Læknablaðið - 01.11.2023, Side 36
520 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109
lengri tíma en læknar hafi en nú hilli
undir rannsóknir á mönnum. Rannsókn
arhópurinn hans sé ekki sá eini á þess
um tímamótum.
„Tilraunir eru hafnar í Bandaríkj
unum og í Japan á annars konar stofn
frumum en við notum,“ segir hann
og að slíkar rannsóknir séu einnig að
hefjast í Lundi í Svíþjóð, rétt eins og
þeirra í Boston á nýju ári. Hann segir
þó að sérstaða rannsóknarteymisins við
Harvard sé að nota stofnfrumur (induced
pluripotent stem cells, iPSC) unnar úr sjúk
lingnum sjálfum.
„Kosturinn er ótvíræður, því þá þarf
sjúklingurinn ekki ónæmisbælandi
meðferð. En í tveimur af hinum þremur
rannsóknunum er verið að nota fóstur
stofnfrumur (human embryonic stem cell,
hESC),“ segir hann.
Draumur að koma heim
Arnar segir rannsóknarhóp sinn byggja
á þekkingu japansks rannsóknarhóps
sem hafi undir stjórn Shinya Yamanaka
tekist árið 2006 að búa til stofnfrumur úr
fullorðinsfrumum og fengið Nóbelsverð
launin fyrir.
„Síðan fórum við að prófa þessa
frumugerð í Boston í kringum 2008
og tókst að lækna rottur af Parkinson
einkennum. Eftir það höfum við haldið
okkur við þessa frumugerð og höfum
trú á henni og ætlum að nota í okkar
rannsóknum.“ Þetta sé sjálfbært því
ekki sé hægt að reiða sig á þungunarrof
í rútínumeðferðum eins og við Parkin
son, því það þurfi heilafrumur úr allt að
8 fóstrum til að græða í einn sjúkling.
Þá sé ekki fýsilegt að nota fóstrin þegar
fósturlát beri að með lyfjagjöf.
„Við vitum að þeim sem hafa feng
ið ígræðslur með fósturfrumum hefur
batnað allverulega. Mörg hafa getað
hætt lyfjainntöku við þessa meðferð. Við
reiknum með að árangurinn með stofn
frumum ætti að verða svipaður, ef ekki
betri.“
En verður þá hægt að lækna Parkin
son? „Já, það er markmiðið,“ segir Arnar
og bendir á að lyf missi virkni sína að
nokkrum árum liðnum og sjúklingar fái
aukaverkanir. Eins sé með djúpkjarna
örvun: rafskautameðferð. En með stofn
frumuígræðslu verði skemmdar tauga
brautir í heilanum endurbyggðar og
lausnin varanleg.
„Við stefnum að því að lækna Park
inson og aðra taugasjúkdóma líka,“ seg
ir Arnar. „Markmiðið er að gera það á
næstu árum.“
En hvar sér Arnar sig eftir fimm ár?
„Ég býst við að ég verði í Danmörku. Þar
á ég tvær dætur og þeirra vegna verð
ég þar. En auðvitað hefur það oft ver
ið draumurinn að fá starf á Íslandi. En
það eru mjög margir íslenskir heila og
taugasérfræðingar í heiminum og því
ekki þörf fyrir okkur öll á Íslandi.“
framtíðin að nota þær til að gera við
vefjaskemmdir í heila eða líkama.“ Kom
in sé ný aðferð til að framleiða þessar
PSCfrumur. „Við vinnum stofnfrum
ur úr sjúklingnum sjálfum með því að
endurforrita fullorðinsfrumur: húð eða
blóðfrumur, með hjálp fjögurra umritun
arþátta, sem nefnast Oct3/4, Sox2, cMyc,
og Klf4,“ segir hann við Læknablaðið.
„Þannig getur sjúklingurinn fengið
ígræddar sínar eigin frumur þegar búið
er að framleiða þær frumur sem óskað
er eftir.“ Vísindaskáldskapur, hugsar
blaðamaður. Helsta áhugamál mitt, seg
ir Arnar þar sem hann talar heim þvert
yfir hnöttinn í gegnum Teams. Hann
segir vísindastarf sem þetta oftast taka
Arnar á milli sérnámslæknanna sinna í Wellington á Nýja-Sjálandi. Sabrina Heman-Ackah frá Bandaríkjunum
(t.v.) og Jeremy Rajadurai frá Ástralíu (t.h.). Mynd/Brooke Lifschack
„Ég sem gjarnan tónlist í vinnunni, í kaffihléinu, og alltaf í höfðinu. Svo sest ég
niður síðar og tek upp. Svo er ég með fólk sem ég fæ til að pródúsera lögin. Þar
liggur mesta vinnan,“ segir Arnar Ástráðsson heila og taugaskurðlæknir sem var
að senda tvö lög inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins, undankeppni Eurovision, fyrir
næsta ár. Hann átti einmitt lög í Söngvakeppninni árin 2011 og 2015.
„Svo er ég að senda lög í söngvakeppnina í Danmörku og San Marínó. Kannski
á fleiri staði,“ segir Arnar sem átti einnig lag í keppninni í Rúmeníu í fyrra sem og
í San Marínó í ár.
„Ég er mjög hrifinn af dægurlögunum sem eru í Eurovision. Svo er þetta góður
vettvangur til að koma sér á framfæri. Það má segja með mig sem er með annað
aðalstarf að ég verð að treysta á viðburði eins og Eurovision og að aðrir komi lög
unum áfram.“
Arnar segir tónlistina hvíld frá daglegu amstri. „Hún hvetur mig líka áfram og
veitir mér orku sem nýtist í starfinu. Þetta er ágætis hobbí,“ segir hann. „Ef lögin
eru grípandi gleymi ég þeim ekki og þau söngla í höfðinu á mér dögum saman.“
Semur lög og stefnir á Eurovision
Við varðveitum gögnin þín
2035090
2035090
Auðvelt
Öruggt
Þægilegt
Einfalt ekki satt
GAGNAGEYMSLAN
Gagnageymslan ehf. · Smiðshöfða 1, 110 Reykjavík · 587 9800
www.gagnageymslan.is · gagnageymslan@gagnageymslan.is
Nafn
Númer kassa
Innihald
Geymslutími
• Þú hringir í 587 9800 eða sendir okkur tölvupóst
• Við komum með tóma kassa og strikamerki
• Þú skráir gögnin, setur í kassana, límir strikamerkin á og lætur
okkur vita
• Við komum og förum með kassana í örugga geymslu þar sem
þú hefur alltaf aðgang að þeim
• Við pössum gögnin í vöktuðu rými við bestu aðstæður þangað
til þú vilt fá þau aftur, skoða þau eða taka til þín