Læknablaðið - 01.11.2023, Síða 52
536 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109
Jón R. Kristinsson
barnalæknir
Hvað varð til þess að ég valdi barna
lækningar sem mína sérgrein? Ungur
læknir veit lítið hvað lífið hefur upp á að
bjóða, sérlega þar sem margar sérgreinar
voru í þróun á mínum unglæknaárum
fyrir 50 árum síðan.
Ákvörðun um að verða læknir var
farin að mótast hjá mér mjög snemma.
Ég er uppalinn í sveit svo þegar lækn
ingar vöktu áhuga minn var það annað
hvort um manna eða dýralækningar að
velja. Ég kynntist vel dýralækni sveitar
innar en hann var þýskur að uppruna
og hafði tekið þátt í seinni heimsstyrj
öldinni. Þetta var maður með víðtæka
reynslu, afar duglegur og að mér fannst
töframaður við lækningar dýra.
Allt grunnnám mitt var heimavið og
í Menntaskólanum á Laugarvatni. Ég tók
svo ákvörðun um að fara í læknisfræði
við Háskóla Íslands. Góður tími þar með
frábærum samnemendum og góðum
kennurum. Á kandídatsárinu var dvalið
á ýmsum deildum, meðal annars var ég
sex mánuði á barnadeild Barnaspítala
Hringsins. Þar störfuðu mjög traustir og
kunnáttusamir læknar. Þeir voru glöggir
að greina vanda barnanna og viðhöfðu
góða framkomu gagnvart börnunum og
foreldrum. Þar má helst telja Kristbjörn
Tryggvason yfirlækni og prófessor, Björn
Júlíusson og Ólaf Stephensen og ekki síst
Guðmund Jónmundsson sem síðar var
náinn og góður samstarfsmaður minn til
margra ára. Með dvöl minni hjá þessum
góðu mönnum var teningunum kastað.
Ég og kona mín, Kristrún R. Bene
diktsdóttir, héldum í sérnám til Svíþjóð
ar 1975, á Jönköpings Regionssjukhus og
dvöldum þar í sex ár, Kristrún í sérfræði
námi í meinafræði og ég í almennum
barnalækningum. Um tíma var ég einnig
við störf og nám á háskólasjúkrahús
inu í Lindköping, þar sem ég tók meðal
annars þátt í vísindastörfum.
Í mínu klíníska starfi æxlaðist það
svo að ég fylgdi eftir börnum með gigt
arsjúkdóma og einnig börnum með
krabbameinsgreiningar. Á þessum árum
var því miður lítið um meðferðarúrræði
fyrir þessa hópa, fá lyf og lítið af öðrum
gagnlegum úrræðum.
Heim til Íslands komum við í ágúst
1981 þar sem ég fór að vinna á Barna
deild Hringsins á Landspítala. Þar vann
ég samfellt frá 19812014, það er til 71 árs
aldurs.
Hvernig varð sérgrein lækna fyrir valinu? Hvar lærðu þeir?
Hvaða ráð gefa þeir ungum læknum?
Barnalækningar gefandi starf
Þar sinnti ég öllum börnum með
gigtarsjúkdóma og annan stoðkerfis
vanda. Einnig sinnti ég ásamt kollega
Guðmundi Jónmundssyni börnum með
krabbamein og blóðsjúkdóma. Við tók
um þátt í starfsemi samtakanna NOPHO
(Nordic Society Of Pediatric Hematology
and Oncology). Tímamót voru þegar lög
samtakanna voru sett hér í Reykjavík
1984. Í gegnum þessi samtök höfum við
krabbameinslæknar barna tekið þátt í
birtingu fjölda vísindagreina.
Frá árinu 1981 tók ég einnig að mér
ásamt Gesti Pálssyni og Pétri Lúðvígs
syni, barnalæknum, skoðun á börnum
á vegum barnaverndarnefnda. Ég var
fulltrúi í Barnaverndarráði Íslands á
árunum 19872002. Með nýjum barna
verndarlögum varð þá til kærunefnd
barnaverndarmála 2002 en í þeirri nefnd
sat ég í nokkur ár. Barnahús var sett á
laggirnar 1997, á þeim starfsvettvangi
var ég fulltrúi Barnaspítalans í nokkur
ár.
Samhliða þessum störfum hef ég frá
árinu 1983 rekið eigin læknastofu þar
sem ég hef sinnt almennum barnalækn
ingum.
Starfið hefur mér alla tíð fundist gef
andi, þó á stundum erfitt, en fyrst og
fremst skemmtilegt og áhugavert. Börn
in hafa oft með yfirvegun og æðruleysi
kennt manni margt og gott að finna
þegar maður getur hjálpað og stutt fjöl
skyldur í vanda. Ég hef verið lánsamur
að fá að starfa með góðu fólki.
Ég er uppalinn í sveit svo þegar
lækningar vöktu áhuga minn var
það annaðhvort um manna- eða
dýralækningar að velja. Ég kynntist
vel dýralækni sveitarinnar en hann
var þýskur að uppruna og hafði tekið
þátt í seinni heimsstyrjöldinni. Þetta
var maður með víðtæka reynslu, afar
duglegur og að mér fannst töframaður
við lækningar dýra.
S É R G R E I N I N M Í N