Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 69
Landeyjahöfn
uns ströndin yrði komin í jafnvægi að nýju.
Stjórnmálamönnum og öðrum sem spurðu út í
þessi efni var greint frá þessu á sínum tíma.
Rannsóknir á efnisburði haustið 2010 og
samanburður við undanfarna hálfa öld
Sandurinn sem berst meðfram ströndinni þarf
að færast framhjá höfninni með þeim hætti að
eins lítið af honum fari inn um hafnarmynnið
og nokkur kostur er á. Brimvarnargarðar
Landeyjahafnar eru því bogadregnir, eins og á
öðrum höfnum sem byggðar eru við sandfjöru,
og má það kallast hefðbundið form slíkra
hafnargarða. Eklti verður hjá því komist að
eitthvað af sandi berist inn um hafnarmynnið
og setjist innan hafnar. Því hefur ávallt verið gert
ráð fyrir viðhaldsdýpkun og miðast þær áætlanir
við upplýsingar um aðstæður á undanförnum
áratugum. Frá því að Landeyjahöfn var tekin í
notkun hafa aðstæður við hana verið óvenjulegar.
Gosefni hafa bæst við sandinn sem þar er jafnan
á ferð og austlægar ölduáttir hafa orðið til þess að
auka vandann.
Samanburður á sandburði haustið 2010 við
meðaltal síðustu 52 ára.
Danska straumfræðistöðin, DHI, hefur gert
samanburð á öldufari og sandburði fyrir
tímabilin ágúst til október 2010, ágúst til október
1958-2009 og árin 1958-2009 í heild. Ásamt
samanburði á efniburði ágúst 2009 og ágúst 2010
miðað við breytt dýpi við Landeyjahöfn eftir gos.
Efnisburðarreikningarnir eru framkvæmdir
með hugbúnaðinum Litpack sem reiknar
efnisburð í þversniðum á ströndina. Reiknað er
með að kornastærð efnis sé 0,25 mm.
Niðurstöður efnisburðarreikninga fyrir
tímabilin þrjú sem voru athuguð eru að nettó
efnisburður frá austri til vesturs í þversniðinu
sem er um 1 km austan við höfnina á tímabilinu
ágúst til október 2010 er um 182.000 m3. Nettó
efnisburður á þessu tímabili er um 12 sinnum
meiri til vesturs en að jafnaði var á sama árstíma
á árabilinu 1958-2009, eða um 15.300 m3 til
vesturs. Efnisflutningarnir í meðalárferði ágúst
til október árabilið 1958-2009 nema um 52.000
m3 á ári til austurs. Heildarefnisburður til vesturs
og austurs er að jafnaði um 2 milljónir rúmmetra
á ári.
Samanburður á efnisburði í ágúst 2009 og
ágúst 2010 leiðir í ljós að í suðaustan-ölduáttum
er lítill munur á sandflutningum vestan og
austan hafnarinnar milli áranna 2009 og 2010.
Efnisburður austan hafnarmynnisins árið 2010,
sjá mynd 7, er mun meiri en árið 2009, sjá mynd
6, sem orsakast af meiri grunnbrotum, sterkari
straumum og þar með meiri efnisflutningum nær
höfninni, ásamt meira „efnisframboðs“ eftir gos.
Gosefni
Markarfljót ber gosefni úr eldstöðinni í
Eyjafjallajökli til sjávar. Áætlað er að rúm
milljón rúmmetra af gosefnum frá Eyjafjallajökli
hafi borist til vesturs, frá Markarfljótsósi að
Landeyjahöfn, undan austlægum ölduáttum sem
hafa verið ríkjandi haustið 2010. Farvegur hefur
myndast fyrir gosefnin frá ósi fljótsins þannig að
þau berast rakleitt að mynni Landeyjahafnar.
Áætlað er að frá maí til september hafi borist
um 150.000 m3 af gosefni inn í Landeyjahöfn.
