Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 44

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 44
528 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 segir hún. „Hausinn er eins og líkaminn, ef hann er ekki notaður getur hann ekki mikið þegar á reynir.“ Ágústa segir að það sem hafi komið henni mest á óvart í göngunni sé að hafa komist að kjarna samferðamannanna. „Ég hélt ég væri að fara í göngutúraúti­ legu, en svo hittir maður fyrsta fólkið. Það er mjög sérstakt þegar maður geng­ ur á eftir eða undan einhverjum, horfir ekki í augun á fólki, enginn sími truflar eða annað og þá verður maður óheftur í því sem maður segir. Maður kynnist því fólki hratt og vel á stuttum tíma,“ segir Ágústa. „Fólkið sem ég hitti á þessari leið eru nú meðal betri vina minna.“ Að 2000 kílómetrum liðnum fór Katla Waage dóttir Ágústu heim í skólann en hún gekk áfram. „Það var ekki voða­ lega gaman að ganga ein. Ég gerði það í mánuð og hugsaði að það myndi ég aldrei gera aftur,“ segir hún. „Ég er of mikil félagsvera.“ Dóttirin hafi orðið átján ein í Svíþjóð og hún alein á göngu. „Þá láku tár,“ segir Ágústa. Tilgangs­ leysið hafi gripið hana. „Mér var allt of heitt, það var mikill vindur og mér illt í fótunum. Alein.“ Hún segir líkamlega hlutann í upphafi hafa verið mest krefj­ andi – að halda áfram. „Maður setur spurningamerki við tilganginn. Maður sefur ekki vel fyrstu næturnar. Allir fá blöðrur á fæturna,“ segir hún. „Eftir fyrstu tvær vikurnar hættir það og maður fer að sofa betur.“ Hún hafi alltaf haft í huga að allt við gönguna myndi líða hjá, það slæma og það góða. Ekkert eigi eftir að endast endalaust. Gullfallegu svæðin verði að fallegum svæðum, jafnvel í þrjár vikur samfleytt. Flugurnar trufli í tvær vikur. „Þá er að halda hugsuninni við það að þetta sé það sem ég ætla að gera. Halda áfram. Eftir að hafa lært á þetta líkam­ lega kemur það andlega: Á ég virkilega að halda þessu áfram? Þetta er ekkert skemmtilegt. En svo verður aftur gam­ an.“ Lítið jei að innan En gengur maður á sig líkamlega? „Mað­ ur fær agalega stórar lappir, stækkar um tvö númer. Byrjaði í 39 og endaði 41. Ég léttist um þyngdina á bakpokanum mín­ um. Það er alveg sama hvað maður borð­ ar.“ Mataræðið sé ekki beysið. „Maður borðar fimm snickers á dag og svo bara hamborgara, franskar og sjeik í bæjun­ um.“ Erfitt sé að láta af sykrinum þegar heim sé komið. En er þess virði að koma svo á leiðar­ enda eftir 4250 kílómetra göngu? Ágústa vísar í teikningu Hugleiks Dagssonar af manni sem gengur á fjallstopp og segir lítið jei. „Mér leið þannig. Ég kom að þessu stóra minnismerki við landamæri Bandaríkjanna og Kanada. Það var rign­ ingarsúld og ég var með einhverjum fimm öðrum. Ég sagði hátt: Vei, æðislegt, þetta er rosalega gaman. Inni í mér var lítið jei, hvað á ég að gera núna?“ Kannski hjóla, segir hún. „En leiðin er markmiðið, ekki endamarkið,“ segir hún. „Gangan var það sem skipti máli en ekki Kanada. Þangað hefði ég getað keyrt.“ Tómarúmið þegar markmiðinu var náð hafi verið hrópandi. „Þá var gott að koma í vinnuna. Sjá að þar var ég með markmið, að vinna í hóp sem hefur það að markmiði að koma sjúklingum betri út en þegar þeir komu inn,“ segir hún. „Allir voru að róa í sömu átt og gera sama hlutinn eins og í göngunni. Það var því gott að koma aft­ ur í vinnuna.“ Ágústa lýsir göngunni enn betur í hlaðvarpi Læknablaðsins sem hægt er að finna á Soundcloud og Spotify. Fjallaeyðimörk Suður-Kaliforníu í apríl á þessu ári. Á Kambaslóðinni. Blómstrandi akur í Suður-Kaliforníu í vor. Ágústa á leiðarenda eftir á fimmta þúsund kílómetra sem hún gekk í fjórum lotum. Fyrst 2021, svo aftur 2022 og svo bæði í vor og haust nú 2023. Eitt stórt jei.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.