Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2023, Qupperneq 38

Læknablaðið - 01.11.2023, Qupperneq 38
522 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 V I Ð T A L „Stolt,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir spurð hvað hún ætli að taka út úr starfi sínu sem forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stolt yfir starfsfólki og góðu þjónustunni sem það muni veita. „Ég veit þetta verður ekki aðeins dans á rósum, en þetta er gríðarlegt tækifæri,“ segir hún ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Við þurfum að leggja meiri áherslu á starfsfólkið Eftirspurn eftir geðheilsuteymunum er mikil áskorun fyrir heilsugæsluna, segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, nýr forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Það er ein af okkar stærstu áskorunum og hefur nánast komið okkur á óvart. Það sýnir hvað er mikil vakning í öll­ um geðheilbrigðismálum. Tilvísunum fjölgar svo miklu meira en við höfum séð undanfarin ár,“ segir hún í Læknavarpinu, hlaðvarpi Læknablaðsins. Sigríður Dóra heimilislæknir, áður framkvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, er skipuð til fimm ára. Hún segir það að sækjast eftir starfinu hafa verið rökrétt framhald á þeirri vegferð sem hún hafi verið á undanfarin ár. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á heilsugæslunni. Haft óbilandi trú á henni og komið þar að mörgum framfaraskrefum.“ Starfið sé áskorun. Mönnun í forgrunni „Nú þurfum við að leggja miklu meiri áherslu á heilsugæslustöðvarnar og starfsfólkið þar,“ segir hún. „Við þurfum að bæta allt starfsumhverfið; tölvukerfin, koma böndum á vottorð og Heilsuveru, en við þurfum líka að bæta mikið úr húsnæðismálum. Þau hafa setið á hak­ anum,“ segir hún. Kjör og vinnuaðstaða þurfi að vera í lagi. „Mönnunarvandinn hjá okkur í heilsugæslunni er stærsta viðfangsefnið. Hann er mismunandi milli stöðva og starfseininga en í heilbrigðiskerfinu í heild er þetta stærsta áskorunin,“ segir hún og að ekki sé talið hve marga vanti. Þau taki við flestum sem vilja koma til þeirra. Sigríður Dóra tekur við starfinu af Óskari Reykdalssyni. „Ég tek við mjög góðu búi. Hann er búinn að leiða heilsugæsluna í rétta átt og hugsaði fram á við. Ég ætla svo sannarlega að gera það eftir bestu getu. Nýju fólki fylgja alltaf nýjar áherslur. Það verða breytingar en við förum alveg ótrauð fram á við.“ Markmiðið sé að bæta þjónustuna. Sigríður Dóra hefur starfað sem heim­ ilislæknir í rúma þrjá áratugi. „Ég hef haft gríðarlega ánægju af því starfi. Ég hef komið víða að og unnið með góðu fólki á mismunandi stöðum. Maður kemur með þá þekkingu. Ég veit hvað hópurinn vill og hvað ekki. Ég þekki hugmyndafræði heimilislækna mjög vel. Svo erum við líka að reka þjónustuein­ ingu og það þarf að finna jafnvægi þar á milli.“ Hún telji að það sé mikill kostur að hafa lækni í stjórnunarstöðum innan heilbrigðiskerfisins. Hún segir mikilvægt að hafa rétta fólkið með sér. „Ég er sjálf búin að taka aukalega diplóma í stjórnun og hef reynslu af að stjórna. Þetta er allt saman skóli lífsins og maður fyllir upp með fólki þar sem þörfin er mest.“ Sigríður Dóra er Vesturbæingur, býr á Seltjarnarnesi með eiginmanni sín­ um Björgvini Jónssyni. „Ég gekk hefð­ bundna skólagöngu þar, á yngri og eldri bræður. Gekk í MR, sem var hverfis­ skólinn. Þaðan fór ég í háskólann. Lækn­ isfræðin var alltaf það sem mig langaði í. Mömmu leist ekkert á það og fannst þetta allt of erfitt og strangt,“ segir hún en móðir hennar Dóra Jóhannsdóttir var tanntæknir og pabbi Magnús Ragnar Gíslason tannlæknir. Vildi ekki verða tannlæknir „Það hefði legið beint við að fara í tann­ lækninn. Ég hefði fengið vinnuaðstöðu; stofu beint við útskrift. En það var ekki það sem mig langaði,“ segir hún. Henni hafi gengið vel í námi, eignast góða fé­ laga. Fundið hvernig samfélag og heilsa tvinnast saman. „Það er ekki hægt að rífa þetta í sund­ ur,“ segir hún, og hvernig hún hafi smit­ ast af þessum áhuga í störfum á Ísafirði og í Garðabæ. Sérnámið valið og hún á leið til Gävle í Svíþjóð með milligöngu heimilislæknisins Bjarna Jónassonar. Þar var hún í fjögur ár. „Mér leist ekkert á að fara þangað því þar var enginn Íslendingur,“ seg­ ir hún, og hvernig henni hafi svo liðið þar vel. „Þetta hefur aldrei orðið þessi Íslendingaborg.“ Ungu læknarnir hafi verið aðfluttir, enda spítalinn ekki há­

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.