Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.2023, Page 13

Læknablaðið - 01.11.2023, Page 13
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 497 R A N N S Ó K N ir hrifum hugvíkkandi efna en hinar fagstéttirnar, í vinnu, þjálfun eða námi (68,4%). Samsvarandi tölur voru 39% í hópi heimilislækna og 22% í hópi sálfræðinga. Meira en helming­ ur svarenda í rannsókninni hafði haft einhver kynni af fólki undir áhrifum hugvíkkandi efna. Algengara var að geðlækn­ ar hefðu fengið spurningar um meðferð með efnunum í sínu starfi. Helmingur þeirra sagðist hafa fengið slíkar spurningar nokkrum sinnum eða af og til, samanborið við 14,6% heimilis­ lækna og 17,5% sálfræðinga. Þekking á mismunandi tegundum hugvíkkandi efna Eins og sjá má á mynd 1, var þekking svarenda meiri á psilocýbíni, LSD, MDMA og ketamíni heldur en öðrum hug­ víkkandi efnum sem spurt var um. Þó vekur athygli að hlut­ fall þeirra sem telja sig hafa þó nokkra þekkingu eða meiri er innan við 50% á þeim níu efnategundum sem spurt var um. Munur var í mati á þekkingu milli fagstétta fyrir efnin psilocýbín (p<0,001), LSD (p<0,001), meskalín (p<0,01), ketamín (p<0,001), MDMA (p<0,01) og 5­MeO­DMT (p<0,05), samkvæmt Fisher­prófi, og var þekking á þessum efnum meiri í hópi geðlækna en meðal heimilislækna og sálfræðinga. Til dæm­ is telja rúm 40% geðlækna sig hafa þó nokkra þekkingu eða meiri á psilocýbíni, LSD, ketamíni og MDMA, samanborið við 5% til 22% heimilislækna og 3% til 21% sálfræðinga. Ekki var Tafla I. Upplýsingar um bakgrunn svarenda í rannsókninni Heild (n=256) Geðlæknar (n=38) Heimilislæknar (n=41) Sálfræðingar (n=177) n % n % n % n % Kyn1 Karl 94 36,9 23 60,5 25 61,0 46 26,0 Kona 161 63,1 15 39,5 16 39,0 130 73,4 Aldur 20 til 40 ára 94 36,7 5 13,1 6 14,6 83 46,9 41 til 60 ára 121 47,3 18 47,4 22 53,6 81 45,8 61 eða eldri 41 16,0 15 39,5 13 31,7 13 7,4 Lengd starfsleyfis 10 ár eða skemur 125 48,8 13 34,2 9 22,0 103 58,2 11 til 20 ár 71 27,7 7 18,4 15 36,6 49 27,7 21 til 30 ár 38 14,8 9 23,7 11 26,8 18 10,1 31 ár eða lengur 22 8,6 9 23,7 6 14,6 7 4,0 Aldur skjólstæðinga Börn og unglingar 30 11,7 0 0 0 0 30 16,9 Fullorðnir 151 59,0 34 89,5 2 4,9 115 65,0 Allir aldurshópar 67 25,0 2 5,3 38 92,7 24 13,6 Annað 11 4,3 2 5,3 1 2,4 8 4,5 Stjórnun Er hluti af starfi 37 14,5 8 21,1 12 29,3 17 9,6 Vísindarannsóknir2 Kemur að undirbúningi, framkvæmd eða úrvinnslu 63 24,7 11 28,9 7 17,1 45 25,4 Hitt einhvern undir áhrifum hugvíkkandi efna? Aldrei 41 16,0 3 7,9 5 12,2 33 18,6 Ekki viss 64 25,0 7 18,4 15 36,6 42 23,7 Já, tengt vinnu, þjálfun eða námi 81 31,6 26 68,4 16 39,0 39 22,0 Já, en ekki tengt minni vinnu (eða vegna þjálfunar/náms) 70 27,3 2 5,3 5 12,2 63 35,6 Fengið spurningar í starfi um meðferð með hugvíkkandi efnum? Aldrei 78 30,5 2 5,3 12 29,3 64 36,2 Mjög sjaldan eða sjaldan (1-4 sinnum) 115 44,9 16 4,2 23 56,1 76 42,9 Nokkrum sinnum (kannski 5-10 sinnum) 35 13,7 10 26,3 5 12,2 20 11,3 Af og til (mögulega 10 sinnum eða oftar) 21 8,2 9 23,7 1 2,4 11 6,2 Annað 7 2,7 1 2,6 0 0,0 6 3,3 1Upplýsingar um kyn vantar hjá einum þátttakanda í hópi sálfræðinga. 2Upplýsingar um aðkomu að vísindarannsóknum vantar hjá einum þátttakanda í hópi heimilislækna.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.