Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2024, Page 36
KYNDARAR Langflestir nýsköpunartogarnir voru gufuknúnir sem þýddi að í iðrum skipsins mokuðu menn kolum. Það var aðeins fyrir harðduglega og harðgerða menn að standa í kolamokstri Og þeir urðu að geta mokað upp á báðar hendur annars varð starfstíminn stuttur, að minnsta kosti við kolamokstur. Þetta voru hinir svokölluðu kyndarar. Einar Guðmundsson, fæddur á Húsavík í október 1911 en uppalinn í Grímsey þar sem umhverfið gerði úr honum þrekmenni, byrjaði ungur að moka kolum. Hann var á Lagarfossi – Lagga gamla – Dettifossi – var í fríi þegar skipið var skotið niður – fór yfir á Fjallfoss, einn túr. Seinna réðist Einar til Útgerðarfélags Akureyringa og var á Kaldbaki. Einar segir frá starfi kyndarans. EKKI HAMAST Í ELDINUM „Kyndarastarfið var ekta þrælavinna, sérstaklega á Dettifossi. Katlarnir voru ekkert of stórir og ef skipið var keyrt eitthvað þurfti mikið af kolum. Á stríðsárunum vorum við alltaf í skipalestum – skipunum var safnað saman og síðan reynt að halda þeim öllum á sama hraða. Hægast fóru lestirnar 6 mílur en ef átti að keyra 12 mílur varð lífið erfitt hjá kyndaranum. Moksturinn var þó ekki erfiðastur heldur að halda glóð í kolunum. Kúnstin var að halda eldinum þannig í eldhólfinu að súrefni næði að streyma í gegn. Það er nákvæmlega eins með manninn og eldinn, hvort tveggja þarf nóg súrefni til að þrífast og dafna. Kolunum var mokað inn um lúgu á katlinum, inn á ristar. Við höfðum langar sköfur til að skafa gjallið út af ristunum og hnífa til að hreinsa á milli grindanna. Með löngu járni losuðum við um kolin inni í eldhólfinu en allt var þetta gert svo að loft næði að leika um kolin og næra eldinn. Aldrei mátti lokast á milli ristanna en maður mátti heldur ekki hamast í eldinum nema takmarkað, annars varð glóðin ekki nógu góð. Öskuna og gjallið skófum við út úr eldhólfinu á gólfið. Þar var þessu mokað í fötur og híft upp í gegnum mikla loftventla og hent í sjóinn. Loftventlar þessir voru eins og stórir lúðrar á þilfarinu og mátti 36 | Sjómannablaðið Víkingur Kaldbakur við bryggju á Akureyri. Mynd: Minjasafnið á Akureyri Einar Guðmundsson Horfnar starfsstéttir

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.