Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.2023, Page 48

Læknablaðið - 01.11.2023, Page 48
532 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 fá með skjótum hætti yfirlit yfir helstu vandamál sjúklings, án þess að vera knúinn til að lesa skrána frá orði til orðs. Guðmundur byrjaði á því að búa til bókhaldsreglur fyrir vandaliðaða papp­ írssjúkraskrá á Egilsstöðum, sem byggðu á öguðum og rökföstum vinnubrögðum.9 Læknar/heilbrigðisstarfsmenn hand­ skrifuðu öll sín samskipti við sjúklinga á nóttu sem degi á þar til gerðan samskipta- seðil sem Guðmundur hannaði og ein­ faldaði mikið frá fyrsta „samskiptaseðl­ inum“ sem hannaður var fyrir könnun landlæknis 1974. Á samskiptaseðil Guðmundar skyldi skrá form samskipta, stað og stund, tilefni komu (með orðum sjúklings), stutta, hnitmiðaða lýsingu, sjúkdómsgreiningu eða vandamál og úrlausnir við henni. Aðrar sjúkdómsgreiningar í sömu komu voru skráðar á nýjan seðil ásamt viðeig­ andi úrlausnum. Læknaritari vélritaði síðan upplýsingar af seðlinum inn á framhaldsblaðið í möppu sjúklings. Það framhaldsblað sem var í notkun á hverjum tíma, lá laust fremst í möppunni ásamt blöðum með lyfjaávísunum og rannsókna- niðurstöðum. Lausu blöðin með allar nýjustu upplýsingarnar voru þannig aðgengileg um leið og mappan var opn­ uð. Þegar þessi blöð fylltust fóru þau á sinn fasta stað aftar í möppuna. Fremst í fasta hluta möppunnar var blað sem hét Heilsuvandaskrá. Það blað var efnisyfirlit möppunnar með allar sjúkdómsgrein­ ingar skráðar með dagsetningu fyrstu greiningar og ICD númeri. Langvinnir sjúkdómar voru skráðir á blaðið ofanfrá, þær elstu efst og svo niður, en skamm­ tíma veikindi og óljós einkenni skráð neðanfrá og upp. Þegar blaðið fylltist, var ný Heilsuvandaskrá útbúin fyrir framan þá gömlu með langtímagrein­ ingunum af fulla blaðinu en auðar línur fyrir neðan fyrir nýjar skammtímagrein­ ingar og svona koll af kolli þar til blaðið fylltist. Aftar í föstu skránni voru lækna­ bréf og gamlar upplýsingar, svo sem bólusetningar og eldri komur. Auk gleggri og skjótari yfirsýnar yfir vanda sjúklingsins gerði þetta skrán­ ingarlag samtímis kleift að skrá, telja og flokka kerfisbundið öll samskipti íbúa við heilsugæslustöðina, þannig að skrán­ ingin yrði eðlilegur hluti af daglegri vinnu án íþyngjandi aukaálags. Arfurinn og staðan í dag Höfundar þessarar greinar kynntust af eigin raun gamla skráningarkerfinu og voru lærisveinar Guðmundar. Við fengum góða reynslu af vandaliðaðri skráningu heilsufarsgagna og tókum þátt í innleiðingu hennar. Þetta var mik­ ið framfaraspor. Það er skemmst frá því að segja að upp úr 1980 var vandaliðuð sjúkraskrá tekin upp á heilsugæslustöðv­ um um land allt. Þegar tölvuvæðingu óx fiskur um hrygg miðaði forritun við að koma þessari skráningaraðferð í raf­ rænt form. Nokkur fyrirtæki og forrit komu við sögu. Má þar nefna Egilsstaða­ kerfið, Medicus, Hippocrates og Starra. Heilbrigðisráðuneytið samdi við fyrir­ tækið Gagnalind 1997 um að sameina fyrri forrit og hanna eitt forrit fyrir alla