Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 45

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 45
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 529 Hugvekja almenns læknis til heilbrigðisráðherra á aðalfundi Læknafélags Íslands flutt 20. október 2023 Hæstvirtur ráðherra, Willum Þór Þórsson Heilbrigðiskerfið FC hefur verið að spila nánast stanslaust undanfarin ár án almennilegrar hvíldar og æfinga. Við erum eins og lið sem hefur spilað í endalausri framlengingu, hópurinn er orðin þreyttur og farinn að láta töluvert á sjá. Vörnin okkar og markvörður, innviðir kerfisins, eru á harðahlaupum, henda sér fyrir og reyna að stöðva hvert skot­ ið á fætur öðru en það er farið að verða þeim ofviða. Miðjan okkar, læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk, hleypur nánast þindarlaust en þau eru við það að örmagnast og meiðslin hrannast upp. Sóknin, sem táknar okkar sjúklinga, á erfitt með að skora mörk, er farin að missa trúna og vera svekkt. Varamannabekkurinn stendur tómur og fjöldi leikmanna sem leika erlendis gefa ekki kost á sér í liðið. Upplifun allra leikmanna er eins og við séum að missa stjórn á leiknum og við eigum á hættu að tapa. Það er því ljóst að við þurfum ferskar lappir og skiptingar. Við þurfum að breyta um taktík, gefa okkar leikmönnum hvíld til að jafna sig og fylla á varamannabekkinn. Við þurf­ um að fara að skora mörk. Við þurfum líka að fjárfesta í betri aðstöðu, æfingabún­ aði og fótboltavöllum. Í fótbolta, þegar lið er á barmi hruns, er mikilvægt að taka skref til baka, gera nauðsynlegar breytingar og mæta sterkari aftur til leiks. Það er það sem við þurfum að gera með heilbrigðiskerfið okkar. Við megum ekki við því að missa trúna á liðinu. Við verðum að bregðast við til að tryggja heilbrigði og velferð Íslendinga. Ívar Elí Sveinsson sérnámslæknir í heimilislækningum Mánudagur 15. janúar Konur, hormónar og krabbamein Sóun í heilbrigðiskerfinu Gervigreind í læknisfræði Geðsjúkdómar og nítjándu aldar skáldin Umhverfisveikindi Skimun fyrir meðgöngueitrun Vísindavinna á Íslandi Alþjóðaheilsa – „Global Health“ Nokkur inngrip úr bráðalækningum – vinnubúðir Þriðjudagur 16. janúar Endurhæfing á Íslandi – hvert stefnum við? 1. hluti Klínísk viðfangsefni I Nokkur tilfelli af Barnaspítala Hringsins MSK ómskoðun (vinnubúðir) Lifandi kappræður Aðgangur að sjúkraskrárupplýsingum Endurhæfing á Íslandi – hvert stefnum við? 2. hluti Saga smitsjúkdóma Klínísk viðfangsefni II Líkamsskoðun – vinnubúðir Opin vinnurými á heilbrigðisstofnunum Miðvikudagur 17. janúar Geðheilbrigðisþjónusta við fanga Endurhæfing eldra fólks Everyday radiology Mat á sjálfsvígshættu Nærrannsóknir Ónæmisherferð gegn krabbameini Axlir og olnbogar – nokkur algeng vandamál Sarklíki – gleym mér ei Liðskoðun - vinnubúðir Umhverfismál eru heilbrigðismál – opið málþing Fimmtudagur 18. janúar Þverfaglegt málþing um briskrabbamein Lengi býr að fyrstu gerð Lýðheilsuáherslur og offita Áföll og áfallastreita: Nýjungar í meðferð Þitt hlutverk í eigin heilsu – ristilkrabbi Nýjungar í læknisfræði Vestrænn lífsstíll Sérnám í læknisfræði Föstudagur 19. janúar Grunngildi heimilislækninga og sjálfbærni Innkirtlalækningar: erfðir og skilvirkari nálgun Lögfræðileg málefni Láttu í þér heyra! Eitranir á bráðamóttöku Héraðslækningar Nýjungar í læknisfræði Þjónusta við fólk með langvinna sjúkdóma Establishing a trusting relationship in 10 minutes – workshop LÆKNADAGAR 2024 LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.