Upp í vindinn - 01.05.2016, Qupperneq 55

Upp í vindinn - 01.05.2016, Qupperneq 55
ekki er víst að hún dugi í stærra eða langvinnara gosi. í hermunum sem sýndar eru þá er miðað við ösku sem kemur upp í 24 stunda gosi. Askan er sýnd sem skýrt afmarkað svæði þar sem þéttleiki ösku er nægur til að hamla flugumferð. Almennt vinnuálag í stofnunum og fyrirtækjum getur orðið til þess að starfsfólki vinnist ekki tími til að líta til framtíðar og gera ráð fyrir mun alvarlegri atburðum en síðasta gosi. Þrátt fyrir gosið 2010 fer því fjarri að áhætta tengd öskugosum á Islandi sé að fullu metin og viðurkennd í Evrópu. Það má að hluta rekja til þess að samskipti milli fræða- og fagsviða eru takmörkuð. Þótt þekkingu hafi fleygt fram á vissum sviðum, s.s. á eðli öskugosa og líkum á þeim, og þó líkön um öskudreifingu séu í sífelldri framþróun, þá skortir enn rannsóknir á mikilvægum sviðum, t.d. á áhrifum ösku á þotuhreyfla. Sú staðreynd að enn ríkir mikil óvissa um áhrif ösku á hreylla virðist ekki öllurn ljós. Svör þátttakenda í vinnustofunni bentu til þess að þeir hefðu lært ýmislegt nýtt um þá óvissu. Enn þarf að bæta samskiptaferli og samstarf milli hagsmunaaðila til að draga úr fjárhagslegum og samfélagslegum skaða af miklu eða langvarandi öskugosi. Einnig þarf að taka með fleiri geira sem tengjast fíugi eða verða fyrir áhrifum af öskugosi, t.d. þá sem annast land- og sjávarflutninga, en þeir þurfa að vera með í að þróa víðtækar viðbragðsáætlanir til að geta tryggt nauðsynlega flutninga á vörum og fólki ef fiug stöðvast um langan tíma. Flutningageirinn almennt þarf að vera með í gerð nýrra viðbragðsáætlana svo flutningar með bifreiðum, járnbrautum, prömmum og skipum séu með í ráðum við að draga úr þeim skaða sem stöðvun flugumferðar getur valdið. Því er nauðsynlegt að kalla eftir víðtæku samráði margra geira þjóðlífsins við þróun aðgerðaráætlana fyrir mikil eða langvarandi öskugos sem geta haft alvarleg áhrif á flugumferð. Notast er við gos sem stendur í 24 klst til að skoða hvað gerist í upphafi öskugoss, en endurtekin gos eru möguleg svo vikum skiptir. Þegar þrýstingur gossins minnkar þá lækkar öskustrókurinn og líkanið þarf að taka það með í reikninginn (viðtal við fulltrúa Veðurstofu íslands, 2015). Kortin sýna mismunandi þéttleika ösku þar sem lítill þéttleiki er blár (200 - 2000 /<g/m3), miðgildi eru grá (2000 - 4000 //g/m3), há gildi eru rauð (4000+ //g/m3). Eyjafiallaiökull scenario plots (FL000 - FL200) u Mr ConftntriOwi rl •k M Conctwmlon "> Mynd 1. Sviðsmynd fyrir gos í Eyjafjallajökli. Eftir 24 klst er spáð miklum öskuþéttleika yfir Stóra Bretland þ.m.t. London, en einnig í hlutum Noregs, Svfþjóðar og Danmerkur. A næstu dögum fer öskumassinn lengra í suður og spannar Evrópu frá vestri til austurs. Það dregur úr þéttleika öskunnar en enn er nokkuð breitt svæði þar sem spáð er þéttleika á bilinu 200 - 2000//g/m3 upp að flughæð 200 fimm dögum eftir gosið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.