Upp í vindinn - 01.05.2016, Page 54

Upp í vindinn - 01.05.2016, Page 54
Þessi sviðsmynd sýnir að askan er mest neðarlega í lofthjúpnum og truflar því lágar flughæðir, flugtak og lendingu. Fulltrúi frá Rolls Royce mat þetta svo að jafnvel með nýju evrópsku viðbragðsreglunum yrði að takmarka flugumferð strax á öðrum degi og jafnvel drægi úr flugumferð um helming á svæðinu. Ahrifin á flugumferð yrðu óneitanlega veruleg.5 Hin sviðsmyndin sýnir sólarhrings gos í Öræfajökli með gríðarlega mikilli ösku á þeim stutta tíma. Þessi sviðsmynd er byggð á gosinu í Öræfajökli árið 1362.6 Hér eru könnuð viðbrögð við mjög stóru öskugosi sem hefur í för með sér mikla truflun á flugumferð. Mynd 2 sýnir hermun á öskudreifingu frá Öræfajökulsgosi í fimm daga eftir gosið. Svona gos myndi hafa áhrif á allar flughæðir. Fulltrúi frá EUROCONTROL sagði að jafnvel þótt fiugsvæðum yrði ekki lokað af flugumferðastjórnum Evrópulanda, nryndu nær engar vélar fara á loft. Áhrif á flugumferð yrðu því mjög mikil ,7 Vinnustofa hagsmunaaðila Hagsmunaðilum í fluggeiranum var boðið að taka þátt í vinnustofu til að kanna viðbrögð þeirra við þessum sviðsmyndum. Vinnustofan var skipulögð af rannskóknarhópnum við Háskóla Islands og þátttakendur komu frá EUROCONTROL, IATA, Icelandair, Samgöngustofu, ISAVIA, Veðurstofu íslands, Innanríkisráðuneytinu og Rolls Royce. Rætt var við fulltrúa London Volcanic Ash Advisory Centre í síma til að sjónarmið þeirra væru einnig með. Vinnustofan þjónaði einnig sem samráðsvettvangur hagsmunaaðilanna um skipulagningu og undirbúning fluggeirans við stóru eða langvarandi öskugosi á Isiandi sem truflaði flugumferð í Evrópu. Vinnustofan stuðlaði að samskiptum milli hagsmunaaðilanna um hindranir í núverandi ferli og leiðir til að bæta viðbrögð og efla viðnámsþrótt gagnvart svona atburðum. I vinnustofunni skiptust á stuttar kynningar frá rannsóknarhópnum og hagsmunaðilunum, pallborðsumræður, og hópavinna í stórum og litlum hópum. Heildarferlið var rætt í pallborðsumræðum sem allur hópurinn tók þátt í, en minni hópar voru notaðir til að ræða nánar sérstök atriði og áherslur. Sviðsmyndirnar voru kynntar sem frásagnir ímyndaðra dagblaða til þess að auðvelda hópnum að lifa sig inn í aðstæðurnar og ræða raunveruleg viðbrögð sín við þessum fréttum og nánari upplýsingum um sviðsmyndirnar. I umræðunum var einnig unnið með teikningar af ferlum og samskiptaneti hagsmunaaðilanna. Einnig voru lagðar fram rannsóknarspurningar og áhersluatriði fyrir umræður og hópastarf. Til þess að stuðla að fjölbreyttari umræðu var nokkrum sinnum skipt um umhverfi og staðsetningu hópanna, til þess hjálpa þátttakendum að sjá hlutina í öðru ljósi, kynnast öðrum og ræða við mismunandi fólk. Skipulag vinnustofunnar virtist stuðla að frjóum samræðum og miðlun upplýsinga. Þátttakendur voru mjög jákvæðir og sýndu verkefninu mikinn áhuga. Viðhorfskönnun eftir vinnustofuna sýndi einnig mjög jákvæð viðbrögð. Meðan á undirbúningi stóð, fréttu hagsmunaaðilar af henni og báðu sumir af fyrra bragði um að fá að vera með. Könnun á árangri vinnustofunnar sýndi að hún er jákvæð og vel metin viðbót en þar sagði meðal annars: „Vinnustofan var frábært tækifæri því þetta var í fyrsta sinn sem sérfræðingar sem vinna að öllum þáttum þessa ferlis hittust við eitt borð, hlýddu hver á annan og ræddust við.“ Arangur og niðurstöður I vinnustofunni kom glöggt fram að nýlegar breytingar á reglum og breytt viðbrögð fluggeirans við öskugosi gera honum kleift að ráða við stærri viðburði en gosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Enn má bæta, og meðal annars var farið yfir hindranir í núverandi ferlum sem nauðsynlegt er að taka á til að bæta ferlin enn frekar. Þátttakendur lögðu til dæmis áherslu á að enn skortir þekkingu á þeim skaða sem aska getur valdið á þotuhreyflum og þar er mikið starf óunnið. Einnig þarf að bæta mat á óvissuþáttum, fara yfir ýmsar starfsreglur og mat á starfsgetu. Þannig leiddi rannsóknin í Ijós tækifæri til að bæta ferli á sviðum samskipta, rannsókna og þróunar, undirbúnings starfsfólks og viðbragðsáætlana. Rannsóknin staðfestir að formlega eru innviðir og ferli vel til reiðu. Það eru vel skilgreindar einingar hjá öllum hagsmunaaðilunum sem eru virkjaðar þegar þörf krefur, eins og Crisis Management Unit hjá EUROCONTROL.8 Einnig eru haldnar alþjóðlegar æfingar, eins og VOLCEX, þar sem viðbrögð eru æfð árlega.9 Hins vegar þá sýndi rannsóknin að aðgerðaáætlanir byggja að mestu á undirbúningi undir „síðasta atburð“ en ekki nægilega mikið á þeim atburði sem kann að vera í vændum. Aðgerðaráætlanirnar mega sem sagt vera framskyggnari. Áhættustjórnun sem byggir of náið á Eyjafjallajökulsgosinu 2010 getur gefið falska öryggistilfinningu, því

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.