Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2023, Qupperneq 46

Læknablaðið - 01.11.2023, Qupperneq 46
530 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 A Ð S E N T E F N I Frumkvöðlastörf Guðmundar Sigurðssonar Vandaliðuð sjúkraskrá – upphaf tölvufærslu í heilsugæslu Stefán Þórarinsson fyrrverandi héraðslæknir og framkvæmdastjóri lækninga Heilbrigðisstofnunar Austurlands Sveinn Magnússon fyrrverandi yfirlæknir Heilsugæslunnar í Garðabæ og skrifstofustjóri í heilbrigðis- og velferðarráðuneytinu Jóhann Ág. Sigurðsson heilsugæslulæknir í Efstaleiti, fyrrverandi prófessor í heimilislæknisfræði í HÍ og NTNU- háskólanum í Þrándheimi „To deal with frustrations in every phase of medical action, it will be necessary to develop more organized approach to medical records … and more positive attitude about computers in medicine“1 Laurence L. Weed Um miðja síðustu öld var ljóst að úrbóta var þörf við skráningu sjúkragagna, en hún hafði lengst af verið tilviljanakennd og erfitt fyrir lækna að fá á skömmum tíma heildaryfirsýn yfir heilsufars- sögu sjúklinga sinna. Upp úr 1970 jókst áhugi á notkun og þróun vandaliðaðrar sjúkraskrár (problem oriented medical record). Markmiðið var ekki eingöngu að hanna aðgengilega sjúkraskrá. Raf- rænni tækni fleygði ört fram á þess- um tíma og frumkvöðlum var ljóst að gott „bókhaldskerfi“ væri nauðsynlegt til að tölvur gætu síðar nýst við raf- ræna skráningu og úrvinnslu sjúkra- gagna. Hér er fjallað um brautryðj- andastarf Guðmundar Sigurðssonar læknis á Egils stöðum við hönnun á vandaliðaðri sjúkraskrá sem var síðar forsenda agaðrar tölvufærslu hennar í heilsugæslu. Guðmundur Sigurðs­ son heilsugæslulæknir á Egils stöðum, síðar á Sel­ tjarnarnesi og Hólmavík, var frumkvöðull vanda­ liðaðrar sjúkraskrár og tölvu færslu heilsufars­ upplýsinga í heilsugæsl­ unni.2,3 Hann flutti til Egilsstaða árið 1971 ásamt fjölskyldu sinni og tók við Austur­Egils­ staðalæknishéraði, þá 28 ára að aldri. Fyrir austan tók á móti honum Þorsteinn Sigurðsson héraðslæknir í Norður­Egilsstaðahéraði, 57 ára.3 Starfsaðstaða þeirra var í sitt­ hvoru húsinu við sömu götu. Ómarkviss skráning og af skornum skammti Guðmundur hafði í starfsnámi sínu á sjúkrahúsunum í Reykjavík kynnst hin­ um þykku og óskipulögðu sjúklinga­ möppum sem erfitt og seinlegt var að ná yfirsýn yfir. Ekki tók betra við þegar komið var til Egilsstaða, engin eiginleg sjúkraskrá einstaklinga var til staðar heldur einungis handskrifuð spjaldskrá með bólusetningakortum, önnur með slitróttum stofunótum og svo aðsend læknabréf sér í möppu. Þessu var svip­ að farið víðast hvar annars staðar hjá héraðslæknum, þeir bjuggu í miklu nábýli við íbúana, þekktu þá vel og hefð bauð ekki annan skrán­ ingarmáta. Í ljósi upplausnar hins gamla héraðslæknakerfis og krafna nýrra tíma, blasti við að þessi skráning var alls ófullnægjandi, enda gaf hún takmarkaða mynd af samskiptum íbúanna við heilbrigðisþjónustuna. Úrbóta var þörf, ekki síst í ljósi þess að í upphafi áttunda áratugarins var að rísa á Egils­ stöðum læknamiðstöð fyrir samstarf beggja læknanna og fleiri heilbrigðis­ stétta. Stöðin hafði lengi verið baráttu­ mál Þorsteins.3 Læknamiðstöð þessi féll síðar alveg að því vinnulagi sem einkenna skyldi starf heilsugæslustöðva samkvæmt þeim róttæku breytingum á heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa sem lög um heilbrigðisþjónustu nr. 56/1973 gerðu ráð fyrir. Könnun á læknisþjónustu á landsbyggðinni 1974 Við gildistöku laganna um stofnun heilsugæslustöðva 1. janúar 1974 lá Guðmundur Sigurðsson (1942-2016) Fyrsta grein af þremur um fyrstu skref heilsu- gæslulækna inn í rafræna sjúkraskrá. Næstu greinar verða birtar í desember og janúar.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.