Mímir - 01.09.1968, Page 11

Mímir - 01.09.1968, Page 11
an Gissur var erlendis, og hann berst í Geldinga- holti 1255. Hlutverki hans sem leynilegs er- indreka er lokið, og hans er ekki getið eftir 1255. Eysteinn hvíti drukknar 1253, og virðist þá sem langlundargeð hans í rekstri konungs- erindis sé brostið, ef dæma má af ummælum hans á fundinum með Sturlu og Hrafni við Armótsvað fyrr um árið. I stað kaupmanna sendir konungur nú opinbera embættismenn, er draga enga dul á erindi sitt. Sá fyrsti er Sigurður silkiauga, en á eftir honum koma Ivar Englason 1255, Þóraldi hvíti 1258, ívar Arnljótarson og Páll línseyma 1260 og Hallvarður gullskór 1261 og aftur 1263. Astæða þessarar breyting- ar gæti verið svar Hrafns og Sturlu til Eysteins hvíta frá árinu áður (1253) „muntu eigi, Ey- steinn, ráða sættum manna, þótt þú þykkist góðr kaupmaðr" (Þ.s. skarða 145). Slíkt svar er ærið tilefni til að breyta um aðferð og senda nýja menn á vettvang. Þeim Sturlu og Hrafni er Ijóst, að boðskapur kaupmanna um, að konung- ur einn sé nógu sterkt afl til að leysa allan vanda, er ekki sprottinn af velvild þeirra og friðarást, heldur er um að ræða laumulegan áróður konungs sjálfs. Ljóst er, að slíkur áróður nægir ekki lengur til að lokka óháða Islendinga á konungsfund og að þeir muni ekki geta treyst kaupmönnum sem hlutlausum aðilum. Kon- ungur notar nú kirkjuna eftir mætti á meðan hann leitar nýrra ráða. Ráðin, sem duga, koma þó fyrst með Hallvarði gullskó. En eins og sakir standa, er Sigvarði falið að vinna bug á andstöðu þeirri, er gætir í héruðum Gissurar, og Sigurður silkiauga á að halda honum við efnið og „skynja" (þ. e. njósna). Þegar þeirra kaup- manna, sem nú hefur verið rætt um, er getið í heimildum, er það oftast við sættaumleitanir, en líklega hefur eitt meginhlutverk þeirra verið að „skynja". Þeir voru augu konungs og eyru. Sízt ætti að gera lítið úr þætti kaupmanna í lokum íslenzka þjóðveldisins. Hér hefur verið reynt að gera grein fyrir, hvernig starfsemi þeirra miðaði að því að koma helztu höfðingj- um Islendinga á konungsfund, þeim Smrlu Sighvatssyni, Orækju Snorrasyni, Sighvati Sturlusyni, Kolbeini unga, Sturlu Þórðarsyni, Hrafni Oddssyni og undir vissum kringumstæð- um þeim hirðmönnum Þórði kakala og Gissuri Þorvaldssyni. Það er undrunarefni, hversu lengi kaupmönnum tókst að halda trúnaði Islend- inga, þar sem þeir unnu svo ötullega að því að grafa undan íslenzku þjóðveldi. Þessu hlýmr að hafa valdið hæfileiki kaupmanna að nota að- stöðu sína hér. Helztu höfðingjar hafa keppzt um að bjóða stýrimönnum á vist til sín. Af stýrimönnum hefur stafað ljómi sökum auðs og ættgöfgi þeirra, og betra hefur þótt að hafa þá með sér en móti í hernaði vegna góðs vopna- búnaðar þeirra og harðfylgis. Hafa þeir talið sér skylt að veita vígsgengi íslenzkum húsráðend- um sínum í röðum goða og höfðingja, eins og íslendingum í Noregi var skylt samkvæmt samningi við Olaf digra að fylgja konungi í hernaði, ef ófriður kom í landiðA Upp úr 1220 virðist þessi afstaða kaupmanna breytast, eins og áður er rakið, er þeir gerast friðarsinnar og leggja kapp á hlutleysi. En veturvist hjá höfð- ingjum hefur ætíð verið jafn velkomin, þar sem höfðingjar höfðu beinan fjárhagslegan hagnað af vist kaupmanna vegna vistarlauna og ann- arra gjalda, en þó einkum vegna forgangsréttar við kaup á vörum. Eins og kunnugt er, lögðu goðar jafnan lag á varning kaupmanna, og var það ekki ætíð árekstrarlaust, eins og margar heimildir vitna um. Frægasta dæmið um það er frá 1215, en upp frá því virðist ekki gæta neinnar óánægju kaupmanna. Er ekki ólíklegt, að norskir kaupmenn hafi keypt sér vináttu og trúnað Islendinga með góðum kjörum í við- skiptum. Sökum veturvistar á bæjum höfðingja hafa stýrimenn haft einstaka aðstöðu til að fylgj- ast með þróun mála, sem þeir hafa óspart notað sér, enda sanna dæmin, að þeir eru á réttum stöðum á réttum tíma til að beita áhrifum sín- um. Þau atriði um þátt kaupmanna, sem hér eru rakin, ættu að varpa skýrara Ijósi á, hversu víð- * Smbr. grein Björns Sigfússonar í Sögu IV (1964), 104. 11

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.