Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 80

Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 80
AÐ VAR fallegt um að litast á litla Islandi árla morguns þann 13. maí þegar hópur þriðja árs nema í umhverfis- og byggingarverkfræði lagði af stað í eina eftirminnilegustu ferð sína til þessa. Hópurinn hafði unnið hörðum höndum að skipulagningu og fjármögnun ferðarinnar allan veturinn og ríkti mikil eftirvænting í brjóstum allra. Kreppan hafði tiltölulega nýskollið á landið og fýrirtæki héldu fastar um pyngjuna en þau höfðu gert í góðærinu, en verkfræðinemarnir létu það ekki á sig fá og nýttu sér hinar ýmsu aðferðir við að ná sér í smá aur. Sem dæmi tóku þeir að sér að þjóna til borðs á jólahlaðborðum ásamt því að telja eitt og annað, eins og nagladekk, fólk í strætó og atkvæði í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave samninginn. Einnig seldu þeir allskyns lúxusvörur og að sjálfsögðu auglýsingar í hið frábæra rit ...upp í vindinn. A endanum hafðist þetta allt saman og skömmu eftir erfiða prófatörn rifu bugaðir nemendur sig upp úr bókunum, pökkuðu ofan í töskur og héldu á vit ævintýranna í Dubai ögTaílandi. Framundan var tæplega þriggja vikna langt ferðalag sem hófst þegar hópurinn hittist á Keflavíkurflugvelli, ásamt Birni Marteinssyni, kennara, doktor, vélaverkfræðingi, byggingarverkfræðingi, arkitekt og lífskúnstner með meiru. London var fyrsti áfangastaðurinn og lenti hópurinn þar um hádegisbil, en þá voru 9 klukkustundir í næsta flug og var sá tími nýttur til ýmissa verka. Einhverjir brunuðu í miðbæ London og skoðuðu það helsta sem borgin hefur upp á að bjóða á örfáum klukkustundum á meðan aðrir, stelpurnar þó aðallega, höfðu leitað uppi H&M búð í nálægri verslunarmiðstöð. Loks hittust allir aftur á Heathrow og tók þá við 7 tíma flug til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í einni glæsilegustu flugvél sem flestír hópmeðlimir höfðu komið um borð. Hver farþegi hafði sinn eigin skjá með fullkomnu afþreyingarkerfi sem innihélt sjónvarpsefni, tónlist og tölvuleiki ásamt því að hægt var að hringja á milli sæta. Flestir reyndu að vinna upp tapaðan svefn í fluginu á meðan aðrir nutu tækninnar til hins ýtrasta Dubai Hópurinn lenti á flugvellinum í Abu Dhabi, eldsnemma á föstudagsmorgni þann 14. maí og varð honum strax ljóst að eitthvað stórkostlegt var í vændum, þá aðallega hvað byggingar og byggingarstíl varðar. Flugstöðin var hin glæsilegasta og hvergi til sparað. Gólf og veggir glönsuðu svo hægt var að spegla sig í þeim og verslanir buðu einungis upp á dýrustu vörumerkin. Hoppað var upp í rútu og ekið í um eina og hálfa klukkustund til Dubai, en nemendur höfðu ákveðið að námshluta ferðarinnar yrði GOODfYEAR KLETTUR Klettagörðum 8-10 1104 Reykjavík I Sími: 590-5100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.