Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 18

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 18
502 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 R A N N S Ó K N voru einnig nefndir. Flestir töldu að slíkri meðferð væri best fyrir komið á sérstökum meðferðarstofum eða geðdeildum sjúkrahúsa og að sálræn meðferð eða stuðningur ætti að vera hluti af meðferðinni. Flestir töldu að þjálfun fagfólks í veitingu meðferðar ætti að fara fram við háskóladeildir eða háskóla­ sjúkrahús. Þjálfun og fyrirkomulag meðferðar með hugvíkk­ andi efnum hefur ekki verið rannsökuð erlendis svo höfundar viti til. Meðferð í rannsóknum á árangri psilocýbíns við með­ ferðarþráu þunglyndi hefur farið fram á háskólastofnunum eða stofnunum sem tengjast rannsakendum, en bæði sálfræðingar, geðlæknar og aðrir menntaðir meðferðaraðilar stýra með­ ferðartímum í þessum rannsóknum og eru yfirleitt tveir aðilar viðstaddir þegar efnið er tekið inn og meðan áhrifin vara.2,18 Meðferð með öðrum efnum, til dæmis ayahuasca, hefur ver­ ið veitt með óformlegri hætti.19 Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst í faglegum umræðum um fyrirkomulag meðferðar af þessu tagi, ef til hennar kemur. Að mati svarenda í öllum faghópum, er skortur á fagaðilum til að veita meðferðina eitt helsta áhyggjuefnið ef til meðferðar með psilocýbíni kæmi, en öryggi skjólstæðinga á meðan áhrifin vara og eftir að þau hafa dvínað var einnig oft nefnt. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þekking fagaðila á hugvíkkandi efnum kemur úr ólíkum áttum. Til dæmis sögðu flestir geðlæknar að lestur fræðigreina hefði mótað skoðun þeirra og viðhorf til hugvíkkandi efna á meðan umræður í fjöl­ miðlum og við samstarfsfélaga var oftast nefnt á meðal heimil­ islækna og sálfræðinga. Formleg þjálfun og menntun var mun sjaldnar nefnd í öllum fagstéttum. Það er því þörf á að hugað sé að þessu viðfangsefni í formlegri menntun og endurmenntun starfsstétta á heilbrigðissviði, auk þess sem fagleg umræða á vegum fagfélaga getur verið mikilvæg í þessu sambandi. Niðurstöðurnar sýna að áhugi á frekari fræðslu er þó nokkur, meðal annars um mögulegan meðferðarárangur, framkvæmd meðferðar og hverjum hún henti best, víxlverkun efnanna við önnur efni svo og sálfræðimeðferð sem veitt er samhliða. Aukinn áhugi og kerfisbundnar rannsóknir á notkun hugvíkk­ andi efna í meðferð geðraskana er nokkuð nýr af nálinni, og bent hefur verið á þætti sem þurfi að bæta úr í rannsóknum þessu sviði, meðal annars til að auka áreiðanleika og réttmæti niðurstaðna.20­28 Einnig er margt sem enn á eftir að upplýsa, svo sem virkni efnanna í fjölbreyttari og stærri hópum sjúklinga, mismunandi tegundum og alvarleika sjúkdóma, mögulegar aukaverkanir og áhættuþætti ásamt hugsanlegum langtímaá­ vinningi eða skaða af notkun þeirra. Háskólar og fagfélög munu gegna mikilvægu hlutverki í að koma niðurstöðum rannsókna á þessu til skila til verðandi heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem tekið hafa til starfa. Það er mikilvægt að samhliða því sé upplýs­ ingum veitt til almennings en kannanir sýna að almenn notkun efnanna er frábrugðin því sem gerist í rannsóknum, sem getur haft vanda í för með sér.29 Að lokum er rétt að undirstrika að þótt rúmlega helming­ ur skráðra félagsmanna í Geðlæknafélagi Íslands hafi svarað könnuninni, svöruðu hlutfallslega fáir sálfræðingar og heim­ ilislæknar. Skekkju getur því gætt í niðurstöðunum og þarf að gæta varfærni þegar ályktanir eru dregnar. Gildi niðurstaðn­ anna er þó umtalsvert þar sem viðhorf í garð notkunar þessara efna í meðferðartilgangi hafa aldrei verið rannsökuð áður hér á landi. Þörf er á viðameiri viðhorfskönnun til að efla faglega umræðu frekar og fylgjast með þróun þekkingar og viðhorfa á þessu sviði. Heimildir 1. Nichols DE, Walter H. The History of Psychedelics in Psychiatry. Pharmacopsychiatry 2020; 54: 151­66. 2. Carhart­Harris R, Giribaldi B, Watts R, et al. Trial of Psilocybin versus Escitalopram for Depression. N Engl J Med 2021; 384: 1402­11. 3. Mitchell JM, Bogenschutz M, Lilienstein A, et al. MDMA­assisted therapy for severe PTSD: a randomized, double­blind, placebo­controlled phase 3 study. Nat Med 2021; 27: 1025­33. 