Upp í vindinn - 01.05.2016, Qupperneq 33

Upp í vindinn - 01.05.2016, Qupperneq 33
Skólaárið 2015-2016 Olgeir Guðbergur Valdimarsson Formaður Naglanna, nemendafélags umhverfis- og byggingarverkfræðinema Umbygg Umbygg er stytting á því óþjála nafni: Umhverfis- og byggingarverkfræði. A mínum fyrsta skóladegi stóðu stjórnarmeðlimir Naglanna með skilti fyrir framan VR-I sem á stóð Umbygg og smöluðu saman fyrsta árs nemum. Þetta voru fyrstu kynni mín af vinum sem ég mun eiga allt mitt líf. Já, það er virkilega svona góður andi í deildinni okkar. Mikil og góð vinna hefur verið sett í að skapa þennan góða anda og vil ég þakka öllum þeim sem að því hafa komið fyrir frábær störf. Vellíðan í vinnuumhverfi er eitthvað sem við áttum okkur betur á með hverjum degi hvað skiptir miklu máli. Umbygg er kannski ekki llottasta nafnið en það venst og nú finnst mér alltaf jafn gaman að sjá svipinn á fólki sem hefur aldrei heyrt það áður. Naglar eru montnir Nemendafélagið okkar heitir Naglar. Naglarnir vita það í hjarta sínu að þeir eru meðlimir í besta nemendafélagi háskólans. Það sýnir sig ár eftir ár að Naglarnir halda flesta og besta viðburði af öllum nemendafélögum háskólans og þar sem við erum íslendingar þá verð ég að minnast á höfðatöluna. Við erum nefnilega bara rúmlega 60 í félaginu og því er þátttaka nemenda mikil miðað við höfðatölu. „Naglarnir halda flesta og besta viðburði aföllum nemendafjöldum háskólans og þar sem við erum Islendingar verð ég að minnast á höfðatöluna.“ Að vera fámennt félag hefur marga kosti en ég tel að það hjálpi til við að þjappa hópnum saman. Naglar kynnast með eindæmum vel og eru vinabönd þeirra sterk. Auðvelt er fyrir nemendur að nálgast þá sem reyndari eru, bæði þá sem eru á efri árum grunnnámsins og meistaranemendur. Góð tenging er við nemendafélag meistaranema á Verkfræði- og náttúruvísindasviði (VoN), Heron, en Naglar bjóða þeim iðulega með sér í vísindaferðir. Skráning nemenda í félagið er einnig með eindæmum góð en aðeins í undantekningartilvikum eru nemendur ekki skráðir í félagið. Að fara í vísindalerðir er mikið fjör en ekki rná gleyma mikilvægasta þættinum, það er tengingunni sem nemendur fá beint við atvinnulífið. Lærdómurinn sem tilvonandi verkfræðingar fá í ferðunum verður seint metinn til fjár en án hans væru nemendur án efa verr upplýstir um gang mála í atvinnugreininni sem þeir koma til með að starfa við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.