Upp í vindinn - 01.05.2016, Síða 30

Upp í vindinn - 01.05.2016, Síða 30
uppbyggingu vindorku. Samræma þarf reglur á milli sveitarfélaga, til að koma í veg fyrir undirboð á jörðum og landareignum og umfram allt að tryggja gæði en ekki magn. Tækifæri Verkferlið sjálft er langt, allt frá forskoðun og rannsóknum, frumhönnun og mælingum, mati á umhverfisáhrifum, skipulagsbreytingum og loks til verkhönnunar, framkvæmda og viðhalds. Góðar og gildar ástæður eru fyrir því þar sem mikil verðmæti eru í húfi, hvort sem um ræðir náttúruna og víðernin, samfélagsleg áhrif eða fjárhagslega afkomu. Því er nokkuð ljóst að ríki og sveitarfélög þurfa í sameiningu að leggja nákvæmar línur til að tryggja að samfélagið sé búið undir ásókn frá áhugasömum aðilum sem ráðast vilja í undirbúningsvinnu og framkvæmdir. Tækifærin liggja ekki síst í að útbúa öfiugt regluverk svo að ríki og sveitarfélög geti unnið stefnu um nýtingu vindorku og annarra orkugjafa og innleitt inn í skipulagsáætlanir sínar, t.d. aðalskipulag. Með því móti má vonandi tryggja að vinnan sé unnin út frá réttum upphafspunkti til enda. Eðlilegt er að fólki sé umhugað um umhverfið sitt og þyki óæskilegt að raska ásýnd landsins. Því er brýnt að ráðast í þá vinnu að leggja grunn að skynsamlegri og ásættanlegri nýtingu vindorku fyrir fjöldann. Skipuleggja þarf vandlega hvar vindmyllur eru æskilegar, með tilliti til orkuframleiðslu og áhrifa á náttúru, lífríki og samfélag. Ein leiðin er að móta stefnu um hvar við viljum ekki hafa vindmyllur og skapa þannig vandaða um&jörð um frekari uppbyggingu á þessu sviði frá upphafi. Skotar hafa valið að fara þessa leið og meðal annars skilgreint svæði þar sem vindmyllur eru ekki taldar fýsilegar út frá margvíslegum þáttum, s.s. svæði á náttúruminjaskrá, víðerni þar sem ásýnd er mikil o.fl. Stíga þarf varlega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir um þessa nýju tegund orku- og landnýtingar hérlendis og undirbúa stjórnvöld, sveitarfélög, almenning og aðra sem eiga hlut að máli til að takast á við áskoranirnar sem felast í þessu nýja viðfangsefni. Hafa skal þó hugfast að ávinningurinn getur einnig verið mikill, bæði fyrir umhverfið og samfélagið. EFLA og vindorka EFLA hefur verið brautryðjandi í hönnun vindlunda hér á landi. Undanfarin misseri hefur fyrirtækið komið að þó nokkrum verkefnum í tengslum við vindorku. Má þar nefna frumhönnun og verkhönnun á Búrfellslundi fyrir Landsvirkjun, sem og ýmsar frumathuganir á hugsanlegri vindorkunýtingu víðsvegar um landið. EFLA býður upp á heildarþjónustu við mat á vindorku, allt frá frummati á orkugetu svæða, mati á hagkvæmni og mögulegum umhverfisáhrifum, til útboðs- og lokahönnunar. Auk þess býður fyrirtækið upp á framkvæmdaeftirlit. Þá aðstoðar EFLA einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við stefnumótun og gerð skipulagsáætlana í tengslum við vindorku. EFLA hefur unnið að því að kynna fyrir sveitarfélögum hvernig þau geti undirbúið sig fyrir framtíðarþróun í vindorku með áherslu á stefnumörkun um landnotkun og hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélagið að leiðarljósi. Ávinningur samfélagsins af slíkri stefnumótun er mikill. Slík skipulagsvinna stuðlar að samræmdri og vandaðri nýtingu allra auðlinda sveitarfélags og samfélagsins í heild.

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.