4. Jóhannesdóttir Á, Sigurðsson E. Notkun psilocybins við meðferðarþráu þunglyndi. Læknablaðið 2022; 108: 403­10. 5. Begola MJ, Schillerstrom JE. Hallucinogens and Their Therapeutic Use: A Literature Review. J Psychiatr Pract 2019; 25: 334­46. 6. Vollenweider FX, Preller KH. Psychedelic drugs: neurobiology and potential for treat­ ment of psychiatric disorders. Nature Rev Neurosci 2020; 21: 611­24. 7. Schenberg EE. Psychedelic­Assisted Psychotherapy: A Paradigm Shift in Psychiatric Research and Development. Front Pharmacol 2018; 9: 733. 8. Kristjánsson SJR. Ólögleg vímuefni ­ viðhorf og neysla. Talnabrunnur 2019. 13. 9. Barnett BS, Siu WO, Pope HG Jr. A Survey of American Psychiatrists' Attitudes Toward Classic Hallucinogens. J Nerv Ment Dis 2018; 206: 476­80. 10. Barnett BS, Beaussant Y, King F 4th, et al. Psychedelic Knowledge and Opinions in Psychiatrists at Two Professional Conferences: An Exploratory Survey. J Psychoactive Drugs 2022; 54: 269­77. 11. Grover C, Monds L, Montebello M. A survey of Australian psychiatrists' and psychiatry trainees' knowledge of and attitudes towards psychedelics in the treatment of psychiatric disorders. Australas Psychiatry 2023; 31: 329­35. 12. Page LA, Rehman A, Syed H, et al. The Readiness of Psychiatrists to Implement Psychedelic­Assisted Psychotherapy. Front Psychiatry 2021; 12: 743599. 13. Meir P, Taylor L, Soares JC, et al.­ Psychotherapists' openness to engage their patients in Psilocybin­Assisted Therapy for mental health treatment. J Affect Disord 2023; 323: 748­ 54. 14. Ko K, Kopra EI, Cleare AJ, et al. Psychedelic therapy for depressive symptoms: A system­ atic review and meta­analysis. J Affect Disord 2023; 322: 194­204. 15. De Gregorio D, Aguilar­Valles A, Preller KH, et al. Hallucinogens in Mental Health: Preclinical and Clinical Studies on LSD, Psilocybin, MDMA, and Ketamine. J Neurosci 2021; 41: 891­900. 16. Luoma JB, Chwyl C, Bathje GJ, et al. A Meta­Analysis of Placebo­Controlled Trials of Psychedelic­Assisted Therapy. J Psychoactive Drugs 2020; 52: 289­99. 17. Mithoefer MC, Feduccia AA, Jerome L, et al. MDMA­assisted psychotherapy for treat­ ment of PTSD: study design and rationale for phase 3 trials based on pooled analysis of six phase 2 randomized controlled trials. Psychopharmacol (Berl) 2019; 236: 2735­45. 18. Goodwin GM, Aaronson ST, Alvarez O, et al. Single­Dose Psilocybin for a Treatment­ Resistant Episode of Major Depression. N Engl J Med 2022; 387: 1637­48. 19. Uthaug MV, Mason NL, Toennes SW, et al. A placebo­controlled study of the effects of ayahuasca, set and setting on mental health of participants in ayahuasca group retreats. Psychopharmacol (Berl) 2021; 238: 1899­910. 20. Aday JS, Carhart­Harris RL, Woolley JD. Emerging Challenges for Psychedelic Therapy. JAMA Psychiatr 2023; 80: 533­4. 21. Bedi G, et al. MDMA­assisted psychotherapy for post­traumatic stress disorder: The devil is in the detail. Aust N Z J Psychiatry 2023; 57: 476­81. 22. Burke MJ, Blumberger DM. Caution at psychiatry's psychedelic frontier. Nat Med 2021; 27: 1687­8. 23. Hall WD, Humphreys K. Is good science leading the way in the therapeutic use of psychedelic drugs? Psychol Med 2022; 52: 2849­51. 24. Halvorsen JO, Naudet F, Cristea IA. Challenges with benchmarking of MDMA­assisted psychotherapy. Nat Med 2021; 27: 1689­90. 25. Munafo A, Arillotta D, Mannaioni G, et al. Psilocybin for Depression: From Credibility to Feasibility, What's Missing? Pharmaceuticals (Basel) 2022; 16: 68. 26. Petranker R, Anderson T, Farb N. Psychedelic Research and the Need for Transparency: Polishing Alice's Looking Glass. Front Psychol 2020; 11: 1681. 27. Petry LG, Sharma M, Wolfgang As, et al. Any Questions? A Sober Look at MDMA. Biol Psychiatry 2021; 90: e7­e8. 28. Yaden DB, Yade ME, Griffiths RR. Psychedelics in Psychiatry­Keeping the Renaissance From Going Off the Rails. JAMA Psychiatry 2021; 78: 469­70. 29. Glynos NG, Fields CW, Barron J, et al. Naturalistic Psychedelic Use: A World Apart from Clinical Care. J Psychoactive Drugs 2023: 55: 379­88.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.