Upp í vindinn - 01.05.2016, Qupperneq 39

Upp í vindinn - 01.05.2016, Qupperneq 39
Blágrænar ofanvatnslausnir Eyrún Pétursdóttir Meistaranemi í Umhveríis- verkfræði við Háskóla íslands Ofanvatn er samheiti yfir allt það regnvatn og leysingavatn sem rennur á yfirborðinu. í náttúrunni sogast 95% af þessu vatni ofan í jarðveginn nálægt þeim stað þar sem það kemur niður. Eftir því sem byggð verður þéttari minnkar hlutfall gegndræps yíirborðs og sífellt minna af ofanvatni kemst því ofan í jarðveginn. Við þetta eykst rennsli ofanvatns ofanjarðar (Alta, 2016). Hin hefðbundna leið til að losna við ofanvatnið er að veita því ofan í fráveitukerfi neðanjarðar og flytja það burt. Þessi meðhöndlun á ofanvatninu getur hins vegar skapað ýmis vandamál. Grunnvatnsborð og vatnsborð í ám og vötnum nærri byggð á t.a.rn. á hættu að lækka með tilheyrandi áhrifum á vistkerfi og vatnsbúskap. I miklum rigningum geta kerlin átt erfitt með að anna aukinni eftirspurn sem getur leitt til flóða. Þétting byggðar og hækkandi sjávaryfirborð vegna hlýnunar jarðar (bráðnun jökla) (Anna Heiður Eydísardóttir, 2015) eykur svo enn meir álag á þessi hefðbundnu kerfi (Vistbyggðarráð, 2014). Góð og sannreynd lausn á þessum vandamáli er blágrænar ofanvatnslausnir. Blágrænar ofanvatnslausnir meðhöndla ofanvatn líkt og hefðbundnu kerfin, en á mun sveigjanlegri máta og eiga því auðveldara með að takast á við aukið vatnsmagn. Innleiðing þeirra myndi því minnka álagið á hefðbundnu kerfin (Ballard o.fl., 2015). Blágrænar ofanvatnslausnir herma eftir hinu náttúrulega vatnsferli og stuðla þ.a.l. að heilbrigðum og sjálfbærum vatnsbúskap. Þetta er gert með því að leyfa eins mikilli ofankomu og hægt er að síast ofan í jörðina á þeim stað eða nálægt þeirn stað þar sem hún kemur niður. Lausnir sem eru notaðar við þetta eru t.d. græn þök, síunarræmur, regngarðar og almennt gropinn jarðvegur. Því ofanvatni, sem ekki kemst niður í jarðveginn nálægt uppkomustað, er beint inn á keðju af blágrænum ofanvatnslausnum, n.k. lagnakerfi ofanjarðar. Hér heldur ofanvatnið áfram að síast ofan í jörðina. Blágrænar ofanvatnslausnir, sem notaðar eru við þetta, eru t.d. svelgir, tjarnir, lækir og sýki. Neðst í ferlinu er síðan því ofanvatni, sem enn er eftir ofanjarðar, safnað saman í t.a.m. settjörnum eða votlendi. Þaðan er því síðan hleypt út í næsta viðtaka á sama hraða og myndi eiga sér stað í náttúrunni (Essex county council, 2014). Blágrænar ofanvatnslausnir hafa auk þess marga aðra kosti fram yfir hefðbundnar ofanvatnslausnir. Þær stuðla að náttúrulegri hreinsun vatns og sumar gerðir geta jafnvel verið hannaðar sérstaklega til að fjarlægja ákveðnar gerðir mengunarefna úr vatninu (Mayer of London, 2015). Með auknu aðgengi að vatni ofanjarðar auka þær og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika í borgarumhverfinu en vatn er eitt af undirstöðuatriðum þess að plöntur og dýr geti þroskast og vaxið (Graham, A., Day, J., Bray, B., and Mackenzie, S., 2012). Einnig skapa þær og viðhalda fjölskrúðugu umhverfi og stuðla þannig að betri lýðheilsu og auka gæði svæða. Blágrænar ofanvatnslausnir geta auk þess aukið loftgæðin, dregið úr hávaða og aukið fegurðar- og notagildi almenningsrýma fyrir almenning að upplifa og njóta. Byggingar- og rekstrarkostnaður blágrænna ofanvatnslausna er einnig minni en kostnaður við hefðbundnar ofanvatnslausnir (Ballard o.fl., 2015). Blágrænar ofanvatnslausnir eru ekki alveg nýjar af nálinni hér á landi. Þær hafa verið innleiddar í kringum 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.