Upp í vindinn - 01.05.2016, Qupperneq 63

Upp í vindinn - 01.05.2016, Qupperneq 63
Nú þegar fjármagnar Norska vegagerðin fjölmörg rannsóknarverkefni í tengslum við undirbúning þessara stórframkvæmda, auk þess sem fleiri verkefni eru í undirbúningi. Þeir háskólar sem hafa aðallega komið að verkefnum á sviði verkfræði eru NTNU í Þrándheimi, Chalmers í Gautaborg og Háskólinn í Stavanger. En einnig er Háskólinn í Bergen að vinna að verkefnum sem tengjast samfélagslegum áhrifum verkefnisins. Þverun fjarða Stærsta viðfangsefnið og forsenda annarra undirverkefna er augljóslega að það þarf að brúa með einum eða öðrum hætti átta breiða og djúpa firði. Eins og tafla 1 sýnir, þá er verkefnið á mörkum hins mögulega, þar sem umræddir firðir eru ekki bara breiðir heldur einnig mjög djúpir. Lengsta hengibrú sem byggð hefur verið er Akashi-Kaikyo brúin í Japan (opnuð 1998). Hún er með 1991 m langt haf á milli 297 m hárra turna, sem standa á 60 m dýpi. Upphaflega átti haflengdin að vera 1990 m en í Kobe jarðskjálftanum 1995 þá færðust undirstöður turnanna til, en þeir voru þá í byggingu, þannig að haflengdin jókst um 1 m. Lengsta hengibrú sem byggð hefur verið í Noregi er brúin yfir Harðangursfjörðinn, þ.e. Hardangerbrua, sem tekin var í notkun sumarið 2013. Hún er áttunda lengsta hengibrú í heiminum í dag, með 1310 m langt haf á milli turna. Skástagsbrýr (cable-stayed bridges) hafa mestu haflengd í kringum 1000 m. Af þeim er Russky brúin í Vladivostok í Rússlandi (opnuð 2012) með lengsta haf milli turna, eða 1104 m. Tafla 1. Lykiltölur fyrir helstu þverunarstaði [1,2] Staðarheitir Breidd (km) Dýpi (m) Hugmyndir að þverun Halsafjorden 2 5-60 0 Hengibrú með einu hafi Moldefjorden, lengri leið 13 330 Göng undir sjó Moldefjorden, styttri leið 1,6 5-60 0 Hengibrú með einu hafi Storfjorden / Sulafjorden 3-5 450 Fljótandi hengibrú með þremur höfum Voldafjorden 2,5 600 Nordfjorden 1,7 3-50 0 Sognefjorden 3,7 1250 Rörabrú, flotbrú, fljótandi hengibrú Bjömafjorden 4-5 5-60 0 Rörabrú, flotbrú, fljótandi hengibrú Boknafjorden, lengri leið 26,7 390 Göng undir sjó Boknafjorden, styttri leið 7,5 350 Flotbrú Mynd 2. Dærai um nokkrar lausnir sem sem notaðar eru fyrir olíuborpalla í dag (Statens vegvesen). Lengsta flotbrú sem byggð hefur verið er Evergreen brúin (opnuð 1963) yfir Lake Washington í Washington fylki í Bandaríkjunum, sem tengir saman Seattle og Medina. Sjálf flotbrúin er 2310 m, en brúin í heild er 4750 m. I Washington fylki eru nokkrar aðrar langar flotbrýr (1500-2000 m), þar af tvær í Washington vatni. en þar er um að ræða innsjó þar sem ölduhæð eru allajafna óveruleg. I norska skerjagarðinum er hins vegar víðast hvar umtalsverð ölduhæð og oft einnig verulegir straumar sem tengjast áhrifum flóðs og fjöru. Lengsta flotbrú í Noregi er Nordhordland brúin (1245 m löng, opnuð 1994) nálægt Bergen. Þegar lengstu brýr heimsins eru bornar eru saman við upplýsingar um breidd og dýpt á þeim fjörðum sem þvera þarf á E39, sbr. töflu I, þá er ljóst að ekki verður hægt að leysa þær þveranir með hefðbundnum lausnum, heldur þarf til nýjar hugmyndir og útfærslur. 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.