Læknablaðið - 01.11.2023, Page 43
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 527
til hermanna á virkum dögum,“ seg
ir Ágústa, önnur tveggja kvenna í 130
manna hópi frá 28 löndum.
„Þetta var skemmtilegt en um leið
erfitt. Ég sá ekki stríðið sjálft en af
leiðingarnar. Sundursprengda bæi og
yfirgefnar borgir, fólk á flótta. Ég sá
kannski bara eina eða tvær sprengingar
en sá afleiðingar stríðsins og það hefur
haft mikil áhrif á mig,“ segir hún.
Áróðurinn ljós
„Ég man alltaf eftir einu atviki þar sem
við keyrum inn í hluta Króatíu eða Bosn
íu. Allt í einu standa bæirnir sem ég
hafði ekið í gegnum áður tómir. Þar er
ekkert fólk og dauð dýr út um allt. Húsin
voru sundursprengd,“ lýsir hún.
„Ég heyrði aldrei um þetta í fréttum.
Horfði á BBC og CNN. Vestrænir frétta
miðlar sögðu aldrei frá þessu. Maður frá
Pakistan og annar frá Indlandi sögðu
okkur að heima hjá þeim hefði verið sagt
frá þessu. Króatar hefðu farið þarna inn.
Við á Vesturlöndum vildum kannski
ekkert heyra það,“ segir hún, og hvernig
sagt hafi verið frá þessu mörgum árum
seinna.
„Ég sá hvernig sagt var frá einni hlið
í stríði í fréttum. Þetta hefur haft mikil
áhrif á mig og ég horfi á fréttir með öðr
um augum.“ Áróður sé í báðar áttir.
En hafði þessi snerting hennar við
stríð áhrif á að hún yrði læknir? „Ég get
alveg trúað að þessi reynsla sé hluti af
því að vilja vera með og hjálpa til.“ Dýra
læknadraumurinn hafi verið úti þar sem
erfitt hafi verið að komast að í skólum
í Svíþjóð. „En ég fæ að vera læknir fyr
ir manndýrin og sé ekki eftir því, alls
ekki,“ segir Ágústa og hlær. „Þetta er
agalega gaman, skemmtilegt djobb eins
og allir læknar vita.“
Hlaup, klifur, ræktin og nú ganga.
Ágústa lýsir því hvernig áhugamál
in þróist. Nú sé göngutímabilið og
Kyrrahafsleiðin frá. „En það var dóttir
mín sem vildi gera þetta. Katla var tólf
ára þegar hún gerði lista yfir allt sem
hún vildi hafa gert fyrir áttrætt. Þar á
meðal var að ganga þessa leið,“ segir
Ágústa og hvernig þær hafi handsalað
að gera þetta árið 2021 og dauðinn einn
gæti komið í veg fyrir það.
„Þessi leið er tenging á milli margra
þjóðgarða á vesturströnd Bandaríkjanna,
frá landamærum Mexíkó að Kanada. Í
gegnum alla Kaliforníu, upp til Oregon
og að Washington: upp í fjöllin og á sem
flesta fjallatoppa,“ segir hún og lýsir
ósnortinni náttúru þjóðgarðanna enda
Bandaríkin lítið byggt land þegar þeir
voru merktir út.
Engin mannvirki í augsýn
„Þarna getur maður gengið dögum
saman án þess að sjá nokkuð sem minnir
á mannverur annað en þessa litlu troðnu
slóð sem maður labbar,“ segir Ágústa.
Sækja þurfi um leyfi og fjörutíu manns
sé hleypt af stað á dag frá 1. mars1. júní
við landamæri Mexíkó. „3040% þeirra
sem byrja ganga alla leið.“
Hún segir förina fyrst og fremst erf
iða. „En svo kemur allt hitt. Þetta er
æðislegt, skemmtilegt, lífsreynsla og svo
fallegt, svo fallegt að það er ótrúlegt,“
lýsir hún. „Maður nær að hugsa, klára
að hugsa og hefur svo ekkert að hugsa
um. Maður gengur heilan dag án þess að
hafa neitt að hugsa um.“ Allt tilfinninga
rófið sé nýtt. „En skyldan er einn fótur
fram fyrir hinn.“
Fjörutíu stiga hiti var fyrsta daginn.
Þær báru marga lítra af vatni en urðu
þó að bera eins lítið og hægt var. Núðlur
voru uppistaða matarins og þær sofnuðu
klukkan átta um kvöldið. Vöknuðu árla
og hófu aftur gönguna. Heilu dagarnir
liðu án nets og símasambands. Þá þurfti
að finna veg, húkka far í næsta bæ og
kaupa meiri vistir. „Í bæjunum var mik
ilvægt að koma eins mörgum kaloríum
í sig og hægt var. Þá fengum við líka
stundum að sofa í rúmi,“ segir Ágústa.
„Það er frábært að gera ekki neitt með
heilanum í marga, marga daga. Það er
þvert á það sem maður gerir í vinnunni.
Þá notar maður hausinn og líkaminn
þvælist með. Á göngu verður líkaminn
að vinna allan daginn og hausinn að
þvælast með, hefur ekkert að gera,“ segir
hún.
„Svo finnur maður þegar komið er
heim að hausinn er úr æfingu fyrstu
dagana. Maður getur hugsað eina hugs
un í einu, kannski tvær, en líkaminn er
sterkur.“
Komst að kjarnanum
En finnur maður innri ró?
„Já, algjörlega,“ segir Ágústa. Um
hverfið fallegt. Fólkið gott. „Það eina
sem þarf að huga að er: Hvar ætla ég að
sofa, hvað ætla ég að borða? Ætli verði
rigning í dag? Þannig að róin er algjör,“
V I Ð T A L
Ágústa Waage svæfingalæknir á leiðinni yfir brúna
yfir Colombia-á frá Oregon til Washington-ríkis á
Kambaslóðinni, Pacific Crest Trail, sem er 4265 kíló-
metra löng eftir endilöngum Bandaríkjunum. Ágústa
gekk leiðina í áföngum, lengst vel yfir 2000 kílómetra.
Myndir/aðsendar