Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Page 15
seðja sárasta hungrið annað en skonrok. Yfir komnir af þreytu og nær dauða en lífi börðust menn við róðurinn þó að kraftarnir væru þrotnir. FIMM DAGAR Í BJARGBÁTNUM Um eftirmiðdaginn dó einn skipbrotsmannanna í örmum félaga sinna. Vonin um að hjálpin bærist fljótlega hélt mönnunum uppi. Skipstjórinn hlaut að hafa náð landi fyrir löngu og menn efuðust ekki um að hann hefði gert ráðstafanir til að leita bátanna. Staðan var orðin óþolandi svo ákveðið var að reyna að ná landi á minni bátnum. Christian bauðst til fararinnar en sá er þar réði aftók það með öllu og vildi fara sjálfur og varð það úr. Eftir að hafa kvatt mennina í smærri bátnum lagði hann af stað undir árum til lands. Eftir hjartnæma kveðjustund hvarf báturinn og hefur síðan ekkert til hans spurst. Eftir í stærri bátnum var nú aðeins einn maður fyrir utan Christian sem kunni áralagið. Á þriðjudag gaf góðan vind og gátu skipbrotsmenn siglt inn undir Bjarnarey en lengra komust þeir ekki þar sem straumur frá landi hrakti þá jafnharðan til baka. Um morguninn höfðu skips- menn komið auga á bát nær landi en þar um borð virtust menn ekki veita þeim neina athygli. Seinna sama dag sáu þeir bátinn aftur og í þetta skipti setti hann stefnuna beint á þá. Á bátnum voru íslenskir sjó- menn sem höfðu farið í land til að sækja kjarngóðan mat

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.