Fyrir framan hafnamynnið og til hliðar hefur efni
sest þannig að þar hefur grynnkað. Segja má að
sandskafl hafl myndast framan við hafnarmynnið
með svipuðum hætti og snjó setur í skafla. Það
er einkum mjög fínkornótt efni sem hegðar
sér með þessum hætti. Kornastærð sandsins
við Bakkafjöru er um 0,25 mm en mikið af
gosefninu er fínkornótt, einungis um 0,1 mm
í þvermál eða jafnvel enn fínkornóttara. Þetta
hefur veruleg áhrif þar sem efnisburður eykst 20-
falt þegar meðalkornastærð fer úr 0,2 mm niður
í 0,1 mm. Það er því við fleira að eiga en það
eitt að efnismagn við ströndina hafi aukist við
eldgosið. Hluti gosefnanna hafa aðra eiginleika
en sandurinn sem þarna var fyrir og þeir eru
óhagstæðir fyrir rekstur Landeyjahafnar.
Hin ríkjandi suðaustan-ölduátt haustið 2010
byggði upp sandrif fyrir innan aðal sandrifið
frá Markarfljóti að Landeyjahöfn og var dýpi á
því um 1,5 m að jafnaði. Þetta rif hefur breytt
straumum og verður þess valdandi að megnið
af efnisburði fer meðfram rifinu í suðaustan-
ölduáttum og endar við Landeyjahöfn.
Eina útleið sjávarins nú er rás við eystri
brimvarnargarð Landeyjahafnar, en þar
hefur straumurinn myndað farveg meðfram
brimvarnargarðinum. Þarna streymir sjórinn
út úr álnum og liggur straumurinn þvert á
hafnarmynnið, einkum á fjöru. Straumurinn er
því mestur á fjöru en vart merkjanlegur á flóði.
Þessi straumur, sem hefur verið að myndast og
styrkjast á undanförnum mánuðum, getur valdið
erfiðleikum við siglingu inn um hafnarmynnið á
fjöru. Því hefur verið álcveðið að mæla styrk hans
og kortleggja hann um leið og hafnarmynnið
verður dýptarmælt.
Þróun sandburðar frá því haust
Á Bakkafjöru er sandburður fyrst og fremst
háður ölduhæð, öldulengd og öldustefnu ásamt
botngerð og lögun.
Frá því að höfnin lokaðist fyrst í haust hefur
sandburðurinn stöðugt minnkað. Sandburðurinn
er háður ölduhæð í þriðja til fjórða veldi og ef
skoðað er sú „orka“ sem knýr sandburðinn og
hversu miklum sandburði hún veldur í og við
höfnina kemur í ljós að sandburðurinn er í dag
aðeins brot af því sem hann var í sl. haust. I
september kom veður þar sem sandburðurinn
lokaði höfninni og fjarlægja þurfti 30.000 m3
til að opna hana. Ef slíkt veður kemur í dag
er sandburðurinn vart mælanlegur. Þetta eru
einfaldir útreikningar því ekki er tekið til annarra
þátta en ölduhæðar.
Ráðstafanir sem gripið hefur verið til
Markarfljót rennur fram um Markarfljótsaura og
flæmdist um þá í leysingum uns því var beint í
farveg með leiði- og fyrirstöðugörðum á síðustu
öld. Fljótsmynnið hefur færst jafnan nokkuð til
fyrir áhrif veðurs og sjólags, eða frá þeim stað sem
Landeyjahöfn er allt austur að Holtsós, en þar á
milli er um 12 km. Með tilkomu Landeyjahafnar
var fljótið skorðað frekar með leiðigörðum
þannig að það gat farið vestast um 2 km. fyrir
austan Landeyjahöfn.
Undanfarið hefur fljótið leitað til vesturs
undan ríkjandi suðaustan-ölduátt og rann
beint í álinn sem myndaðist milli fjörunnar
og sandrifsins milli Landeyjahafnar og mynnis
Markarfljóts. Því var ákveðið að færa fljótsmynnið
austur um 400 metra þannig að framburður
fljótsins færist til austurs í stað þess að berast
beint að Landeyjahöfn eins og áður gerðist. Við
það mun dýpi á sandrifinu utan álsins aukast þar
sem aurburður til vesturs minnkar. Mun þá draga
úr efnisburði og straumi.
Haustið 2010 var boðin út viðhaldsdýpkun
til að fá dýpkunarskip sem gæti unnið við
erfiðari aðstæður en þau skip sem eru völ hér
á landi. Miðað var við að skipið gæti dýpkað í
69