Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2023, Síða 9

Læknablaðið - 01.11.2023, Síða 9
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 493 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Lyfjastofnun tekur skráningargjald fyrir alla styrkleika og form. Töflur eða mixtúrur sem henta börnum bera þannig sama skráningargjald og lyfið sem selt í þúsundum til fullorðinna. Þannig hefur þetta ástand bitnað hvað verst á börnum. doi 10.17992/lbl.2023.11.765 Ekki hefur farið fram hjá nokkrum manni að skortur á mikilvægum lyfjum er nánast daglegt brauð hér á Íslandi. Gjarnan er því haldið fram að ástæðan sé alvarlegur skortur á öllum mörkuðum. Eitthvað sem kollegar í kringum okkur koma af fjöllum með þegar maður spyrst fyrir um þau lyf sem ekki fást hér hverju sinni. Hvað veldur því að í mörgum tilfellum er þessi skortur einungis tilf­ innanlegur hér? Eins og kemur fram í fyrirsögn leiðarans virð­ ist þetta oft á tíðum vera vegna regluverks og að­ gerðaleysis hér heima. Ber þar fyrst að nefna að á Íslandi er aðeins brot af þeim lyfjum á skrá sem eru á markaði á hinum Norðurlöndunum. Fyrir þessu eru margvíslegar ástæður og er þar fyrst og fremst um að kenna smæð markaðarins. Þetta verður sérlega tilfinnanlegt þegar lyf eru gömul, ódýr og seld í litlu magni. Hvað er til ráða? Lyfjastofnun tekur skrán­ ingargjald fyrir alla styrkleika og form. Töflur eða mixtúrur sem henta börnum bera þannig sama skráningargjald og lyfið sem selt í þúsundum til fullorðinna. Þannig hefur þetta ástand bitnað hvað verst á börnum. Ákvörðun skráningargjalda fyrir lyf sem seld eru í litlu magni mætti endur­ skoða. Eitt skráningargjald fyrir hvert sérlyf, óháð fjölda styrkleika sem skráðir eru? Þegar aðrar vörur en lyf eru keyptar, svo sem farsímar og tölvur, koma þá með langir leiðar­ vísar? Nei! Manni er beint á QR­kóða eða vísað á slóðir á netinu. Samþykktir Lyfjastofnunar og EMA (European Medicines Agency, Evrópska lyfja stofnunin) þar sem krafist er íslenskra upp­ lýsinga í pakkningum lyfja skapa augljósan vanda. Apótek mega ekki rjúfa pakkningu til þess að setja inn þessar upplýsingar heldur þarf þessu að vera pakkað við framleiðslu lyfsins. Þetta leið­ ir til þess að ef skyndileg aukning verður á sölu lyfs hér fáum við ekki lyfið fyrr en næsta fram­ leiðslulota lyfsins er ráðgerð (gjarnan í samfloti við Norðurlöndin). Ef QR­kóði væri á pakkningu væri hægt að fá lyf hvaðanæva frá Evrópu til að fylla í skarðið. Óhjákvæmlega getur orðið skortur á lyfi hér eins og annars staðar. Innflytjenda ber þá að til­ kynna yfirvofandi skort til Lyfjastofnunar. Þar er þessu flaggað með því að setja lyf á lista. Þar virð­ ist málið því miður oft stöðvast. Öðrum er ætlað að leysa málin. Það eru ófáir föstudagar sem fara í neyðarreddingar þegar skorturinn er orðinn að veruleika. Málið fer á borð með­ höndlandi sérfræðings og apóteks Landspítala. Oftar en ekki er málið leyst tiltölulega auðveldlega. Hefði ekki mátt nota tímann betur hjá Lyfjastofnun? Engin skylda er á innflytjanda sem flytur inn óskráð lyf að tilkynna yfirvofandi skort til Lyfjastofnunar. Oft er um að ræða lífsnauðsynleg lyf sem seld eru í litlu magni. Enn ein rök fyrir því að endurskoða skráningargjöld! Nýjasta dæmið um skort er Ozempic sem gjarnan er talað um sem lúxuslyf og þar hefur aukning á notkun sett framleiðandann í mikinn vanda. Það eru vissulega mörg vöru­ númer fyrir Ozempic sem skortir í Svíþjóð en til valkostir frá öðrum innflytjendum. Ég þekki til sjúklinga í Noregi sem hafa ekki misst úr skammt þrátt fyrir alþjóðlegan skort á Ozempic og var raunar leyst með þýskum pakkningum. Er ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessu? Þetta