan af ferjuhöfninni og aðstæðum við Bakkafjöru. I líkaninu voru mældar ölduhæðir og talinn fjöldi alda sem brotnuðu á sandrifinu auk þess sem gerðar voru tilraunir með siglingu líkanferju yfir sandrifið og inn um hafnarmynnið og þaðan að ferjulæginu. Viðmiðunarmörkin fyrir siglingu ferju fengust með samanburði á mati á siglingu líkanferju, fjölda alda sem brotnuðu og ölduhæðamælingum yfir sandrifi og framan við hafnarmynnið. Talið er ásættanlegt að miða við siglingu ferju í allt að 10% grunnbrota á 250 m kafla frá 10 m jafndýptarlínu framan við og yfir sjálft sandrifið. Jafnframt þarf lágmarksdýpi að vera sem nemur 2/3 af ölduhæð á staðnum auk djúpristunnar. Með því að taka tillit til tíðni ölduátta fæst vegið meðaltal viðmiðunarölduhæða á öldudufli sem reynist vera óháð ölduáttum en í beinu hlutfalli við sjávarstöðuna. Rannsóknir á efnisburði Efnisburði má skipta í tvennt, annars vegar aurburður þar sem efnið blandast sjónum og svífur um og svo efnisburður sem fer eftir botni sem við getum kallað sandburð í Baldtafjöru. Aurburður er að jafnaði lítið vandamál í Bakkafjöru þar sem ströndin er það stórkornótt og aurinn dreifist hratt út á mikið dýpi með sjávarfallastraumum. I útreikningum á efnisburði var aurburður metinn óverulegur nema ef hamfarahlaup yrðu í Markarfljóti. Sandburður getur aðeins orðið við ölduálag. Sjávarfallastraumar eru það veikir að þeir geta aðeins flutt smæstu korn. Botnstraumar sem öldur valda geta hins vegar flutt verulegt efni. Siglingastofnun fékk dönsku straum- fræðistöðina, DHI, til að rannsaka sandburð í Bakkafjöru, en starfsmenn hennar eru taldir einna mestu sérfræðingar á sviði öldufars- og sandburðarannsókna. Sett hafa verið upp nokkur reiknilíkön af aðstæðum við Bakkafjöru með MIKE-21 samhæfðum hugbúnaði DHI. MIKE-21 NSW reiknar öldufar þar sem notuð eru öldugögn frá evrópsku veðurmiðstöðinni (ECMWF) á sex tíma fresti frá 1958 til dagsins í dag. MIKE-21 ST og LITPACK reiknar efnisburð. Fyrstu niðurstöður birtust í janúar 2006 og gáfu til kynna að sandburðurinn væri viðráðanlegur. Annar áfangi þessara rannsókna stóð frá því í maí 2005 fram á mitt ár 2007. I þeim áfanga var líkansvæðið skilgreint ítarlegra og kvarðað nánar. Reiknilíkan og forsendur Líkansvæðið sem sett var upp nær yfir 16 km meðfram ströndinni og út á 40 m dýpi. Reikninetið er þéttast næst og við ferjuhöfnina. Dýpi undan Bakkafjöru miðast við dýptarmælingu frá maí 2006. Til að áætla sandburðinn og meta áreiðanleika líkansins voru skoðuð ítarlega 20 veður. Af 20 veðrum, sem hafa valdið mestum efnisburði við Bakkafjöru voru valin suðaustanveðrið í nóvember 1985 og suðvestanveðrið í febrúar 1989. Þessi veður eru talin hafa valdið mesta og þriðja mesta efnisburði við Bakkafjöru á tímabilinu frá 1979 til loka árs 2004. Eftir því sem kornin í botninum eru minni því meira getur aldan flutt. Því er kornastærðin mjög afgerandi þáttur í öllum útreikningum. Botnefnið á Bakkafjöru er grófast upp við fjöruna en verður örlítið fínna í álnum og á hryggnum á sandrifinu. Meðalkornastærðin er um 0,25 mm á sandrifinu en utar á sandrifinu minnkar meðalkornastærðin niður í 0,15 mm. Einn af áhrifavöldum á framburð og stór iUDXi SM0» imC0 MOOCO M20C0 UKJX MSC00 5Í0X0 550X0 Mynd 3. Líkansvæðið íyrir reikninga á efnisburði 16 km meðfram ströndinni og nær út fyrir 40 m dýpi. 64 ...upp í vindinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.