Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 36

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 36
520 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 lengri tíma en læknar hafi en nú hilli undir rannsóknir á mönnum. Rannsókn­ arhópurinn hans sé ekki sá eini á þess­ um tímamótum. „Tilraunir eru hafnar í Bandaríkj­ unum og í Japan á annars konar stofn­ frumum en við notum,“ segir hann og að slíkar rannsóknir séu einnig að hefjast í Lundi í Svíþjóð, rétt eins og þeirra í Boston á nýju ári. Hann segir þó að sérstaða rannsóknarteymisins við Harvard sé að nota stofnfrumur (induced pluripotent stem cells, iPSC) unnar úr sjúk­ lingnum sjálfum. „Kosturinn er ótvíræður, því þá þarf sjúklingurinn ekki ónæmisbælandi meðferð. En í tveimur af hinum þremur rannsóknunum er verið að nota fóstur­ stofnfrumur (human embryonic stem cell, hESC),“ segir hann. Draumur að koma heim Arnar segir rannsóknarhóp sinn byggja á þekkingu japansks rannsóknarhóps sem hafi undir stjórn Shinya Yamanaka tekist árið 2006 að búa til stofnfrumur úr fullorðinsfrumum og fengið Nóbelsverð­ launin fyrir. „Síðan fórum við að prófa þessa frumugerð í Boston í kringum 2008 og tókst að lækna rottur af Parkinson­ einkennum. Eftir það höfum við haldið okkur við þessa frumugerð og höfum trú á henni og ætlum að nota í okkar rannsóknum.“ Þetta sé sjálfbært því ekki sé hægt að reiða sig á þungunarrof í rútínumeðferðum eins og við Parkin­ son, því það þurfi heilafrumur úr allt að 8 fóstrum til að græða í einn sjúkling. Þá sé ekki fýsilegt að nota fóstrin þegar fósturlát beri að með lyfjagjöf. „Við vitum að þeim sem hafa feng­ ið ígræðslur með fósturfrumum hefur batnað allverulega. Mörg hafa getað hætt lyfjainntöku við þessa meðferð. Við reiknum með að árangurinn með stofn­ frumum ætti að verða svipaður, ef ekki betri.“ En verður þá hægt að lækna Parkin­ son? „Já, það er markmiðið,“ segir Arnar og bendir á að lyf missi virkni sína að nokkrum árum liðnum og sjúklingar fái aukaverkanir. Eins sé með djúpkjarna­ örvun: rafskautameðferð. En með stofn­ frumuígræðslu verði skemmdar tauga­ brautir í heilanum endurbyggðar og lausnin varanleg. „Við stefnum að því að lækna Park­ inson og aðra taugasjúkdóma líka,“ seg­ ir Arnar. „Markmiðið er að gera það á næstu árum.“ En hvar sér Arnar sig eftir fimm ár? „Ég býst við að ég verði í Danmörku. Þar á ég tvær dætur og þeirra vegna verð ég þar. En auðvitað hefur það oft ver­ ið draumurinn að fá starf á Íslandi. En það eru mjög margir íslenskir heila­ og taugasérfræðingar í heiminum og því ekki þörf fyrir okkur öll á Íslandi.“ framtíðin að nota þær til að gera við vefjaskemmdir í heila eða líkama.“ Kom­ in sé ný aðferð til að framleiða þessar PSC­frumur. „Við vinnum stofnfrum­ ur úr sjúklingnum sjálfum með því að endurforrita fullorðinsfrumur: húð­ eða blóðfrumur, með hjálp fjögurra umritun­ arþátta, sem nefnast Oct3/4, Sox2, c­Myc, og Klf4,“ segir hann við Læknablaðið. „Þannig getur sjúklingurinn fengið ígræddar sínar eigin frumur þegar búið er að framleiða þær frumur sem óskað er eftir.“ Vísindaskáldskapur, hugsar blaðamaður. Helsta áhugamál mitt, seg­ ir Arnar þar sem hann talar heim þvert yfir hnöttinn í gegnum Teams. Hann segir vísindastarf sem þetta oftast taka Arnar á milli sérnámslæknanna sinna í Wellington á Nýja-Sjálandi. Sabrina Heman-Ackah frá Bandaríkjunum (t.v.) og Jeremy Rajadurai frá Ástralíu (t.h.). Mynd/Brooke Lifschack „Ég sem gjarnan tónlist í vinnunni, í kaffihléinu, og alltaf í höfðinu. Svo sest ég niður síðar og tek upp. Svo er ég með fólk sem ég fæ til að pródúsera lögin. Þar liggur mesta vinnan,“ segir Arnar Ástráðsson heila­ og taugaskurðlæknir sem var að senda tvö lög inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins, undankeppni Eurovision, fyrir næsta ár. Hann átti einmitt lög í Söngvakeppninni árin 2011 og 2015. „Svo er ég að senda lög í söngvakeppnina í Danmörku og San Marínó. Kannski á fleiri staði,“ segir Arnar sem átti einnig lag í keppninni í Rúmeníu í fyrra sem og í San Marínó í ár. „Ég er mjög hrifinn af dægurlögunum sem eru í Eurovision. Svo er þetta góður vettvangur til að koma sér á framfæri. Það má segja með mig sem er með annað aðalstarf að ég verð að treysta á viðburði eins og Eurovision og að aðrir komi lög­ unum áfram.“ Arnar segir tónlistina hvíld frá daglegu amstri. „Hún hvetur mig líka áfram og veitir mér orku sem nýtist í starfinu. Þetta er ágætis hobbí,“ segir hann. „Ef lögin eru grípandi gleymi ég þeim ekki og þau söngla í höfðinu á mér dögum saman.“ Semur lög og stefnir á Eurovision Við varðveitum gögnin þín 2035090 2035090 Auðvelt Öruggt Þægilegt Einfalt ekki satt GAGNAGEYMSLAN Gagnageymslan ehf. · Smiðshöfða 1, 110 Reykjavík · 587 9800 www.gagnageymslan.is · gagnageymslan@gagnageymslan.is Nafn Númer kassa Innihald Geymslutími • Þú hringir í 587 9800 eða sendir okkur tölvupóst • Við komum með tóma kassa og strikamerki • Þú skráir gögnin, setur í kassana, límir strikamerkin á og lætur okkur vita • Við komum og förum með kassana í örugga geymslu þar sem þú hefur alltaf aðgang að þeim • Við pössum gögnin í vöktuðu rými við bestu aðstæður þangað til þú vilt fá þau aftur, skoða þau eða taka til þín

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.