Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 14

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 14
498 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 R A N N S Ó K N munur milli fagstétta í mati á þekkingu á ayahuasca (p=0,684), DMT ­N/N­DMT (p=0,656) eða ibogín (p=0,764). Athygli vekur að þekking á ayahuasca virðist lítil þar sem 64,8% geðlækna, 82,5% heimilislækna og 74,3% sálfræðinga töldu sig hafa litla eða enga þekkingu á því, en ayahuasca hefur verið þó nokkuð til umræðu í fjölmiðlum í tengslum við svokallaðar ayahuasca ­athafnir. Viðhorf og afstaða til hugvíkkandi sveppa og lögleiðing notkunar Könnuð var afstaða svarenda til hugvíkkandi sveppa og til rannsókna á árangri þeirra og má sjá niðurstöður í töflu II. Minnihluti svarenda í öllum hópum sagðist vera sammála eða mjög sammála því að vilja nota sveppi með hugvíkkandi efn­ um í meðferð og fá þjálfun í notkun þeirra fyrir skjólstæðinga sína. Þó var munur í afstöðu fagstétta til notkunar í meðferð (p=0,009) og þjálfunar (p=0,016) samkvæmt Fisher ­prófi og voru Mynd 1. Mat geðlækna (n=38), heimilislækna (n=41) og sálfræðinga (n=177) á þekkingu sinni á alls níu mismunandi tegundum hugvíkkandi efna. Súlurnar sýna hlut- föll (%) svarenda eftir fagstéttum. Mynd 2. Mat sálfræðinga, geðlækna og heimilislækna á því hvað gæti verið sérstakt áhyggjuefni við notkun psilocýbíns í meðferðartilgangi. Súlurnar sýna hlutfallstölur (%) eftir svarmöguleikum (alls ekkert áhyggjuefni; til að hafa einhverjar/nokkrar áhyggjur af; til að hafa miklar/mjög miklar áhyggjur af) fyrir hverja fagstétt.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.