Upp í vindinn - 01.05.2016, Side 7

Upp í vindinn - 01.05.2016, Side 7
umhverfisverkfræði eða byggingarverkfræði. BS nemendur standa að öflugu nemendafélagi sem heitir Naglarnir. Skólaárið 2015-2016 er Olgeir Guðbergur Valdimarsson formaður félagsins. Deildin hefur ávallt átt gott samstarf við Naglana en fræðast má um starfsemi félagsins á heimasíðu þess, www.naglar.hi.is. Meistaranám Á árinu vörðu 17 MS nemendur ritgerðir sínar við deildina og útskrifuðust með MS próf. Meistaranám við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild er öflugt, alþjóðlegt nám og fjöldi nemenda í MS námi er um 60. Samstarf er við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir um verkefni og koma margir starfsmenn þaðan að meistaraverkefnum sem leiðbeinendur eða prófdómarar. Þannig viðheldur deildin meðal annars nánum tengslum sínum við atvinnulífið og útskrifaðir verkfræðingar frá deildinni hafa verið eftirsóttir í störf að nárni loknu. Meistaranemendurnir eru: Ágúst Elí Ágústsson, Græn þök á Islandi: Greining á vatnsheldni grænna þaka miðað við íslenska veðráttu, unnið í samstarfi við Eflu verkfræðistofu; Ásbjörn Egilsson, Frumathugun á virkjun Múlaár í Gilsfirði, unnið í samstarfi við Landsvirkjun; Ástgeir Rúnar Sigmarsson, Skúfstyrkur sendinna jarðefna - samanburður CPT mælinga og tilraunastofuprófanna; Bjarki Omarsson, Dýpi og sandburður á Grynnslunum við Hornafjarðarós, unnið í samstarfi við Vegagerðina; Darri Eyþórsson, Þróun margvíðs afkomuspálíkans fyrir Brúarjökul, unnið í samstarfi við Landsvirkjun; Grétar Már Pálsson, Áhrif á heimili og mikilvæga innviði vegna rafmagnsleysis - Tvær tilviksrannsóknir og könnun á undirbúningi almennings, unnið í samstarfi við Eflu verkfræðistofu; Guðbjörg Brá Gísladóttir, Léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu Forhönnun lestarleiðar; Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir, Umferðarslysasaga ökumanna með heilabilun, unnið í samstarfi við University of Missouri - St. Louis og Washington University in St. Louis, Medical School; Hildur Sigurðardóttir, Hagkvæmnisathugun sporbundinna samgangna á höfuðborgarsvæðinu; Jose Wilon Anover, Vistferilskostnaður, orkuþörf byggingar og innivist: Vættaskóli- Engi, tilvikarannsókn á mismunandi lausnum hjúpflata, unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg; Jónas Páll Viðarsson, Straumlínustjórnun í byggingariðnaði - Innleiðing á The Last Planner System við byggingu Hverahlíðarlagnar, unnið í samstarfi við LNS Saga; Kristján Andrésson, Frostþol ferskrar steypu; Reynir Oli Þorsteinsson, Utreikningar vorbráðnunar á yfirborðsrennsli í Efri Þjórsá endurbættir með hjálp snjómælinga, unnið í samstarfi við Landsvirkjun; Robert Pajdak, Orkugeymsla milli árstíða; Varmageymsla á ísafirði, unnið í samstarli við Raunvísindadeild Háskóla Islands; Seyedeh Masoumeh Safavi, Könnun á áhrifum formeðhöndlunar með rafsegulpúlsum á metanmyndun lífrænna efna, unnið í samstarfi við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Islands og ReSource International; Sigurbjörn Bárðarson, Kerfisauðkenning á burðarvirkjum með óhefðbundna dempun, unnið í samstarfi við NTNU, Noregi; Steinar Berg Bjarnason, Hagnýting upplýsingalíkana mannvirkja við áætlanagerð og verkefnastýringu mannvirkjaverkefna, unnið í samstarfi við VSO Ráðgjöf. Nánari upplýsingar um verkefnin, leiðbeinendur og samstarfsaðila er að finna á vefsíðu deildarinnar og þar má einnig finna tengil á ritgerðirnar (http://www.hi .is/umhverfis_ og_byggi ngarverkfraed idci Id/ meistaranemar). Verkleg kennsla Verkleg kennsla er hluli margra námskeiða deildarinnar. Verkleg kennsla er allt frá tilraunum gerðum í tilraunastofum, keppni nemanda í smíði brúa sem geta Mynd 1. Frá vinstri, Sigurður Magnús Garðarsson, varadeildarforseti; Eeva-Sofia Sáynajoki, Jukka Heinonen, leiðbeinandi.

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.