Upp í vindinn - 01.05.2016, Page 18
Kísilverksmiðja
í Helguvík
Kristján Arinbjarnar
Framkvæmdastjóri Tækni- og
þróunarsviðs hjá IAV
IAV annast verkefnastjórnun,
hönnunarstjórnun, byggingarstjórn
og framkvæmdir við byggingar 1.
áfanga Kísilverksmiðju Sameinaðs
Sílikon í Helguvík. í fyrsta áfanga
verður einn 35 MW ofn keyrður.
Fyrirhugað er að hönnun og bygging
fjögurra ofna verður lokið innan 10
ára og samtals muni verksmiðjan
þá nota 140 MW af rafmagni.
Framkvæmdir við verkið eru nú
að nálgast hámark. Nú um miðjan
febrúar 2016 eru 170 starfsmenn við
störf á verkstað.
Framleiðsla og notkun á
kísilmálmi
Kísill finnst finnst víða í formi kvarts
(SiOJ. Framleiðsla kísilsins fer fram
í ljósbogaofnum sem hitar hráefnin
upp í um 1900°C. Ofnarnir eru stórir
lokaðir tankar með vatnskældri
múrsteinsfóðringu. Gegnum þak
ofnana ganga þrjú grafit rafskaut og
er hráefnið þannig rafgreint.
Rafskautunum eru lyft upp eða þau
látin síga með tölvustýrðu vökvakerfi
til að stýra rafgreiningunni. Ofninn
stendur á hjólum svo hægt er að snúa
ofninum í hringi. Fljótandi kísill (Si)
er tekinn úr botni ofnsins og settur
í mót, til storknunar og kallast þá
grófur kísill
SiO, + 2C + O, -> Si + 2C02
Til að framleiða eitt tonn af kísli
í ljósbogaofni þarf um 12 MWh
raforku. Hráefni sem þarf til að
framleiða tonn af kísli eru um 2,6
tonn kvartsgrjót, um 1,5 tonn kol og
koks og um 1,3 tonn af tréflís.
Kísilmálmur er fyrst og
fremst notaður til íblöndunar í
stálframleiðslu og kísill til blöndunar
í álframleiðslu. Þáerkísill notaður
við framleiðslu á rafeindabúnaði
og við framleiðslu á sflikon efnum.
Dæmi um vörur sem innihalda
kísil eru bflavarahlutir, skósólar,
íþróttafatnaður, tölvur, símar, felgur
og sólarsellur. Kísill er líka notaður
í sjampó, hárnæringu, smurolíur,
sleipiefni og ýmsar snyrtivörur.
Verkefni íAV í Helguvík
Verkkaupinn, Sameinað Sílikon,
sem byggir verksmiðjuna samdi
við ÍAV um að annast verklegar
framkvæmdir.
Hönnuðir búnaðar eru Tenova
Pyromet, höfuðstöðvar þeirra eru
í Mílanó, Ítalíu, en starfsemi og
framleiðsla búnaðar fer einnig fram
í Suður Afríku og á Indlandi. Tenova
Pyromet eru leiðandi á heimsvísu
í hönnun á háþróaðri tækni,
vörum og þjónustu fyrir málm- og
námuvinnslu.
Markstofa Arkitekt, Verkís og
Verkfræðistofa Suðurnesja annast alla
hönnun á byggingum, lóðahönnun,
burðarþoli, raflögnum, lögnum,
veitum, brunahönnun og allri annarri
hönnun en þeirri sem snýr beint að
framleiðsluferlinu sjálfu.
Grunnsamningur við ÍAV er um
byggingu á ofnhúsi verksmiðjunnar.
Ofnhúsið er að flatarmáli 2.654 mI 2 og
samanlagt 6.600 m2. Ofnhúsið er um
40 metrar á hæð. Umfang verkefnis
ÍAV við byggingu verksmiðjunnar
hefur vaxið jafnt og þétt eftir því
sem undirbúningi miðar áfram.
ÍAV annast alla þætti við byggingu
verksmiðjunnar, hönnunarstýringu,
verkefnastjórnun, samræmingu ,
öryggismál, umsjón og áætlanagerð.
Verkkaupi, Sameinað Silicon (USi)
annast sjálfir umsjón með hönnun og
uppsetningu á vélbúnaði, raflögnum
til framleiðslu og stýringum.
Verksmiðjan samanstendur m.a af
eftirtöldum byggingarhlutum:
O Ofnhús
O Hráefniskerfi (skiptist í 4 hluta)
O Hreinsivirki (skiptist í 6 hluta)
O Aðveitustöð rafmagns
O Starfsmanna- og skrifstofuaðstaða
O Dreifistöð raflagna og stýringar
O Lóð, girðingar og lagnir
Hönnun og
hönnunarstýring
Þegar IAV kom að verkefninu og
framkvæmdir hófust var staðsetning
verksmiðjunnar ákveðin og unnið var
að nánara skipulagi verksmiðjunnar.
ÍAV
Mynd 3. Afstöðumynd Markstofu, Arkitekt Magnús H Ólafsson.
Mynd 4. Frumhugmynd af skipulagi.
Við upphaf framkvæmda voru
fyrirliggjandi takmarkaðir
uppdrættir til að vinna verkið
eftir. Meðfylgjandi yfirlitsmynd er
fumhugmyndir frá Sameinað Sílikon.
Skipulagið hefur, samhliða
framkvæmdum við einstaka hluta
verksmiðjunnar, þroskast og þróast
í samræmi við fullnaðarhönnun á
búnaði og framleiðsluferlinu.
Meðfylgjandi Afstöðumynd
Markstofu Arkitekt Magnús H
Ólafsson sýnir skipulagið eins og það
er í dag.
Verkefnastýring og
stjórnun verkefnis
I upphafi voru á vegum ÍAV þrír
stjórnendur við verkefnið. IAV hefur
svo eftir því sem verkinu hefur miðað
aukið mannafla á verkinu og fjölgað
stjórnendum verksins eftir því sem
þörf hefur verið.
Nú um miðja febrúar 2016
eru starfandi um 170 manns á
verkstaðnum auk þess sem unnið
er að framleiðslu á búnaði og
efnisframleiðslu víða utan sem
innan lands. Þannig eru yfir 250
manns starfandi við framkvæmdina.
Stjórnunarteymi ÍAV á verkstaðnum
telur nú um 14 manns, 6 verkstjórar
18
19