getur verið dauðans alvara! Bendi á að Gylfi Óskarsson skrifaði sambærilegan leiðara í Læknablaðið 2012 og undirritaður fór fyrir vel­ ferðarnefnd Alþingis fyrir skömmu. Þrátt fyrir framangreint virðist ástandið því miður lítið hafa batnað. Lyfjaskortur á Íslandi. Heimatilbúinn vandi? Shortages of medications in Iceland. Local reasons? Ragnar Bjarnason MD, PhD Professor of Pediatrics, School of Health Sciences, University of Iceland, Chief of Pediatrics and Division of Endocrinology and Metabolism, Children´s Medical Center Landspitali – The National University Hospital of Iceland Ragnar Bjarnason yfirlæknir barnalækninga, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptalækningum barna, Barnaspítala Hringsins Landspítala LÍFFÆRAVERND MEÐ JARDIANCE NÚ SAMÞYKKT TIL MEÐFERÐAR VIÐ LANGVINNUM NÝRNASJÚKDÓMI Þreföld vörn Sýnt hefur verið fram á öryggi og þolanleika í fjölda rannsókna2 Einföld skömmtun: Til inntöku einu sinni á sólarhring, engin skammtastilling2 Jardiance® veitir sjúklingum vörn sem eru með: Sykursýki af tegund 2 Minni hætta á dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 og hjarta- og æðasjúkdóma.1 Langvinnur nýrnasjúkdómur Minni hætta á dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma eða versnun nýrnasjúkdóms.2,3 Hjartabilun Minni hætta á dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma eða hjartabilun sem krefst innlagnar á sjúkrahús.4,5 Heimildir: 1. Zinman B, Wanner C, Lachin JM et al. EMPA-REG OUTCOME® investigators. Empagliflozin, cardiovascular outcomes, and mortality in type 2 diabetes. N Engl J Med 2015;373(22):2117-2128 (EMPA-REG OUTCOME® results and the publication’s Supplementary Appendix). 2. Samantekt á eiginleikum JARDIANCE®, www.serlyfjaskra.is. 3. Herrington WG, Staplin N, Wanner C et al. EMPA-KIDNEY Collaborative Group. Empagliflozin in patients with chronic kidney disease. N Engl J Med 2023;388(2):117-127 (EMPA-KIDNEY results and the publication’s Supplementary Appendix). 4. Packer M, Anker SD, Butler J et al. EMPEROR-Reduced® trial investigators. Cardiovascular and renal outcomes with empagliflozin in heart failure. N Engl J Med 2020;383(15):1413-1424 (EMPEROR-Reduced results and the publication’s Supplementary Appendix). 5. Anker SD, Butler J, Filippatos G et al. EMPEROR-Preserved® trial investigators. Empagliflozin in heart failure with a preserved ejection fraction. N Engl J Med 2021;385(16):1451-1461 (EMPEROR-Preserved results and the publication’s Supplementary Appendix). IS -O ct ob er 20 23 Jardiance 10 mg og 25 mg filmuhúðaðar töflur Heiti virkra efna: empagliflozin 10 mg eða 25 mg. Ábendingar: Jardiance er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum með sykursýki af tegund 2 sem ekki hefur náðst nægileg stjórn á, til viðbótar við sérhæft mataræði og hreyfingu: sem einlyfjameðferð þegar talið er óheppilegt að gefa metformín vegna óþols, til viðbótar við önnur lyf til meðferðar við sykursýki. Upplýsingar um niðurstöður rannsókna með tilliti til samsetninga meðferða, áhrifa á blóðsykurstjórnun, hjarta-, æða- og nýrnatilvik og rannsóknarþýðin má sjá í SmPC. Jardiance er ætlað fullorðnum til meðferðar við langvinnri hjartabilun með einkennum. Jardiance er ætlað fullorðnum til meðferðar við langvinnum nýrnasjúkdómi. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Markaðsleyfishafi: Boehringer Ingelheim International GmbH. Nálgast má upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum lyfs á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is. Boehringer Ingelheim á Íslandi/Vistor www.vistor.is | vistor@vistor.is sími 535 7000

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.