Upp í vindinn - 01.05.2016, Qupperneq 64

Upp í vindinn - 01.05.2016, Qupperneq 64
Stóra hugmyndin er að blanda saman þekktum lausnum sem notaðar hafa verið við hönnun og frágang á olíuborpöllum í Norðursjónum og hefðbundnum lausnum við brúargerð. Þar er til dæmis horft til þess möguleika að byggja hengibrýr eða skástagsbrýr á fljótandi undirstöðum, sem taka mið af þeim lausnum sem notaðar hafa verið fyrir olíuborpalla síðustu áratugi (sjá mynd 2). Mynd 3. Hengibrú með þremur höfum þar sem tveir af fjórum turnum standa á fljótandi undirstöðum. Ýmsir möguleikar eru varðandi útfærslu á hinum fljótandi undirstöðum (Statens vegvesen). Hugmyndavinnan er hafin og eru ráðgjafar og rannsakendur að skoða ýmsar nýstárlegar lausnir, svo sem: O Hengibrýr með eitt ofurlangt haf. O Hengibrýr með tveimur til þremur höfum á fljótandi undirstöðum. Q Skástagsbrýr með tveimur til þremur höfum á fljótandi undirstöðum. q Flotbrýr með mismunandi útfærslum varðandi flotholt, stögun og form. q Rörbrýr sem marra í hálfu kafi, með mismunandi útfærslum varðandi flotholt, stögun og form. O Sambland af ofangreindum lausnum. Meðfylgjandi myndir 3,4, og 5 sýna nokkrar hugmyndir sem verið hafa til skoðunar. Þessar lausnir eru metnar sem tæknilega mögulegar en frekari vinna við útfærslu þeirra miðast að því að auka þekkingu á styrkleikum og veikleikum viðkomandi lausna, þar með talið kostnað og áreiðanleika. Ahugasamir geta kynnt sér þær tillögur sem fram hafa komið á vef Norsku vegagerðarinnar (http:// www.vegvesen.no/fag/Teknologi/ B ru er/B rukonferan ser). Meðal þess sem þarf að rannsaka sérstaklega fyrir hvern stað er: q Náttúruáraun: Mælingar á vindi, straumum og öldum. Æskilegt er að slfkar mælingar fari fram yfir a.m.k. fimm ára tímabil þannig að hægt sé að gera sér grein fyrir helstu hönnunarforsendum vegna vind- og ölduálags. 64 Mynd 4.Rörabrú, annars vegar má staga rörin við botninn eða festa þau við flotholt á yfirborðinu (Statens vegvesen). Mynd 5. Flotbrú tengd fljótandi skástagsbrú í miðjunni til að tryggja siglingaleið (Statens vegvesen). q Grundunaraðstæður: Það þurfa að fara fram rannsóknir á eiginleikum jarðlaga, bæði lausra og fastra, þar sem staðsetja á undirstöður eða festur fyrir mannvirki. q Skipaumferð: Það þarf að safna gögnum um umferð skipa á svæðunum sem á að brúa. Meðal annars vegna þess að óhappaáraun vegna ákeyrslu skipa á brúarmannvirki getur verið ráðandi fyrir hönnun mannvirkisins og/eða haft áhrif á útfærslu og val lausna. I tengslum við mælingar á vindi, straumum og öldu er einnig þörf á að þróa frekar aðferðir til að herma vind, öldur og strauma á viðkomandi þverunarstöðum. Vinna við mælingar á vind- og ölduaðstæðum er nú þegar hafin á nokkrum stöðum og verið er að bjóða út frekari verkefni á því sviði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.