Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Qupperneq 31
FYLKIR FERST
Nýsköpunartogarinn Fylkir RE 161 hafði
verið að veiðum í átta daga. Veiðarnar
höfðu gengið erfiðlega, mest sökum
sífelldrar brælu á miðunum sem aldrei
virtist ætla að slota. Það var enn dimmt að
nóttu, klukkan ekki orðin hálfátta um
morguninn en karlarnir voru komnir út á
dekk. Gunnar Hjálmarsson stýrimaðurinn
hafði skipað að nú skyldi hífa. Belgurinn
var kominn á hliðina þegar dekkmennirnir
sáu skyndilega að ekki var allt með felldu.
– Það er dufl í vörpunni, hrópa þeir en í
sama bili valt skipið yfir á bakborða, duflið
slóst í síðuna og mikil sprenging skók
skipið sem lagðist á brúarvænginn.
Við sprenginguna gekk allt úr lagi um
borð. Ljósavélin þagnaði og svarta myrkur
lagðist yfir skipið, hurðir fóru af hjörum
og sofandi menn hentust úr kojum, þeirra
á meðal skipstjórinn, Auðunn Auðunsson.
Í vélarúminu voru vélstjórarnir varla búnir
að fóta sig aftur þegar þeir tóku að eiga við
ljósavélina sem hrökk í gang vonum fyrr.
Auðunn skipstjóri var fljótur að átta sig á
þeim skemmdum sem höfðu orðið á
skipinu. Komið var gat á fiskilestina og
þar fossaði sjór inn í skipið.
Það var því léttir þegar ljósavélin tók aftur
að mala og dælurnar vöknuðu til starfa. Sú
von um að þær hefðu undan
sjávarbeljandanum slokknaði þó fljótt.
Sjórinn fossaði inn og skipið seig hratt.
Því var ekki um annað að ræða en að
skipa körlunum frá borði. Það var lán í
óláni að vindur hafði gengið ögn niður frá
því sem verið hafði dagana á undan.
– En í því veðri sem var búið að vera
nánast allan túrinn hefðum við ekki
komið björgunarbátnum niður óbrotnum,
sagði Auðunn skipstjóri síðar.
Fáeinir karlanna komust á fleka en voru
bráðlega teknir upp í björgunarbátinn sem
var þá orðinn afskaplega siginn enda öll
áhöfn togarans, alls 32 menn, þar í einum
hnapp. Þarna máttu karlarnir velkjast um
í þungum sjó í einar þrjátíu mínútur áður
en Siglufjarðartogarinn Hafliði kom á
vettvang. Hann hafði verið á veiðum
skammt undan en tekið inn vörpuna
jafnskjótt og loftskeytamaðurinn lét vita af
neyðarkalli sem hann hafði heyrt. Úr
brúnni sá skipstjórinn, Alfreð Jónsson,
líka hvar neyðarblys lýstu upp
skammdegismyrkrið. Kúrsinn var settur.
Upp úr hádegi þennan sama dag lagðist
Hafliði svo að bryggju á Ísafirði. Um borð
voru allir 32 skipverjarnir af Fylki, tveir
þeirra voru fluttir á sjúkrahús, þó ekki
alvarlega slasaðir. Hinum bauð
Útgerðarfélag Ísfirðinga hf. í kaffidrykkju í
Uppsölum. Seinna um daginn gekk svo öll
áhöfninn – að undanskildum þeim tveimur
sem enn voru á sjúkrahúsi – um borð í
varðskipið Þór sem flutti þá til Reykjavíkur.
LOFTSKEYTAMAÐUR SEGIR FRÁ
Bárður Gunnarsson, loftskeytamaður hjá
Útgerðarfélagi Akureyringa, rifjaði síðar
upp þennan atburð:
„Mér er minnisstætt þegar Fylkir RE-161
fékk tundurdufl í vörpuna og sökk um 25
sjómílur norður af Straumnesi. Þetta var í
nóvember 1956.
Þessa nótt var ég á fyrriparts vaktinni en
við loftskeytamennirnir í flotanum
höfðum komið okkur saman um
vaktaskipti þannig að á miðunum var
alltaf einhver vakandi við tækin. Nóttinni
var skipt í tvær vaktir og stóð sú fyrri til
3.30 en seinni vaktin endaði undir morgun
þegar menn fóru á fætur.
Bogi Þórðarson á Aski RE-33 átti að taka
við af mér og þegar ég hafði ræst hann fór
ég í koju. Það var svo undir morgun að ég
Max Pemberton RE 278 fórst 11. janúar 1944 og með honum öll áhöfnin, 29 sjómenn alls.
Fylkir RE 161. Nokkru eftir slysið var Auðunn skipstjóri í útvarpsviðtali þar sem hann lagði áherslu á
notagildi gúmmíbjörgunarbáta en þá var ekki orðinn einhugur um að þeir ættu að vera skyldubúnaður í
íslenskum skipum.
Deila má um notagildi tundurduflagirðinga í seinna stríði. Vitað er með vissu að einn þýskur kafbátur fór
sér að voða á dufli. Kannski tveir til viðbótar en ekki fleiri.