heilsugæsluna. Til varð forritið SAGA sem notað er enn í dag. Til gamans má geta þess að til þess að auðvelda lækn­ um að aðlagast rafrænni skráningu, voru fyrrnefndir samskiptaseðlar og önnur eyðublöð sett beint á tölvuskjá­ inn eins og um vandaliðaða pappírs­ skráningu væri að ræða. Segja má að í heildina hafi vel tekist til, en eflaust er löngu kominn tími til að endurhanna SÖGU­forritið. Aðalgallinn í núverandi skráningu lækna er að okkar mati sá að fæstir þeirra nýta sér vandaliðunar-hnapp forritsins til að flokka í sundur langvar­ andi eða viðvarandi vandamál annars vegar og skammtíma vanda hins vegar og tengja saman viðeigandi úrræði við hverja greiningu. Afleiðingin verður sú að „Heilsuvandaskráin/blaðið" verður torlesið fyrir vikið og gefur lækni ekki skjóta yfirsýn yfir vandamál sjúklingsins eins og til var ætlast í upphafi. Auk augljósra hagsmuna fyrir skjól­ stæðinga, lækna og aðra umönnunar­ aðila nýttist vandaliðuð sjúkraskrá og rafræn skráning hennar vel við gæða­ þróun, kennslu og til rannsókna. Á þessu formi byggðist svo upplýsingaöfl­ un Egilsstaðarannsóknarinnar. Nánar verður fjallað um rannsóknina og þróun rafrænnar sjúkraskrár á Íslandi í annarri grein í desemberblaði Læknablaðsins. Samskiptaseðill Guðmundar Sigurðssonar. A Ð S E N T E F N I Heimildir 1. Weed LL. Medical records that guide and teach. N Engl J Med 1968; 278: 593­600. 2. Haraldsson G.(ritstj.). Guðmundur Sigurðsson. Læknar á Íslandi; I, 4. útgáfa bls. 518­520, Læknafélag Íslands, Þjóðsaga 2000. 3. Sigurðsson Þ, Bjarnason Ö, Sigurðsson G. Minningarbrot Þorsteins Sigurðssonar læknis á Egilsstöðum. (Örn Bjarnason bjó til prentunar). Læknablaðið 1996; 82 (fylgirit 32): 1­25. 4. Valdimarsson HÞ, Stefánsson JG, Agnarsdóttir G. Læknisstörf í héraði. Læknablaðið 1969; 55: 15­35. 5. Önundarson B. Drög að könnun á störfum 9 heimilis­ lækna í Reykjavík. Læknablaðið 1974; 60: 57­72. 6. Guðmundsson G. Könnun á sjúkdómatíðni í Djúpavogslæknishéraði. Læknablaðið 1977; 63:41­3. 7. Magnússon G, Sveinsson Ó. Könnun á heilbrigðisþjón­ ustu í Skagafirði. Læknablaðið 1976; 62: 167­79. 8. Sigvaldason H, Einarsson I, Björnsson O, et al. Könnun á læknisþjónustu á landsbyggðinni 16.­22. september 1974. Fylgirit við heilbrigðisskýrslur 1974. Skrifstofa Landlæknis, Reykjavík 1978. 9. Sigurðsson G, Magnússon G, Sigvaldason H, et.al. Egilsstaðarannsóknin: Sjúkraskrár fyrir heilsugæslu­ stöðvar og tölvufærsla upplýsinga. Heilbrigðisskýrslur. Fylgirit 1980 nr.1. Landlæknisembættið 1980: 67. 10. Weed LL. The importance of medical records. Can Fam Physician 1969; 15: 23­5. 11. Slack WE, Hicks GP, Reed,CE, et.al. A computer­ba­ sed medical­history system. N Engl J Med 1966; 274: 194­8. 12. Smith JG, Crounse RG, Ga A. Problem­oriented records. Arc Derm 1972; 105: 534. 13. Bjorn JC, Gross HD. Problem­oriented private practice of medicine. Modern Hospital Press, Chicago 1970. 14. Sigurðsson G. Sjúkraskrár, sem snúast um „vandamál“ sjúklinganna. Læknaneminn 1974; 27: 25­8.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.