Upp í vindinn - 01.05.2016, Qupperneq 8

Upp í vindinn - 01.05.2016, Qupperneq 8
tekið upp mikið álag miðað við þyngd, mælingar í mörkinni á t.d. rennsli og vatnsgæðum og kennslu á umfangsmikil forrit eins AutoCAD, Revit, og landfræðilega upplýsingakerfið ArcGIS. Deildin rekur tilraunastofur í VR- III, tilraunahúsi verkfræðinnar. Gera nemendur þar tilraunir m.a. í straumfræði, burðarþolsfræði, jarðtækni og umhverfisverkfræði. Síðustu ár hafa tæki verið endurnýjuð og ný keypt til að efla enn frekar kennslu í verklegu námi deildarinnar. Fyrir tilraunir í straumfræði hafa m.a. vindgöng (þar sem mæla má vindmótstöðu hluta), pípubekkur (þar sem mæla má viðnám pípuvcggja við rennsli) og Reynoldstæki (þar sem lagstreymi og iðustreymi verða sýnileg) frá Armfield verið endurnýjuð í samstarfi við námsbraut í vélaverkfræði í Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild. Mynd 2. Frá keppni BS nemenda í umhverfis- og byggingarverkfræði í brúarsmíði. Mynd 3. Vindgöng til að mæla vindmótstöðu hluta í tilraunaaðstöðu Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar. I jarðtækni hefur nýlega verið keyptur sjálfvirkur sigprófsmælir (ödometer), sem notaður er til að kanna sigeiginleika jarðvegs, og er hann sá fullkomnasti á landinu. A næsta ári verður keypt skúfbox sem notað er til að kanna broteiginleika jarðvegs. í VR-III er viðamikil aðstaða til burðarþolsrannsókna og kennslu. A árinu var þessi búnaður uppfærður og endurnýjaður. Búnaðurinn er frá breska fyrirtækinu Instron og samanstendur af færanlegum 100 kN tjakki og stóru brotþolstæki sem er 500 kN tjakkur í sérstökum ramma. Báðir tjakkarnir eru samtengdir við öfluga vökvadælu sem staðsett er í útihúsi við VR-III til að einangra hávaða og titring frá dælunni. Báðum tjökkum er stýrt af sömu stýrieiningunni sem er tengd við tölvu með sérhæfðum hugbúnaði sem heldur utan um gagnaskráningu. Einnig á deildin hristiborð þar sem hægt er að herma jarðskjálftahreyfingar og kanna þannig áhrif á mannvirki. Deildin er einnig að nýta mælitæki og búnað sem deildin fékk að gjöf frá Hveragerðisbæ. Búnaðurinn ákvarðar líffræðilega súrefnisþörf. BOD mælingar og svifagnatilraunir gefa til kynna mengun í skólpi og möguleg neikvæð áhrif þess á vatnavistkerfi. Með þessari gjöf hefur deildin getað styrkt aðstöðu til að þjálfa nemendur í mælitækni á sviði skólphreinsunar, sem er eitt af undirstöðufagsviðum umhverfisverkfræði. Háskóli Islands þakkar Hveragerðisbæ kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem er að efla nám í umhverfis- og byggingarverkfræði. Deildin hefur einnig fest kaup á tæki til að meta vatnsgæði í mörkinni sem notað verður í verkefnavinnu nemanda. Rannsóknir Rannsóknir deildarfólks snerta fjölmörg svið innan greinarinnar og eru unnar í samstarfi við innlenda og erlenda fræðimenn, fyrirtæki og stofnanir. Rannsóknirnar eru styrktar af samkeppnissjóðum og tekur deildarfólk þátt í fjölda alþjóðlegra rannsóknarverkefna og leggja doktorsnemar fram drjúgan skerf af rannsóknarvinnunni. Sem dæmi um alþjóðleg rannsóknarverkefni má nefna að deildin tekur þátt í Norræna öndvegissetrinu NORDRESS (nordress.hi.is, Nordic Centre of Excellence on Resilience and Societal Security) styrkt af NordForsk; Evrópuverkefnunum ENHANCE (Enhancing risk management partnerships for catastrophic natural disasters in Europe, enhanceproject.eu); AQUAVALENS (Protecting the 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.